Erlent

63 myrtir á þremur dögum

Uppreisnarmenn í norðausturhluta Indlands hafa myrt 63 óbreytta borgara í árásum síðustu þrjá daga. Síðustu til að vera myrtir voru sex íbúar þorpsins Gelapykhuri sem uppreisnarmenn vöktu í gærmorgun, drógu fram úr rúmum sínum og skutu til bana.

Erlent

Í hendur annarra mannræningja

Breski gíslinn Kenneth Bigley hefur nú verið færður í hald annars hóps í Írak samkvæmt því sem Paul Bigley, bróðir Kenneths, greindi fréttastofu Sky frá í morgun. Paul Bigley sagði vini í Kúveit hafa fært sér þessi tíðindi og að vonandi þýddi þetta að hægt yrði að greiða lausnargjald fyrir Kenneth Bigley.

Erlent

Einkageimflaug komst út í geim

Einkaframtakið náði nýjum hæðum í dag þegar geimflaug í einkaeign komst í yfir hundrað kílómetra hæð og þar með út í geim. Þetta er stórt skref fyrir mannkynið - í það minnsta þann hluta þess sem hefur efni á að kaupa sér far með svona flaug.

Erlent

Bjartsýnir á árangur gegn ETA

Spánverjar vonast til þess að handtökur tuttugu meðlima ETA, aðskilnaðarhreyfingar Baska, þeirra á meðal meints leiðtoga samtakanna verði til að draga allan mátt úr samtökunum.

Erlent

Hnífjafnt hjá Bush og Kerry

George W. Bush Bandaríkjaforseti og öldungadeildarþingmaðurinn John Kerry njóta jafn mikils fylgis samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups fyrir sjónvarpsstöðina CNN og dagblaðið USA Today.

Erlent

Sviku milljónahundruð af skattinum

Búlgarska lögreglan hefur handtekið sex einstaklinga sem eru grunaðir um að hafa svikið andvirði um 700 milljóna króna af skattinum. Fólkið setti upp fölsk fyrirtæki og beitti bókhaldsbrellum til að fá endurgreiddan virðisaukaskatt sem fyrirtækin höfðu aldrei greitt.

Erlent

10 látnir eftir bílsprengju

Tíu fórust og fimmtíu eru sárir eftir öfluga sprengingu sem varð í Bagdad fyrr í morgun, skammt frá græna svæðinu sem umlykur höfuðstöðvar bráðabirgðaríkisstjórnar Íraks og aðalstöðvar hersetuliðsins þar. Bíl var ekið upp að einum af hliðunum inn á græna svæðið og hann sprengdur í loft upp inni í þvögu af fólki á leið til vinnu sinnar.</font />

Erlent

Kanar fengu nóbelsverðlaun

Tveir bandarískir vísindamenn hlutu Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði fyrir rannsóknir á lyktarskyni manna. Richard Axel og Linda B. Buck leituðust við að útskýra hvernig fólk skynjar lykt og hvernig skilaboð um hana berast til heilans.

Erlent

Áhersla á þátttöku kvenna

Ein af forsendunum fyrir því að forsetakosningarnar í Afganistan á laugardag gangi upp er að konur nýti kosningarétt sinn. Í landi þar sem konur hafa notið takmarkaðra réttinda og þar sem hvort tveggja ráðamenn og óþekktir íhaldsmenn reyna að koma í veg fyrir að þær kjósi er það hægara sagt en gert.

Erlent

Margir vilja kjósa

Um 650.000 afganskir flóttamenn í Pakistan skráðu sig á kjörskrá fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í Afganistan á laugardag. Skráningin tók fjóra daga, upphaflega var gert ráð fyrir að hún tæki þrjá daga og þá skráði rúm hálf milljón manna sig. Þá var einum skráningardegi bætt við og þá skráðu hundrað þúsund manns sig.

Erlent

Stúlka 31. fórnarlambið

Rúmlega 30 manns hafa látist af völdum fuglaflensu í Taílandi og Víetnam. Níu ára stúlka varð ellefta þekkta fórnarlamb veikinnar í Taílandi og vitað er til þess að tuttugu manns hafi látið lífið af völdum sjúkdómsins í Víetnam.

Erlent

Á þriðja tug fórst í dag

Á þriðja tug fórst í sprengjuárásum í Bagdad í Írak í dag. Enginn virðist geta spornað við sífelldum árásum hryðjuverkamanna í landinu. 

Erlent

Skammaður fyrir björgunarleiðangur

Farsakennt, hryggilegt, hættulegt. Þetta eru nokkur þeirra orða sem jafnt samherjar sem andstæðingar franska þingmannsins Didier Julia nota um síðasta uppátæki hans, för hans til Miðausturlanda á eigin vegum til að bjarga tveimur Frökkum sem og sýrlenskum bílstjóra þeirra sem öllum er haldið í gíslingu í Írak.

Erlent

Forskot Bush horfið

Forskot George Bush á John Kerry er horfið samkvæmt nýrri könnun CNN og <em>USA Today</em>. Báðir frambjóðendurnir hafa fjörutíu og níu prósenta fylgi. Sé aðeins litið til skráðra kjósenda er Bush þó ennþá með forskot, 49 prósent á móti 47 prósentum.

