Erlent Ísrael á krossgötum Ísraelar þurftu að stíga sársaukafull skref til að vinna að friði, sagði Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, á fundi í Jerúsalem með Samtökum erlendra fréttamanna. Hann vísaði til ákvörðunar sinnar um að leggja niður byggðir landtökumanna á Gaza og hluta Vesturbakkans. Erlent 15.2.2005 00:01 Deila um vegatálma Ísraelskir og palestínskir samningamenn deildu í gær um hvernig staðið skyldi að brottför Ísraelshers frá Jeríkó á Vesturbakkanum og hvað gera skyldi við vegatálma og hersveitir í nágrenni borgarinnar. Erlent 15.2.2005 00:01 Skatturinn rannsakar Pinochet Skattayfirvöld í Chile hafa sett aukinn kraft í rannsókn á skattamálum Augusto Pinochet, fyrrum forseta landsins. Skattayfirvöld hyggjast fara í gegnum skattframtal Pinochet síðustu tuttugu árin til að rannsaka hvort hann hafi svikið undan skatti. Erlent 15.2.2005 00:01 Prestur dæmdur fyrir kynferðisbrot Dómari dæmdi í dag fyrrverandi kaþólskan prest sem starfaði í Boston í Bandaríkjunum í 12 ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað ungum dreng og beitt hann kynferðisofbeldi á níunda áratugnum. Málið er angi af miklu kynlífshneyksli innan kaþólsku kirkjunnar sem komst í hámæli árið 2002, en þá voru margir prestar í erkibiskupsdæminu í Boston sakaðir um að hafa beitt unga drengi kynferðisofbeldi. Erlent 15.2.2005 00:01 Tónlist hlaðin niður í farsíma Innan tíðar verða gemsar færir um að leika tónlist eins og mp-3 spilarar. Nokia, Microsoft og Loudeye greindu í gær frá því að þau hygðust hefja samstarf um þróun næstu kynslóðar farsíma. Sú kynslóð mun gera farsímafyrirtækjum fært að bjóða áskrifendum sínum tónlist sem hægt er að hlaða niður. Erlent 15.2.2005 00:01 Annar maður með nýtt HIV-afbrigði? Óttast er að nýtt afbrigði HIV-veirunnar, sem greint var í New York í síðustu viku, hafi fundist í karlmanni í San Diego á vesturströnd Bandaríkjanna. Heilbrigðisyfirvöld þar segja líkur á að hann sé með sama stofn og maður sem greindist HIV-jákvæður í New York. Erlent 15.2.2005 00:01 Ánægjulegir endurfundir Örvæntingarfullri leit indónesískrar konu að tíu ára gömlum syni sínum sem týndist eftir hamfaraflóðin á annan dag jóla er loksins lokið. Tilviljun réði því að mæðginin sameinuðust á ný. Erlent 15.2.2005 00:01 Kreppa og reiði í stað friðar Líbanski herinn er í viðbragðsstöðu eftir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra í gær. Þar sem áður ríkti friður og uppbygging var áberandi er í dag stjórnmálakreppa og reiði. Erlent 15.2.2005 00:01 Mikið manntjón í eldsvoða Að minnsta kosti 59 manns biðu bana í miklum eldsvoða sem kom upp í bænarhúsi í Teheran í Íran í gærkvöldi. Eldurinn virðist hafa kviknað þegar slæða konu sem var við bænir lenti í gasolíuhitara. Meira en fjögur hundruð manns voru inni í moskunni þegar eldurinn kom upp og greip þegar um sig mikil skelfing. Erlent 15.2.2005 00:01 Fimmtíu slasaðir eftir lestarslys Flytja þurfti fimmtíu manns á sjúkrahús í Kaupmannahöfn eftir að tvær lestir skullu saman á brautarstöðinni í Lyngby, úthverfi höfuðborgarinnar, um hádegisbilið í gær. Tveir eru alvarlega slasaðir, annar þeirra er lestarstjóri annarrar lestarinnar. Erlent 15.2.2005 00:01 Óttast frekari árásir í Líbanon Líbanski herinn er í viðbragðsstöðu eftir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, í gær. Stjórnvöld í landinu óttast frekari árásir og ætla að beita öllum tiltækum ráðum til þess að