Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Kaupsamningum þar sem lögaðilar eru skráðir meðal kaupenda fasteigna hefur fjölgað úr átta prósent að meðaltali það sem af ér ári, í þrettán prósent í október. Meðal annars er um að ræða kaupsamninga þar sem fjárfestingasjóðir bjóðast til að kaupa allt að fjórðungshlut í fasteignum sem þeir eru að selja. Innlent 20.11.2025 07:02
Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Hvorki íslensk lög né alþjóðasamningar sem Ísland á aðild að veita yfirvöldum hér heimild til þess að granda skipum á hafsvæðinu við landið eingöngu vegna gruns um fíkniefnasmygl. Bandaríkjastjórn hefur sprengt upp fjölda báta og drepið tugi manna í árásum á meinta smyglbáta að undanförnu. Innlent 20.11.2025 07:01
Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt vegna manns sem var sagður standa úti á miðri götu í miðborginni og trufla umferð. Hann hljóp á brott undan lögreglu en fannst skömmu síðar. Maðurinn var handtekinn, enda ekki í ástandi til að sýsla með eigin hagsmuni, segir í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar. Hann er grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna og peningaþvætti. Innlent 20.11.2025 06:44
Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Móðir drengs sem svipti sig lífi eftir margra ára baráttu við fíknivanda segir meðferðarheimili Stuðla hafa gert illt verra og að sonur sinn hafi orðið fyrir ofbeldi innan heimilisins. Úrræðaleysi og afskiptaleysi taki við eftir átján ára aldur. Innlent 19.11.2025 19:02
Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Móðir drengs sem svipti sig lífi eftir margra ára baráttu við fíknivanda segir meðferðarheimili Stuðla hafa gert illt verra og að sonur sinn hafi orðið fyrir ofbeldi innan heimilisins. Við ræðum við móðurina sem segir úrræða- og afskiptaleysi taka við eftir átján ára aldur. Innlent 19.11.2025 18:08
Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Forsætisnefnd Alþingis hefur borist formlegt erindi um mannauðsmál Ríkisendurskoðunar. Bryndís Haraldsdóttir, 1. varaforseti þingsins, staðfestir í samtali við fréttastofu að málið og gögnin séu komin til nefndarinnar. Málið sé nú á borði forseta þingsins. Innlent 19.11.2025 18:05
Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo einstaklinga í dag fyrir þjófnað í verslun Hagkaupa í Kringlunni. Alls eru fimm sem gista í fangageymslu lögreglu. Innlent 19.11.2025 17:28
Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Ásthildur Lóa Þórisdóttir, þingmaður Flokks fólksins, gagnrýndi lækkun Seðlabanka Íslands á stýrivöxtunum. Hún sagði lækkunin aumingjalega í samanburði við útgjöld sem Seðlabankinn fór í vegna breytinga á húsnæði þeirra. Innlent 19.11.2025 16:55
Framhlaup hafið í Dyngjujökli Samkvæmt GPS-hraðamælingum Jarðvísindastofnunar Háskólans er framhlaup hafið í Dyngjujökli. Dyngjujökull er þekktur framhlaupsjökull og um 20 til 30 ár líða að jafnaði á milli framhlaupa. Hann hljóp síðast fram á árunum 1998 til 2000. Veðurstofan varar við ferðum á jöklinum. Innlent 19.11.2025 14:17
Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjávarútvegsfyrirtækin Brim og Síldarvinnslan voru á meðal stærstu fjárhagslegu bakhjarla Viðreisnar í fyrra. Ráðherra flokksins lagði fram frumvarp um hækkun veiðigjalds sem varð að lögum undir hörðum mótmælum hagsmunaaðila í sjávarútvegi fyrr á þessu ári. Innlent 19.11.2025 13:30
Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Lagaprófessor og sérfræðingur í Evrópurétti við HR segir áfall að Evrópusambandið hafi stigið það skref að undanskilja Ísland og Noreg ekki verndarráðstöfunum vegna járnblendis með vísan í EES-samninginn en segir að fulltrúar Íslands hafi verið mjög áfram um að samningurinn hefði slíkan varnagla þegar verið var að búa hann til. Innlent 19.11.2025 12:57
