„Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ „Þetta eru áhugaverðar fréttir,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir um þau tíðindi morgunsins að Bjarni Benediktsson sé nú orðinn framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann mun þá væntanlega leiða kjaraviðræður fyrir hönd SA og hitta þar fyrir, ásamt öðrum, Sólveigu Önnu sem hefur gagnrýnt Bjarna harðlega. Innlent 26.1.2026 14:09
Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Þau Eivydas Laskauskas, Kamile Radzeviciute og Egidijus Dambraukskas, sem öll eru frá Litáen, hafa þriggja ára og sex mánaða fangelsisdóma fyrir innflutning á miklu magni kókaíns, sem komið hafði verið fyrir inni í BMW-bíl. Innlent 26.1.2026 13:39
Ein í framboði og áfram formaður Sólveig Anna Jónsdóttir verður áfram formaður Eflingar stéttarfélags næstu tvö árin. Þá telst listi uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs sjálfkjörinn. Þetta varð ljóst í hádeginu eftir að engir aðrir framboðslistar bárust. Ný stjórn tekur við á aðalfundi 26. mars. Innlent 26.1.2026 12:37
Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Uppbygging Arctic Adventures á þrettán gistihýsum í Skaftafelli er í fullu samræmi við lög og reglur auk þess sem húsin í núverandi mynd endurspegla ekki endanlega ásýnd þeirra þar sem þau eru enn á byggingarstigi. Þá ku verkefnið vera í fullu samræmi við gildandi skipulag sveitarfélagsins og þau leyfi sem fyrir liggja vegna verkefnisins. Þetta segir forstjóri Arctic Adventures sem svarar gagnrýni sem fram hefur komið vegna uppbyggingar húsanna, en lögð hefur verið fram stjórnsýslukæra vegna málsins. Innlent 26.1.2026 08:36
Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja luku störfum rétt rúmlega eitt í nótt eftir eld sem kom upp í fjölbýlishúsi við Vatnsholt í Reykjanesbæ. Innlent 26.1.2026 06:48
Handtekinn grunaður um íkveikju Einn var handtekinn í gærkvöldi eða nótt, grunaður um íkveikju, þegar útkall barst vegna elds í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu. Eldurinn reyndist minniháttar en mikill reykur var í íbúðinni þar sem hann kom upp. Slökkvilið annaðist slökkvistarf en lögregla tók við vettvangnum eftir að því lauk og er málið í rannsókn. Innlent 26.1.2026 06:13
„Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ „Þetta er vonandi tímabundið ástand í Bandaríkjunum og við þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg. Og það er gömul saga og ný hvernig á að umgangast slíka. Alltaf er viss hætta á því að meðvirkni láti á sér kræla og allir fari að tipla á tánum í kringum hann.“ Innlent 26.1.2026 00:47
Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Eldur kviknaði í fjölbýlishúsi við Vatnsholt í Reykjanesbæ í kvöld. Einn var í húsinu þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang og var fluttur með sjúkrabíl til Reykavíkur. Fimmtán aðrir íbúar komust út og er búið að slökkva eldinn. Innlent 25.1.2026 23:57
Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Stífla í ánni Melsá í Ytri-Hraundal var fjarlægð í desember á síðasta ári í því augnamiði að endurheimta vatnasvæði árinnar fyrir fugla og fiska. Einnig á aðgerðin að gera sjóbirtingi kleift að ferðast upp ána. Innlent 25.1.2026 23:19
Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Farið var með ungmenni á kjörstað eftir vísindaferð í gær á vegum Vilhjálms Árnasonar, ritara Sjálfstæðisflokksins og frambjóðanda í Reykjanesbæ, þar sem boðið var upp á áfengi. Skipuleggjandi segir fólk hafa verið með lögaldur „eftir [sinni] bestu vitund.“ Innlent 25.1.2026 20:57
Loðna fundist á stóru svæði Loðna hefur fundist á stóru svæði í mælingu Hafrannsóknastofnunar sem er langt komin. Stefnt er að því að birta veiðiráðgjöf í seinni hluta þessarar viku en einungis á eftir að fara yfir takmarkað svæði út af Vestfjörðum. Innlent 25.1.2026 19:44
Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Hátt í eitt þúsund sóttu um að komast í áheyrnaprufu sem Íslenski dansflokkurinn auglýsti. Listdansstjóri segir fjölda umsókna langt um fram það sem áður hefur sést og til marks um velgengni flokksins á alþjóðavísu. Innlent 25.1.2026 16:15
Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Fjölskyldu, sem var vísað héðan úr landi skömmu eftir barnsburð, hefur verið sundrað. Móðirin er nú ein með börnin þrjú en faðirinn er fastur í lokaðri móttökustöð og tekur þátt í hungurverkfalli. Nýfæddu tvíburarnir lifa í eins konar lagalegu tómarúmi. Innlent 25.1.2026 16:12
Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Meirihluti kærðra heimilisofbeldismála og tæpur helmingur kynferðisbrotamála fellur niður í meðferð lögreglu. Talskona Stígamóta segir tölfræðina staðfesta brotalamir í kerfinu og telur þörf á nýju úrræði sem myndi fela í sér einhvers konar sáttaferli þannig að brotaþoli upplifi að gerandi axli ábyrgð. Innlent 25.1.2026 15:23
Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir val þáttastjórnanda Vikuloka á Rás 1. Hún hótar að hætta að greiða útvarpsgjaldið svari þau ekki fyrir af hverju henni sé aldrei boðið. Innlent 25.1.2026 14:48
„Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga, segist í sínu lífi hafa þurft að þola verri og harkalegri skelli en að ná ekki settu markmiði í forvali Samfylkingarinnar sem lauk í gær. Hann sóttist eftir þriðja sæti á lista flokksins en endaði í því sjöunda með 1700 atkvæði. Innlent 25.1.2026 14:16
Maðurinn er fundinn Maðurinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í dag er fundinn. Innlent 25.1.2026 13:55
Kerfið hafi brugðist Mennta- og barnamálaráðherra vill sérstaklega líta til þeirra sem hætta í framhaldsskóla, meðal annars vegna erfiðleika með lesskilning. Hún vill koma saman öllum hagsmunaaðilum menntakerfisins saman á fund. Hún og formaður Kennarasambandsins horfa til finnsku leiðarinnar. Innlent 25.1.2026 13:44
Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Berglind Ósk Guðmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Heimir Örn Árnason, sitjandi oddviti flokksins á Akureyri og formaður bæjarráðs, ætla að styðja hvort annað í komandi sveitarstjórnarkosningum. Berglind mun styðja Heimi í annað sæti lista flokksins og Heimir mun styðja að Berglind fái oddvitasætið. Innlent 25.1.2026 13:31
Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Fjármálaráðherra stefnir að því að innviðafélag um stórframkvæmdir ríkisins verði stofnað í vor. Ráðgert er að fyrstu verkefni félagsins verði Ölfusárbrú, Sundabraut og Fljótagöng. Innlent 25.1.2026 13:25
Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Flug tveggja véla, annars vegar franskrar eldsneytisvélar og hins vegar danskrar herþotu, vakti athygli einhverra landsmanna um miðjan dag í gær. Innlent 25.1.2026 13:03
„Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Stjórnmálafræðiprófessor segir Samfylkinguna hafa hafnað sitjandi oddvita og borgarstjóra í prófkjörinu í gær. Niðurstaðan sýni að ákall flokksmanna hafi verið um umskipti. Litlu munaði að ekki aðeins einum nýliða tækist að skáka sitjandi borgarstjóra heldur tveimur. Innlent 25.1.2026 12:43
Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Bjarni Halldór Janusson, fyrrverandi varaþingmaður Viðreisnar og aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, ætlar í framboð með Samfylkingunni í Reykjanesbæ. Innlent 25.1.2026 12:15
Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Stjórnmálafræðiprófessor segir Samfylkinguna hafa hafnað sitjandi oddvita og borgarstjóra í prófkjörinu í gær. Niðurstaðan sýni að ákall flokksmanna hafi verið um umskipti. Litlu munaði að ekki aðeins einum nýliða tækist að skáka sitjandi borgarstjóra heldur tveimur. Innlent 25.1.2026 11:53