koma í veg fyrir að borgarastyrjöld hefjist í landinu á nýjan leik. Erlent 15.2.2005 00:01 Bush boðar hörku George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hvatti í gær Bandaríkjaþing til að framlengja gildistíma föðurlandslaganna svonefndu vegna þýðingar þeirra í baráttunni gegn hryðjuverkum. Þetta sagði hann við innsetningarathöfn Alberto Gonzales, nýskipaðs dómsmálaráðherra. Erlent 15.2.2005 00:01 Yfir 200 létust í námuslysi í Kína Meira en tvö hundruð manns létust í sprengingu í námu í norðurhluta Kína í gær. Rúmlega tuttugu slösuðust og þrettán eru enn fastir inni í námunni. Óhöpp af þessu tagi eru gríðarlega algeng í Kína og þannig létust meira en 4000 manns í sambærilegum sprengingum á síðasta ári í landinu. Erlent 15.2.2005 00:01 Skemmdu olíuleiðslur í Kirkuk Uppreisnarmenn skemmdu í gærkvöldi gas- og olíuleiðslur í borginni Kirkuk í Írak. Tvær stórar sprengingar urðu í kjölfarið og í morgun voru slökkviliðsmenn enn að reyna að ráða niðurlögum mikilla elda sem brutust út vegna skemmdarverkanna. Erlent 14.2.2005 00:01 Íranir sverja af sér sakir Írönsk stjórnvöld eru ekki að þróa kjarnorkuvopn að sögn Kamel Kharrazi, utanríkisráðherra Írans. Bandarískt stjórnvöld og Evrópusambandið hafa haft miklar áhyggjur af kjarnorkuáætlun Írana. Erlent 14.2.2005 00:01 Óttast að nýr stofn breiðist út Nýr og ógnvekjandi stofn HIV-veirunnar var greindur í New York í síðustu viku. Engin lyf virðast duga á veiruna og hún leiðir til alnæmis mun hraðar en þekkst hefur hingað til. Óttast er að nýr stofn lyfjaónæmrar HIV-veiru breiðist nú út. Erlent 14.2.2005 00:01 Öngþveiti í Madrid Loka þurfti götum kringum háhýsið sem brann til kaldra kola í Madríd um helgina. Samgöngur lömuðust og fleiri þúsundir komust ekki til vinnu sinnar þar sem hætta var á að turninn félli alveg saman. </font /></b /> Erlent 14.2.2005 00:01 Hariri lést í sprengingu í Beirút Raffik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanon, lést þegar öflug bílsprengja sprakk í miðborg Beirútar í dag. Að minnsta kosti níu létust og tugir slösuðust. Mikill reykjarmökkur steig til himins frá bíl sem var sprengdur í tætlur þegar bílalest forsætisráðherrans fyrrverandi ók þar hjá. Erlent 14.2.2005 00:01 Vill auka vægi ESB innan NATO Hætta er á að Atlantshafsbandalagið verði úrelt verði ekki brugðist við, að mati Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands. Hann kynnti um helgina hugmyndir sem auka vægi Evrópusambandsins og ýta öðrum þjóðum, þar á meðal Íslandi, út á jaðarinn. Erlent 14.2.2005 00:01 Særður eftir árás á hermann Ísraelskir hermenn særðu Palestínumann sem reyndi að stinga hermann í borginni Hebron á Vesturbakkanum í morgun. Samkvæmt ísraelska hernum kom maðurinn að einni eftirlitsstöð hersins í Hebron og reyndi að stinga hermanninn en hann náði að ýta árásarmanninum frá sér. Í kjölfarið skutu félagar hermannsins manninn og er hann samkvæmt ísraelska útvarpinu í lífshættu. Erlent 14.2.2005 00:01 Mesta árás frá styrjaldarlokum Gríðaröflug sprengja kostaði þrettán lífið í Líbanon í dag, en þetta er mannskæðasta árás þar síðan að borgarastyrjöldinni lauk. Íslamskur öfgahópur lýsti tilræðinu á hendur sér. Erlent 14.2.2005 00:01 Lestarslys í Kaupmannahöfn Talið er að um tuttugu hafi slasast, þar af tveir alvarlega, eftir lestarslys norðan við Lyngby-járnbrautarstöðina í Kaupmannahöfn fyrir stundu. Slysið var þegar lest á leið í suðurátt ók inn í