Lífið

Sverrir Stormsker: Jólin eru skemmtilegustu ofurölvunardagar ársins

Sverrir Stormsker er fullur yfir jólin.
Sverrir Stormsker er fullur yfir jólin.

„Þegar einhver slysast til að kveikja á útvarpinu og það er verið að útvarpa messu þá tryllist bókstaflega öll famelían," svarar Sverrir Stormsker aðspurður út í jólahátíðina og bætir við:

„Erum oft lengi að jafna okkur."

„Sá sem er ekki farinn að æla og míga á sig um miðnætti, honum er hent út."

„Hefðbundnir jólasálmar fara líka í mínar fínustu, þetta grefilsins mjálm einsog „Heims um tól" og „Hjá betlurum er barn oss fætt" og allt það geðveikisjukk."

„Kirkjuklukknahringingar nísta sömuleiðis gegnum merg og bein. Það er nú ljóti djöfulsins vibbinn. Er ekki hægt að fá Ósóma bin Laden eða einhvern annan góðan gæa til að sprengja þennan óþverra í loft upp?" segir Sverrir.

„Þetta eru tvímælalaust skemmtilegustu ofurölvunardagar ársins. Það kemur enginn edrú api inn fyrir okkar dyr á jólunum. Við líðum ekki ódrukkna hálfvita í okkar húsum um jólin. Bara ekki að ræða það."

„Sá sem er ekki farinn að æla og míga á sig um miðnætti, honum er hent út. Maður verður nú að reyna að halda í þær hefðir og það siðferði sem eftir er í þessu landi," segir Sverrir að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.