Mun funda með Karli konungi Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, fer í embættisferð til Bretlands dagana 19.–21. nóvember 2025. Tilefni ferðarinnar er einkafundur forseta með Karli 3. Bretakonungi í Buckinghamhöll fimmtudaginn 20. nóvember. Innlent 19.11.2025 11:38
Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Í hádegisfréttum fjöllum við um þá ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að lækka meginvexti bankans. Innlent 19.11.2025 11:31
Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Samfylkingin í Reykjavík mun halda prófkjör um sex efstu sætin í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarfélaganna í Reykjavík í fyrradag. Innlent 19.11.2025 11:14
Skora á Lilju eftir hörfun Einars Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur skorar á Lilju Dögg Alfreðsdóttur varaformann flokksins að bjóða sig fram til formanns Framsóknar á komandi flokksþingi og leiða flokkinn inn í nýja tíma. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í Reykjavík tilkynnti í gær að hann hyggðist ekki bjóða sig fram. Innlent 19.11.2025 10:58
Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Biskup Íslands hefur valið Sigurð Flosason tónlistarmann, tónskáld og tónlistarkennara í starf söngmálastjóra.Hann tekur við af Guðnýju Einarsdóttur kantor. Innlent 19.11.2025 10:05
Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Á félagsfundi Framsóknar í Garðabæ var tillaga stjórnar um að uppstilling verði viðhöfð sem aðferð við val á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar þann 16. maí 2026, samþykkt einróma. Fundurinn samþykkti einni að skora á Willum Þór Þórsson að gefa kost á sér í embætti formanns Framsóknar. Innlent 19.11.2025 09:19
Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Karlmaður á sextugsaldri sem hefur starfað sem læknir fær ekki sviptingu starfsleyfis fellda úr gildi. Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest sviptingu Embættis landlæknis á starfsleyfi hans sem læknir. Ástæðan er sögð sú að hann vanrækti skyldur sínar. Ráðuneytið segir ljóst að læknirinn axli enga ábyrgð heldur kenni kollegum eða sjúklingum um eigin mistök. Innlent 19.11.2025 08:58
Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins á hendur Margréti Höllu Hansdóttur Löf hefst klukkan 9 í Héraðsdómi Reykjaness, fyrir luktum dyrum. Hún sætir ákæru fyrir að hafa orðið föður sínum að bana og gera tilraun til að bana móður sinni á heimili fjölskyldunnar í Súlunesi í Garðabæ í apríl síðastliðnum. Margrét Halla neitar sök. Innlent 19.11.2025 08:56
Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Ökumenn ættu að fara rólega og að öllu með gát á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar í morgunsárið þar sem ljósin eru óvirk. Innlent 19.11.2025 08:53
Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Umboðsmaður Alþingis hefur beint fyrirspurn til dómsmálaráðuneytisins um það hvort einhverjar reglur séu til staðar um notkun svokallaðra „hrákagríma“. Innlent 19.11.2025 08:40
Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Nokkuð áköf jarðskjálftahrina hefur verið rétt vestur af Reykjanestá síðan í gærkvöldi. Bjarki Kaldalóns Friis náttúrvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir þó um eðlilega hrinu að ræða. Innlent 19.11.2025 07:36
Einmana feður snúa vörn í sókn Fjölskyldufaðir fékk illt í hjartað við að lesa færslur einmana feðra á samfélagsmiðlum og ákvað að taka málin í eigin hendur. Hann hefur stofnað vinahóp einmana feðra og hvetur fleiri feður til að gera slíkt hið sama. Innlent 19.11.2025 06:47
Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur nú til skoðunar mál sem tengist 764-glæpahópnum. Barnavernd og lögregla í Vestmannaeyjum hvetja foreldra til að fara yfir samfélagsmiðlanotkun barna sinna og fylgjast vel með líðan þeirra. Greint var fyrst frá á vef Eyjafrétta. Innlent 18.11.2025 23:45