hliðina á kyrrstæðri lest við norðurenda stöðvarinnar. Að sögn <em>Berlingske Tidende</em> eru lestarstjórarnir tveir mest slasaðir. Erlent 14.2.2005 00:01 Myrti einn kennara og særði annan Nú er komið í ljós að japanski drengurinn sem réðst vopnaður hnífi inn í barnaskóla í bænum Neyjagawa skammt frá Osaka í Japan myrti 52 ára kennara. Þá særði drengurinn tvo aðra alvarlega með hnífi, sextuga kennslukonu sem er talin í lífshættu og starfsmann mötuneytis. Erlent 14.2.2005 00:01 Komust burt með tíu milljónir Bankaræningjar komust undan með andvirði tíu milljóna íslenskra króna eftir bankarán í miðborg Kaupmannahafnar í morgun. Ræningjarnir voru tveir og hótuðu starfsfólki með skammbyssu og afsagaðri haglabyssu. Þeir voru í bankanum í tæpa klukkustund og yfirheyrðu starfsfólkið hvert í sínu lagi um hver hefði aðgang að bankahólfum. Erlent 14.2.2005 00:01 Windsor-byggingin ekki endurreist Háhýsið sem brann í Madríd á Spáni um helgina er rústir einar, en það tók slökkviliðið sólarhring að slökkva eldinn. Windsor-byggingin er 32 hæða en lítið stendur eftir annað en burðarveggir. Byggingin var þekkt í Madríd en ekki er búist við því að hún verði endurreist. Svæðið í kring er enn lokað af þar sem óttast er að byggingin hrynji. Ekki liggur enn fyrir hvað olli brunanum. Erlent 14.2.2005 00:01 Rauð blóm bönnuð í Sádi-Arabíu Vesturlandabúar tjá margir hverjir ást sína með rauðum rósum á Valentínusardaginn, sem er í dag. Í Sádi-Arabíu er hins vegar með öllu bannað að selja rauð blóm í kringum þennan dag elskenda. Strangtrúaðir múslímar eru í herferð gegn þessum degi því samkvæmt þeirra sannfæringu eru aðeins tvær trúarhátíðir á ári, hátíðarhöld eftir föstuna og Haj-pílagrímaförin. Erlent 14.2.2005 00:01 Nýtt afbrigði af HIV-veirunni Nýtt afbrigði af HIV-veirunni, sem lyf bíta ekki á, fannst í manni í New York í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Það sem sérfræðingar óttast mest við þetta nýja afbrigði er að það virðist leiða mun fljótar til alnæmis en veiran gerir alla jafna. Ámóta afbrigði veirunnar hefur áður fundist en aldrei í þeirri mynd að ekki sé hægt að halda henni niðri með lyfjum. Erlent 14.2.2005 00:01 Setja á fót norræna sjónvarpsstöð Íslenskir kvikmyndaframleiðendur eru í hópi þeirra sem standa að stofnun sjónvarpsstöðvarinnar Skandinavíu sem á að sjónvarpa norrænu sjónvarpsefni og kvikmyndum. Að sögn danska blaðsins <em>Politiken</em> standa alls 52 aðilar á Norðurlöndum að stöðinni og verður útsendingartími hennar frá klukkan þrjú á daginn til klukkan eitt eftir miðnætti. Erlent 14.2.2005 00:01 Vill endurskoða starf innan NATO Hætta er á að Atlantshafsbandalagið verði úrelt verði ekki brugðist við, að mati Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands. Hann telur nauðsynlegt að koma á fót nýjum vettvangi til að samhæfa stefnu og aðgerðir stjórnvalda í Washington og Evrópusambandsins. Schröder er einnig á því að Evrópusambandið eigi að hafa meiri völd í bandalaginu. Erlent 14.2.2005 00:01 Sannfærður um að deilum sé lokið Mahmoud Abbas, nýkjörinn leiðtogi Palestínumanna, segist sannfærður um að langvinnum deilum Palestínumanna og Ísraelsmanna sé í raun lokið. Í viðtali við bandaríska dagblaðið <em>New York Times</em> í gær sagði Abbas að málflutningur Ariels Sharons í garð Palestínumanna væri gjörbreyttur og að í sameiningu væru leiðtogarnir tveir staðráðnir í að binda enda á ófriðinn. Erlent 14.2.2005 00:01 « ‹ ›
Ísrael á krossgötum Ísraelar þurftu að stíga sársaukafull skref til að vinna að friði, sagði Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, á fundi í Jerúsalem með Samtökum erlendra fréttamanna. Hann vísaði til ákvörðunar sinnar um að leggja niður byggðir landtökumanna á Gaza og hluta Vesturbakkans. Erlent 15.2.2005 00:01
Deila um vegatálma Ísraelskir og palestínskir samningamenn deildu í gær um hvernig staðið skyldi að brottför Ísraelshers frá Jeríkó á Vesturbakkanum og hvað gera skyldi við vegatálma og hersveitir í nágrenni borgarinnar. Erlent 15.2.2005 00:01
Skatturinn rannsakar Pinochet Skattayfirvöld í Chile hafa sett aukinn kraft í rannsókn á skattamálum Augusto Pinochet, fyrrum forseta landsins. Skattayfirvöld hyggjast fara í gegnum skattframtal Pinochet síðustu tuttugu árin til að rannsaka hvort hann hafi svikið undan skatti. Erlent 15.2.2005 00:01
Prestur dæmdur fyrir kynferðisbrot Dómari dæmdi í dag fyrrverandi kaþólskan prest sem starfaði í Boston í Bandaríkjunum í 12 ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað ungum dreng og beitt hann kynferðisofbeldi á níunda áratugnum. Málið er angi af miklu kynlífshneyksli innan kaþólsku kirkjunnar sem komst í hámæli árið 2002, en þá voru margir prestar í erkibiskupsdæminu í Boston sakaðir um að hafa beitt unga drengi kynferðisofbeldi. Erlent 15.2.2005 00:01
Tónlist hlaðin niður í farsíma Innan tíðar verða gemsar færir um að leika tónlist eins og mp-3 spilarar. Nokia, Microsoft og Loudeye greindu í gær frá því að þau hygðust hefja samstarf um þróun næstu kynslóðar farsíma. Sú kynslóð mun gera farsímafyrirtækjum fært að bjóða áskrifendum sínum tónlist sem hægt er að hlaða niður. Erlent 15.2.2005 00:01
Annar maður með nýtt HIV-afbrigði? Óttast er að nýtt afbrigði HIV-veirunnar, sem greint var í New York í síðustu viku, hafi fundist í karlmanni í San Diego á vesturströnd Bandaríkjanna. Heilbrigðisyfirvöld þar segja líkur á að hann sé með sama stofn og maður sem greindist HIV-jákvæður í New York. Erlent 15.2.2005 00:01
Ánægjulegir endurfundir Örvæntingarfullri leit indónesískrar konu að tíu ára gömlum syni sínum sem týndist eftir hamfaraflóðin á annan dag jóla er loksins lokið. Tilviljun réði því að mæðginin sameinuðust á ný. Erlent 15.2.2005 00:01
Kreppa og reiði í stað friðar Líbanski herinn er í viðbragðsstöðu eftir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra í gær. Þar sem áður ríkti friður og uppbygging var áberandi er í dag stjórnmálakreppa og reiði. Erlent 15.2.2005 00:01
Mikið manntjón í eldsvoða Að minnsta kosti 59 manns biðu bana í miklum eldsvoða sem kom upp í bænarhúsi í Teheran í Íran í gærkvöldi. Eldurinn virðist hafa kviknað þegar slæða konu sem var við bænir lenti í gasolíuhitara. Meira en fjögur hundruð manns voru inni í moskunni þegar eldurinn kom upp og greip þegar um sig mikil skelfing. Erlent 15.2.2005 00:01
Fimmtíu slasaðir eftir lestarslys Flytja þurfti fimmtíu manns á sjúkrahús í Kaupmannahöfn eftir að tvær lestir skullu saman á brautarstöðinni í Lyngby, úthverfi höfuðborgarinnar, um hádegisbilið í gær. Tveir eru alvarlega slasaðir, annar þeirra er lestarstjóri annarrar lestarinnar. Erlent 15.2.2005 00:01
Óttast frekari árásir í Líbanon Líbanski herinn er í viðbragðsstöðu eftir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, í gær. Stjórnvöld í landinu óttast frekari árásir og ætla að beita öllum tiltækum ráðum til þess að koma í veg fyrir að borgarastyrjöld hefjist í landinu á nýjan leik. Erlent 15.2.2005 00:01