Erlent

Draga herlið sitt frá Írak

Pólverjar ætla að draga herlið sitt frá Írak í lok næsta árs. Varnarmálaráðherra landsins greindi frá þessu í dag og eru Pólverjar þar með fyrsta þjóðin með hersveitir í Írak sem gefið hefur út tímasetningu á brotthvarfi sínu frá landinu.

Erlent

Nóbelinn fyrir rannsóknir á lykt

Bandarísku vísindamennirnir Richard Axel og Linda Buck fengu í dag Nóbelsverðlaunin í læknisfræði fyrir rannsóknir á lyktarskyni manna. Rannsóknir þeirra beinast að því hvernig lykt lifir í minni manna.

Erlent

Al-Sadr biðlar til ESB og Frakka

Sjítaklerkurinn Muqtada al-Sadr hefur beðið Evrópusambandið og frönsk stjórnvöld um að sannfæra aðrar Evrópuþjóðir um að draga herlið sitt frá Írak. Þetta kom fram í viðtali við klerkinn á líbönsku sjónvarpsstöðinni Al-Manar sem tekið var upp í gær.

Erlent

Nóbelsverðlaun fyrir fyndni

Ig-nóbelsverðlaunin voru afhent í fjórtánda skiptið síðastliðinn föstudag. Þessi nóbelsverðlaun eru veitt fyrir rannsóknir í hinum ýmsu vísindagreinum sem tekst fyrir það fyrsta að fá fólk til að hlæja, og síðan til að hugsa.

Erlent

Vann með yfirburðum

Þrír af hverjum fimm kjósendum í fyrstu beinu forsetakosningunum í Indónesíu greiddu Susilo Bamband Yudhoyono, fyrrum hershöfðingja, atkvæði sitt. Hann vann því öruggan sigur á andstæðingi sínum, forsetanum Megawati Skarnoputri, í seinni umferð kosninganna.

Erlent

Skutu flugskeytum á Palestínumenn

Ísraelskar orustuþotur skutu tveimur flugskeytum á hóp palestínskra skæruliða á Gasa-ströndinni í morgun. Hópurinn var á ferð í hverfi þar sem íslamskir bardagamenn eiga sér bakland.

Erlent

4 ára drengur á meðal fallinna

Fjögurra ára palestínskur drengur er á meðal þeirra sem féllu í árás Ísraelshers á skæruliða á sunnanverðri Gasaströnd í dag. Hann stóð í dyragættinni heima hjá sér þegar fallbyssuskothríð frá skriðdrekum varð honum að fjörtjóni.

Erlent

Spenna komin í kapphlaupið

Spenna hefur á ný færst í kapphlaupið um Hvíta húsið. Kannanir benda til þess að John Kerry hafi sótt verulega á í kjölfar kappræðna við George Bush í síðustu viku.

Erlent

Ein gusa í gær

Eldfjallið Sankti Helena í Washingtonríki í Bandaríkjunum sendi frá sér eina gusu í gær sem að mestu samanstóð af ösku, gufu og reyk. Jarðvísindamenn eru tvístígandi hvort von sé á frekari umbrotum næstu daga.

Erlent

Svíar loka kjarnorkuveri

Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að loka kjarnorkuverinu Barsebeck við Eyrarsund. Fyrir fimm árum var öðrum ofni versins lokað og nú hefur ríkisstjórnin náð samkomulagi við Miðflokkinn og Vinstriflokkinn um að loka verinu með öllu.

Erlent

Gíslataka í fangelsi í Svíþjóð

Mikið uppnám varð í fangelsi í Norrtelja í Svíþjóð í nótt þegar fangi þar tók samfanga sinn sem gísl. Báðir eru mennirnir dæmdir morðingjar. Gíslatökumaðurinn hótaði að drepa gíslinn yrði honum ekki sleppt úr fangelsinu.

Erlent

Hrottaleg árás í Svíþjóð

Áköf leit stendur nú yfir í Svíþjóð að tveimur mönnum sem stungu konu á fertugaldri til bana í fyrrakvöld og stungu augun úr eiginmanni hennar. Hjónin ráku veitingastað í miðbæ Málmeyjar og var konan að tæma peninga úr spilakössum þegar mennirnir létu til skarar skríða. Tveir synir hennar, átta og tíu ára, urðu vitni að atburðinum.

Erlent

Tannlæknakostnaður tvöfaldast

Tannlæknakostnaður Svía hefur tvöfaldast á síðustu sex árum en þá var verðlagning á þjónustu tannlækna gefin frjáls. Þetta er mun meiri verðhækkun en á annarri þjónustu á sama tímabili samkvæmt opinberum tölum.

Erlent

Réttað yfir stjórnvöldum

Réttarhöld eru hafin vegna lögsóknar níu grunaðra hryðjuverkamanna á hendur breskum stjórnvöldum. Mennirnir voru hnepptir í varðhald án undangengins dóms en krefjast þess nú að verða leystir úr haldi þar sem fangelsisvist þeirra brjóti gegn grundvallaratriðum lýðræðis og réttarreglu.

Erlent

Ákærðir fyrir að þiggja mútur

Starfsmenn sænsku áfengiseinkasölunnar sem þegið hafa mútur að andvirði allt að einni milljón íslenskra króna frá heildsölum eiga nú yfir höfði sér ákæru. Alls er um að ræða 77 starfsmenn sem hver um sig hefur þegið mútur að andvirði rúmra 30 þúsund íslenskra króna eða meira.

Erlent