Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Banna á ljósabekki á Íslandi segir húðlæknir. Árlega valdi notkun þeirra fleiri krabbameinum en sígarettur. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 15.7.2025 18:00
Enn rís land í Svartsengi Landris og jarðskjálftavirkni í Svartsengi halda áfram og hafa verið stöðug síðustu vikur. Ef kvikusöfnun heldur áfram má gera ráð fyrir að líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi aukist þegar líða fer á haustið. Innlent 15.7.2025 15:47
Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Jepplingur tók fram úr öðrum bíl við Holtavörðuheiði um hádegisleytið í gær þar sem er óbrotin lína á veginum. Litlu munaði á að jepplingurinn endaði á bíl sem ók úr gagnstæðri átt. Rétt áður en bílarnir lentu saman tókst ökumanni jepplingsins að koma ökutæki sínu aftur á réttan vegarhelming. Innlent 15.7.2025 15:00
Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Halla Hrund Logadóttir þingkona Framsóknarflokksins segist styðja markmið ríkisstjórnarinnar um að auka ábata þjóðarinnar af sjávarútvegi. Hún ákvað að taka ekki þátt í málþófi stjórnarandstöðunnar í veiðigjaldamálinu og tók ekki þátt í lokaatkvæðagreiðslu um frumvarpið í gær. Innlent 15.7.2025 12:16
Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Þingmenn Sjálfstæðisflokksins raða sér í flest efstu sætin á lista yfir þá sem töluðu mest á liðnum þingvetri. Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring og segir titilinn leggjast ágætlega í sig Innlent 15.7.2025 12:13
Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Bikblæðinga hefur orðið vart um nánast allt land eftir hlýindin síðustu daga og staðan orðin mjög slæm á Norðurlandi. Innlent 15.7.2025 12:06
Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Í hádegisfréttum fjöllum við um möguleg áhrif veiðigjaldafrumvarpsins á sjávarútvegsfyrirtækin sem skráð eru í Kauphöllina. Innlent 15.7.2025 11:36
Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Þriggja ára barn fór í gær af leikskólanum Urriðabóli í Garðabæ og gekk inn í Bónus í Kauptúni. Þar var hringt á lögreglu eftir að nágranni barnsins varð þess var og lét bæði móður og lögreglu vita. Starfsfólk leikskólans vissi ekki að barnið væri týnt þegar lögregla ræddi við þau. Leikskólastjóri harmar atvikið og segist hafa farið yfir verklag með starfsfólki í morgun. Innlent 15.7.2025 11:03
Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Það er varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól, segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. Þannig sé mikið brún húð í mikilli vörn. Hún segir fáránlegt að ekki sé búið að banna ljósabekki á Íslandi. Innlent 15.7.2025 10:23
„Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir hefndarhegðun vaxandi ógn og hættulegan vítahring. Skaðleg hegðun ungmenna hafi aukist. Það þurfi að auka forvarnir og bregðast við fyrr. Slæmar hugmyndir og hegðun dreifist hratt á samfélagsmiðlum en það sé hægt að nota þá líka til að dreifa góðum hugmyndum hratt. Innlent 15.7.2025 09:05
Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Veðurstofa Íslands spáir 14 til 28 stiga hita á landinu í dag; hlýjast norðaustanlands en svalara í þokulofti. Matvælastofnun minnir fólk á að skilja hundinn ekki eftir í bílnum í hitanum. Innlent 15.7.2025 06:37
Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Ökumenn yfir 20 ökutækja voru sektaðir í gærkvöldi eða nótt, eftir að þeir höfðu lagt ólöglega í póstnúmerinu 102, sem nær meðal annars yfir Vatnsmýri og Skerjafjörð. Innlent 15.7.2025 06:07
Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Stór skjálfti fannst á Akureyri í kvöld en hann mældist suðaustur við Grímsey klukkan 23.30. Hann var um 3,9 að stærð. Innlent 14.7.2025 23:53
Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hyggst ekki biðjast afsökunar á því að hafa spurt hvort stjórnarandstaðan vildi að á Íslandi ríkti þannig ástand að nýir valdhafar þyrftu að draga þá gömlu undir húsvegg og skjóta þá svo að valdaskipti væru tryggð. Innlent 14.7.2025 23:38
Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Af þeim 710 klukkustundum sem Alþingismenn sátu þingfund á nýju löggjafarþingi var tæpum fjórðungi varið í umræðu um veiðigjöld. Innlent 14.7.2025 23:15
Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út til að sækja veikan mann á skemmtiferðaskipi út af Hornafirði. Innlent 14.7.2025 22:28
„Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Dæmi eru um að einstaklingar hafi þurft að leita á bráðamóttöku í geðrofsástandi eftir notkun hugvíkkandi efna í lækningaskyni. Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir um sömu efni að ræða og seld eru sem vímugjafar í partýum. Innlent 14.7.2025 22:04
Spændi upp mosann á krossara Leiðsögumanni blöskraði þegar hann sá ökumenn krossara bruna um móa við Nesjavallaleið og tæta upp mosann á svæðinu. Utanvegaakstur er ólöglegur á Íslandi. Innlent 14.7.2025 21:48
Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Nettengin lá niðri í miðborg Reykjavíkur og Hlíðunum vegna bilunar hjá fjarskiptafyrirtækinu Mílu. Netið er aftur komið á en bilunin hafði áhrif á útsendingar Sýnar. Innlent 14.7.2025 20:57
Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Hlýr loftmassi sem gekk yfir landið í dag orsakaði blíðviðri víðast hvar. Egg var steikt á bíl, hitamet slegin víða og mátti litlu muna að vísa þyrfti sundlaugargestum frá í Reykjavík. Fréttastofa ræddi við landsmenn sem nutu sín í sól og sumaryl. Innlent 14.7.2025 19:29
Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Mikill hasar var á síðasta þingfundi vetrarins og ásakanir um þöggunartilburði og trúnaðarbrest voru bornar fram. Við heyrum í þingmönnum í kvöldfréttum Sýnar og gerum upp sögulegan þingvetur með Ólafi Þ. Harðarsyni, stjórnmálafræðingi, í beinni. Innlent 14.7.2025 18:02
Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Erlendir menn voru í dag handteknir í Breiðholti vegna sölu á fíkniefnum, vörslu fíkniefna og ólöglegrar dvalar í landinu, að sögn lögreglu. Innlent 14.7.2025 17:24
Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Stjórnarandstöðuflokkarnir þrír segja beitingu forseta Alþingis á 71. grein þingskapalaga alvarlegan trúnaðarbrest milli stjórnarandstöðunnar og forseta. Innlent 14.7.2025 16:39
Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hópur fólks mótmæli komu Ursulu Von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til landsins á Austurvelli í dag. Hún mætir til landsins á miðvikudag, meðal annars til að funda með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Innlent 14.7.2025 16:05