Bush boðar hörku George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hvatti í gær Bandaríkjaþing til að framlengja gildistíma föðurlandslaganna svonefndu vegna þýðingar þeirra í baráttunni gegn hryðjuverkum. Þetta sagði hann við innsetningarathöfn Alberto Gonzales, nýskipaðs dómsmálaráðherra. Erlent 15.2.2005 00:01
Yfir 200 létust í námuslysi í Kína Meira en tvö hundruð manns létust í sprengingu í námu í norðurhluta Kína í gær. Rúmlega tuttugu slösuðust og þrettán eru enn fastir inni í námunni. Óhöpp af þessu tagi eru gríðarlega algeng í Kína og þannig létust meira en 4000 manns í sambærilegum sprengingum á síðasta ári í landinu. Erlent 15.2.2005 00:01
Skemmdu olíuleiðslur í Kirkuk Uppreisnarmenn skemmdu í gærkvöldi gas- og olíuleiðslur í borginni Kirkuk í Írak. Tvær stórar sprengingar urðu í kjölfarið og í morgun voru slökkviliðsmenn enn að reyna að ráða niðurlögum mikilla elda sem brutust út vegna skemmdarverkanna. Erlent 14.2.2005 00:01
Íranir sverja af sér sakir Írönsk stjórnvöld eru ekki að þróa kjarnorkuvopn að sögn Kamel Kharrazi, utanríkisráðherra Írans. Bandarískt stjórnvöld og Evrópusambandið hafa haft miklar áhyggjur af kjarnorkuáætlun Írana. Erlent 14.2.2005 00:01
Óttast að nýr stofn breiðist út Nýr og ógnvekjandi stofn HIV-veirunnar var greindur í New York í síðustu viku. Engin lyf virðast duga á veiruna og hún leiðir til alnæmis mun hraðar en þekkst hefur hingað til. Óttast er að nýr stofn lyfjaónæmrar HIV-veiru breiðist nú út. Erlent 14.2.2005 00:01
Öngþveiti í Madrid Loka þurfti götum kringum háhýsið sem brann til kaldra kola í Madríd um helgina. Samgöngur lömuðust og fleiri þúsundir komust ekki til vinnu sinnar þar sem hætta var á að turninn félli alveg saman. </font /></b /> Erlent 14.2.2005 00:01
Hariri lést í sprengingu í Beirút Raffik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanon, lést þegar öflug bílsprengja sprakk í miðborg Beirútar í dag. Að minnsta kosti níu létust og tugir slösuðust. Mikill reykjarmökkur steig til himins frá bíl sem var sprengdur í tætlur þegar bílalest forsætisráðherrans fyrrverandi ók þar hjá. Erlent 14.2.2005 00:01
Vill auka vægi ESB innan NATO Hætta er á að Atlantshafsbandalagið verði úrelt verði ekki brugðist við, að mati Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands. Hann kynnti um helgina hugmyndir sem auka vægi Evrópusambandsins og ýta öðrum þjóðum, þar á meðal Íslandi, út á jaðarinn. Erlent 14.2.2005 00:01
Særður eftir árás á hermann Ísraelskir hermenn særðu Palestínumann sem reyndi að stinga hermann í borginni Hebron á Vesturbakkanum í morgun. Samkvæmt ísraelska hernum kom maðurinn að einni eftirlitsstöð hersins í Hebron og reyndi að stinga hermanninn en hann náði að ýta árásarmanninum frá sér. Í kjölfarið skutu félagar hermannsins manninn og er hann samkvæmt ísraelska útvarpinu í lífshættu. Erlent 14.2.2005 00:01
Mesta árás frá styrjaldarlokum Gríðaröflug sprengja kostaði þrettán lífið í Líbanon í dag, en þetta er mannskæðasta árás þar síðan að borgarastyrjöldinni lauk. Íslamskur öfgahópur lýsti tilræðinu á hendur sér. Erlent 14.2.2005 00:01
Lestarslys í Kaupmannahöfn Talið er að um tuttugu hafi slasast, þar af tveir alvarlega, eftir lestarslys norðan við Lyngby-járnbrautarstöðina í Kaupmannahöfn fyrir stundu. Slysið var þegar lest á leið í suðurátt ók inn í hliðina á kyrrstæðri lest við norðurenda stöðvarinnar. Að sögn <em>Berlingske Tidende</em> eru lestarstjórarnir tveir mest slasaðir. Erlent 14.2.2005 00:01
Myrti einn kennara og særði annan Nú er komið í ljós að japanski drengurinn sem réðst vopnaður hnífi inn í barnaskóla í bænum Neyjagawa skammt frá Osaka í Japan myrti 52 ára kennara. Þá særði drengurinn tvo aðra alvarlega með hnífi, sextuga kennslukonu sem er talin í lífshættu og starfsmann mötuneytis. Erlent 14.2.2005 00:01
Komust burt með tíu milljónir Bankaræningjar komust undan með andvirði tíu milljóna íslenskra króna eftir bankarán í miðborg Kaupmannahafnar í morgun. Ræningjarnir voru tveir og hótuðu starfsfólki með skammbyssu og afsagaðri haglabyssu. Þeir voru í bankanum í tæpa klukkustund og yfirheyrðu starfsfólkið hvert í sínu lagi um hver hefði aðgang að bankahólfum. Erlent 14.2.2005 00:01
Windsor-byggingin ekki endurreist Háhýsið sem brann í Madríd á Spáni um helgina er rústir einar, en það tók slökkviliðið sólarhring að slökkva eldinn. Windsor-byggingin er 32 hæða en lítið stendur eftir annað en burðarveggir. Byggingin var þekkt í Madríd en ekki er búist við því að hún verði endurreist. Svæðið í kring er enn lokað af þar sem óttast er að byggingin hrynji. Ekki liggur enn fyrir hvað olli brunanum. Erlent 14.2.2005 00:01
Rauð blóm bönnuð í Sádi-Arabíu Vesturlandabúar tjá margir hverjir ást sína með rauðum rósum á Valentínusardaginn, sem er í dag. Í Sádi-Arabíu er hins vegar með öllu bannað að selja rauð blóm í kringum þennan dag elskenda. Strangtrúaðir múslímar eru í herferð gegn þessum degi því samkvæmt þeirra sannfæringu eru aðeins tvær trúarhátíðir á ári, hátíðarhöld eftir föstuna og Haj-pílagrímaförin. Erlent 14.2.2005 00:01
Nýtt afbrigði af HIV-veirunni Nýtt afbrigði af HIV-veirunni, sem lyf bíta ekki á, fannst í manni í New York í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Það sem sérfræðingar óttast mest við þetta nýja afbrigði er að það virðist leiða mun fljótar til alnæmis en veiran gerir alla jafna. Ámóta afbrigði veirunnar hefur áður fundist en aldrei í þeirri mynd að ekki sé hægt að halda henni niðri með lyfjum. Erlent 14.2.2005 00:01
Setja á fót norræna sjónvarpsstöð Íslenskir kvikmyndaframleiðendur eru í hópi þeirra sem standa að stofnun sjónvarpsstöðvarinnar Skandinavíu sem á að sjónvarpa norrænu sjónvarpsefni og kvikmyndum. Að sögn danska blaðsins <em>Politiken</em> standa alls 52 aðilar á Norðurlöndum að stöðinni og verður útsendingartími hennar frá klukkan þrjú á daginn til klukkan eitt eftir miðnætti. Erlent 14.2.2005 00:01
Vill endurskoða starf innan NATO Hætta er á að Atlantshafsbandalagið verði úrelt verði ekki brugðist við, að mati Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands. Hann telur nauðsynlegt að koma á fót nýjum vettvangi til að samhæfa stefnu og aðgerðir stjórnvalda í Washington og Evrópusambandsins. Schröder er einnig á því að Evrópusambandið eigi að hafa meiri völd í bandalaginu. Erlent 14.2.2005 00:01
Sannfærður um að deilum sé lokið Mahmoud Abbas, nýkjörinn leiðtogi Palestínumanna, segist sannfærður um að langvinnum deilum Palestínumanna og Ísraelsmanna sé í raun lokið. Í viðtali við bandaríska dagblaðið <em>New York Times</em> í gær sagði Abbas að málflutningur Ariels Sharons í garð Palestínumanna væri gjörbreyttur og að í sameiningu væru leiðtogarnir tveir staðráðnir í að binda enda á ófriðinn. Erlent 14.2.2005 00:01