Óttast að nýr stofn breiðist út 14. febrúar 2005 00:01 Nýr og ógnvekjandi stofn HIV-veirunnar var greindur í New York í síðustu viku. Engin lyf virðast duga á veiruna og hún leiðir til alnæmis mun hraðar en þekkst hefur hingað til. Óttast er að nýr stofn lyfjaónæmrar HIV-veiru breiðist nú út. Tíðindin hafa valdið nokkrum usla, einkum í New York þar sem afbrigðið fannst. Það var maður á fimmtugsaldri sem greindur var en hann hafði haft mök við hundruð annarra karlmanna án þess að nota verju. Því er hættan á að veiran hafi breiðst út töluverð. Sérfræðingar þar í borg segja hugsanlegt að hér sé um mikinn vanda að ræða. Þau lyf, sem hingað til hafa getað slegið á veiruna, duga ekki gegn þessu afbrigði auk þess sem það leiðir til alnæmis á mun skemmri tíma en þau afbrigði HIV-veirunnar sem þekkst hafa hingað til. Maðurinn er talinn hafa veikst á tveimur mánuðum en hingað til hefur tekist að halda veirunni niðri í allt að áratug. Þetta og lyfjaónæmið boða ekki gott, að mati bandarísku sérfræðinganna. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir að menn velti fyrir sér hvort um nýtt, stökkbreytt afbrigði af HIV-veirunni sé að ræða. Maðurinn sem hafi smitast hafi ekki verið í neinni lyfjameðferð þannig að hann hafi fengið veiruna frá einhverjum öðrum sem væntanlega hafi notað mikið af lyfjum. Hugsanlegt sé að þannig hafi veiran breyst og orðið ónæm eða þá að um hreina stökkbreytingu sé að ræða og nýja tegund af veirunni. Spurður hvort ástæða sé að hafa áhyggjur af málunum líkt og alnæmisfræðingar í New York hafa svarar Haraldur játandi. Sóttvarnalæknar hafi lengi haft áhyggjur af þróun sýklalyfjaónæmis bæði hjá bakteríum og veirum og þetta sé einn anginn af því. Sem betur fer sé þetta mjög sjaldæft hjá þeim sem ekki hafi verið í meðferð áður en þegar tilvik eins og þetta komi upp auki það á áhyggjur manna. Í bandarískum fjölmiðlum deila þarlendir sérfræðingar um það hvort hægt sé að draga þá ályktun að þetta afbrigði veirunnar leiði til dauða á skemmri tíma en þau sem áður hafa þekkst. Robert Gallo, einn þeirra sem uppgötvaði HIV-veiruna á sínum tíma, er til að mynda á því að engar sannanir liggi fyrir því að hér sé stökkbreytt, ónæmt afbrigði á ferð. Haraldur er engu að síður á því að rétt sé að hafa varann á. Með tímanum gæti það komið til þess að fólk sem náð hafi bata með lyfjameðferð fari að veikjast aftur. Yfirmaður heilbrigðismála í New York segir tíðindin grafalvarleg og voru um helgina gefin út fyrirmæli til allra heilbrigðisstofnana um að taka þá sem nýlega voru greindir til nánari skoðunar til að ganga úr skugga um að þeir séu ekki með þetta nýja afbrigði. Finnist fleiri sýktir af sama afbrigði er ljóst að hættan á faraldri er margföld. Þó að þessi nýi stofn HIV-veiru hafi ekki greinst hér á landi segir Haraldur Briem fulla ástæðu til að vera á verði og leggur áherslu á smokkinn og skynsemi. Þannig megi forðast bæði HIV-smit og fleiri kynsjúkdóma. Erlent Fréttir Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira
Nýr og ógnvekjandi stofn HIV-veirunnar var greindur í New York í síðustu viku. Engin lyf virðast duga á veiruna og hún leiðir til alnæmis mun hraðar en þekkst hefur hingað til. Óttast er að nýr stofn lyfjaónæmrar HIV-veiru breiðist nú út. Tíðindin hafa valdið nokkrum usla, einkum í New York þar sem afbrigðið fannst. Það var maður á fimmtugsaldri sem greindur var en hann hafði haft mök við hundruð annarra karlmanna án þess að nota verju. Því er hættan á að veiran hafi breiðst út töluverð. Sérfræðingar þar í borg segja hugsanlegt að hér sé um mikinn vanda að ræða. Þau lyf, sem hingað til hafa getað slegið á veiruna, duga ekki gegn þessu afbrigði auk þess sem það leiðir til alnæmis á mun skemmri tíma en þau afbrigði HIV-veirunnar sem þekkst hafa hingað til. Maðurinn er talinn hafa veikst á tveimur mánuðum en hingað til hefur tekist að halda veirunni niðri í allt að áratug. Þetta og lyfjaónæmið boða ekki gott, að mati bandarísku sérfræðinganna. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir að menn velti fyrir sér hvort um nýtt, stökkbreytt afbrigði af HIV-veirunni sé að ræða. Maðurinn sem hafi smitast hafi ekki verið í neinni lyfjameðferð þannig að hann hafi fengið veiruna frá einhverjum öðrum sem væntanlega hafi notað mikið af lyfjum. Hugsanlegt sé að þannig hafi veiran breyst og orðið ónæm eða þá að um hreina stökkbreytingu sé að ræða og nýja tegund af veirunni. Spurður hvort ástæða sé að hafa áhyggjur af málunum líkt og alnæmisfræðingar í New York hafa svarar Haraldur játandi. Sóttvarnalæknar hafi lengi haft áhyggjur af þróun sýklalyfjaónæmis bæði hjá bakteríum og veirum og þetta sé einn anginn af því. Sem betur fer sé þetta mjög sjaldæft hjá þeim sem ekki hafi verið í meðferð áður en þegar tilvik eins og þetta komi upp auki það á áhyggjur manna. Í bandarískum fjölmiðlum deila þarlendir sérfræðingar um það hvort hægt sé að draga þá ályktun að þetta afbrigði veirunnar leiði til dauða á skemmri tíma en þau sem áður hafa þekkst. Robert Gallo, einn þeirra sem uppgötvaði HIV-veiruna á sínum tíma, er til að mynda á því að engar sannanir liggi fyrir því að hér sé stökkbreytt, ónæmt afbrigði á ferð. Haraldur er engu að síður á því að rétt sé að hafa varann á. Með tímanum gæti það komið til þess að fólk sem náð hafi bata með lyfjameðferð fari að veikjast aftur. Yfirmaður heilbrigðismála í New York segir tíðindin grafalvarleg og voru um helgina gefin út fyrirmæli til allra heilbrigðisstofnana um að taka þá sem nýlega voru greindir til nánari skoðunar til að ganga úr skugga um að þeir séu ekki með þetta nýja afbrigði. Finnist fleiri sýktir af sama afbrigði er ljóst að hættan á faraldri er margföld. Þó að þessi nýi stofn HIV-veiru hafi ekki greinst hér á landi segir Haraldur Briem fulla ástæðu til að vera á verði og leggur áherslu á smokkinn og skynsemi. Þannig megi forðast bæði HIV-smit og fleiri kynsjúkdóma.
Erlent Fréttir Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira