Innlent

Fréttamynd

„Gamla góða Ís­land, bara betra“

Formaður Miðflokksins segir velgengi flokksins í skoðanakönnun vera „pólitískri vakningu“ að þakka. Flokkurinn standi á þeirri gömlu miðju og berst fyrir gamla góða Íslandi, bara betra. Hann ræddi áherslumál Miðflokksins í Sprengisandi í morgun.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Gróður farinn að grænka fyrir norðan

Á Akureyri hafa þau undur og stórmerki átt sér stað að gróður er farinn að grænka milli jóla og nýárs. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir að óvenju hlýtt hafi verið í bænum síðustu daga og nokkrir runnar farnir að grænka örlítið.

Innlent
Fréttamynd

Ferða­kostnaður for­setans rúmar tuttugu milljónir

Kostnaður forsetaembættisins vegna opinberra heimsókna forsetans frá embættistöku nemur yfir tuttugu milljónum króna en enn eiga eftir að berast reikningar vegna Finnlandsferðar. Alls hafa um hundrað og tuttugu fyrirtæki og stofnanir verið með forsetanum í för. Sum þeirra hafa farið í allar ferðirnar nema eina.

Innlent
Fréttamynd

Til­hæfu­laus líkams­á­rás í annað sinn og enginn kom til að­stoðar

Leiðsögumaður var á göngu nálægt heimili sínu í Laugardalnum í Reykjavík þegar ráðist var á hana af ástæðulausu. Hún biðlar til fólks að sýna umhyggju en enginn þeirra sem voru á ferli kom henni til aðstoðar eftir árásina. Þetta er í annað skipti sem ráðist hefur verið á hana í þau sjö ár sem hún hefur búið á Íslandi. 

Innlent
Fréttamynd

Keyptu að­stoð vegna leið­réttingar landsframlags og hring­ferðar ráð­herra

Kostnaður umhverfis- orku, og loftslagsráðuneytisins vegna kaupa á þjónustu frá almannatenglum og auglýsingastofum hefur numið hátt í einni milljón króna á þessu ári, sem er um fjögur hundruð þúsund krónum minna en ráðuneytið varði í slíka þjónustu í fyrra. Ráðuneytið naut meðal annars aðstoðar slíkra sérfræðinga í tengslum við hringferð ráðherra um orkumál í fyrra og vegna leiðréttingar á landsákvörðuðu framlagi Íslands gagnvart Parísarsamningnum.

Innlent
Fréttamynd

Frumkvæðisvinna lög­reglu að loka fjórum af­hendingar­stöðum

Það var að eigin frumkvæði lögreglu sem ráðist var í lokanir fjögurra verslana á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna gruns um ólöglega sölu áfengis á hátíðardögum. Forsvarsmenn fyrirtækjanna gætu átt sekt yfir höfði sér fyrir brot á reglugerð um smásölu og áfengisveitingar, að sögn Árna Friðleifssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

„Fara þarf í raun­veru­legar að­gerðir“

„Fara þarf í raunverulegar aðgerðir, sem skila raunverulegum árangri í loftlagsmálum”, segir formaður Bændasamtakanna og bætir við að það hafi verið jákvæð skref í vetur þegar veittur var fjárfestingastuðningur til ylræktarbænda til að draga úr orkukostnaði.

Innlent
Fréttamynd

Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins

Söfnun hefur verið hrundið af stað fyrir Kjartan Guðmundsson, manninn sem liggur þungt haldinn á spítala í Suður Afríku í kjölfar umferðarslyss. Maðurinn er faðir drengs í meðferð í Suður Afríku en systir drengsins og föðuramma létust í slysinu.

Innlent
Fréttamynd

Landeldi í vexti og lög­regla lokar áfengisverslunum

Samherji gæti tvöfaldast að stærð nái áform í landeldi fram að ganga að sögn forstjóra félagsins. Félagið hyggist ráðast í þrjátíu milljarða króna fjárfestingu í greininni á næstu misserum með innlendum og erlendum fjárfestum.

Innlent
Fréttamynd

Ekki talinn tengjast aukinni eld­virkni

Jaðrskjálfti af stærð 3,1 varð við Kleifarvatn laust fyrir klukkan tvö í nótt. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir skjálftann ekki tengjast auknum líkum á eldvirkni.

Innlent
Fréttamynd

Lög­regla lokaði Smá­ríkinu og Nýju vínbúðinni

Lögregla gerði rassíu á starfsstöðvar Smáríkisins og Nýju vínbúðarinnar síðdegis í dag og var þeim gert að loka afhendingarstöðum sínum. Fyrirtækin verða sektuð en lögregla sagði heimsendingar í lagi þó hátíðardagur sé.

Innlent
Fréttamynd

Stöðvuðu menn í of­beldis­hug við landa­mærin

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði menn á Keflavíkurflugvelli í vor sem voru komnir hingað til lands til að fremja ofbeldisverk. Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum segir að ekki hafi verið um að ræða hryðjuverk gegn almenningi, heldur ákveðinn ofbeldisverknað tengdan skipulagðri brotastarfsemi.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir líkams­árás í mat­salnum

Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan mann í matsal vinnubúða verktakafyrirtækis við Gufufjörð í Reykhólahreppi í febrúar síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug

„Þetta var núllpokaflug,“ var svarið sem flugfreyjurnar Edda Björk Friðriksdóttir og Eva María Hilmarsdóttir gáfu eftir lendingu Dash 8 Q400-vélar Icelandair á Akureyri þegar spurt var hvort einhverjir ælupokar voru notaðir í fluginu frá Reykjavík. Í flugstjórnarklefanum sátu þeir Jóhann Ingi Sigtryggsson flugstjóri og Egill Andri Jóhannesson flugmaður.

Innlent