Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Albert Haagensen, umhverfis- og byggingarverkfræðingur hjá Kaldalóni, er látinn, 48 ára að aldri. Hann átti skammvinna baráttu við krabbamein og lætur eftir sig eiginmann sinn, Sindra Sindrason, og dóttur þeirra Emilíu Katrínu. Innlent 1.1.2026 17:16
Hitnar undir feldi Péturs Pétur Marteinsson, veitingamaður og fyrrverandi knattspyrnukempa, hefur fram á laugardag til að tilkynna hugsanlegt framboð gegn Heiðu Björg Hilmisdóttur, sitjandi borgarstjóra Reykjavíkur, en hann hefur verið orðaður við slíkt framboð. Hann sást í viðtali við Ríkissjónvarpið fyrr í dag en hann hefur ekkert tjáð sig um málið við aðra miðla. Innlent 1.1.2026 16:07
Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Fjórtán Íslendingar – sjö karlar og sjö konur – voru sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag. Innlent 1.1.2026 15:00
Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Bjarnveig Birta Bjarnadóttir, rekstrarstjóri Tulipop, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar sem fram fer þann 24. janúar næstkomandi. Innlent 1.1.2026 08:57
Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir að hjartaaðgerð sem hann gekkst undir fyrir jól hafi tekist afar vel og að endurhæfing sé nú hafin af fullum krafti. Hann segist hlakka til að mæta aftur til starfa þegar hann hafi náð sér á fullu. Innlent 1.1.2026 08:48
Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Hláturinn lengir lífið, sagði einhver og er sú gullna regla í hávegum höfð á fréttastofu Sýnar. Við skyggnumst á bak við tjöldin í störfum fréttastofunnar við árslok og gerum hér upp liðið ár á okkar hátt. Innlent 1.1.2026 07:13
Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Fyrsta barn ársins 2026 á Íslandi lét ekki bíða lengi eftir sér og kom í heiminn klukkan 00:24 eftir því sem fréttastofa kemst næst. Um var að ræða dreng. Mikið hefur verið um að vera á fæðingardeild Landspítalans í nótt. Innlent 1.1.2026 07:07
Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Heppinn miðahafi á Íslandi vann í gærkvöldi fyrsta vinning í Vikinglottói og varð þá 642 milljónum ríkari. Innlent 1.1.2026 06:55
Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast á nýársnótt þar sem mikið var tilkynnt um slys vegna flugelda, hávaða vegna samkvæma, ofurölvi einstaklinga og elda í gróðri eða húsum. Sömuleiðis var mikið um ólæti í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 1.1.2026 06:51
Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Vísir sendir lesendum sínum nær og fjær – til sjávar og sveita – bestu óskir um farsælt nýtt ár. Megi árið 2026 færa okkur öllum frið og hamingju í hjarta. Innlent 31.12.2025 23:53
Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Lögreglumaðurinn Guðmundur Fylkisson sem hefur um árabil einbeitt sér að því að finna týnd börn og koma þeim í skjól var í dag útnefndur maður ársins hjá fréttastofu Sýnar. Við það tilefni fékk Guðmundur að beina spurningu að öllum formönnum flokkanna og sneri hún eðlilega að sérsviði hans. Innlent 31.12.2025 17:34
Simmi vinsælasti leynigesturinn Tæplega 27 prósent landsmanna segja Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins vera þann flokksformann sem þeir vildu helst fá sem óvæntan gest í nýárspartíið sitt, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Það kom Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra í opna skjöldu að hún væri í öðru sæti „ekki nema fólk sé að búast við nikkunni.“ Innlent 31.12.2025 17:08
„Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segir Samfylkinguna og Viðreisn hafa slegið Íslandsmet í svikum á kosningaloforðum. Innlent 31.12.2025 15:19
Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra kom Ingu Sæland, samráðherra sínum, til varnar og sagði tal um samstarfskonu sína í kjölfar síðustu kosninga ekki til sóma. Innlent 31.12.2025 15:12
Gummi lögga er maður ársins 2025 Maður ársins 2025 hjá fréttastofu Sýnar er Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður. Hann hefur um árabil einbeitt sér að því að finna týnd börn og koma þeim í skjól. Innlent 31.12.2025 15:06
Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra vill meina að ríkisstjórnin hafi náð árangri þó að upplifun fólks kunni að vera önnur. Ný könnun varpar ljósi á það að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi ekki staðist væntingar almennings. Innlent 31.12.2025 14:37
„Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi harðlega fyrirheit ríkisstjórnarinnar um atkvæðagreiðslu vegna viðræðna við Evrópusambandið í Kryddsíld. Innlent 31.12.2025 14:35
Vara við hættu á sinubruna Slökkviliðsstjórar á Norðurlandi biðja fólk um að fara afar varlega með skotelda og opinn eld í dag vegna hættu á gróðureldum. Afar þurrt sé í veðri, gróður á Norðurlandi mjög þurr og því hætta á að eldur breiðist hratt út ef hann kemst í sinu. Innlent 31.12.2025 14:28
Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Árið 2025 var metár í haldlagningu fíkniefna samkvæmt bráðabirgðatölfræði lögreglu. Lögregla og tollgæsla lögðu hald á samtals 468 kíló af marijúana, 106 kíló af kókaíni og 66 kíló af hassi. Innlent 31.12.2025 12:59
Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás „Þetta er mikið áfall, alveg klárlega. Ég er búin að leggja mikið hjarta í að vera með sánurnar og þetta er svona svolítið heilagt rými fyrir mig og fólkið sem kemur. Það er búið að myndast mjög fallegt og skemmtilegt samfélag í kringum þetta. Eins og er oft með sánurnar þá er þetta oft griðastaður fyrir fólk. Þannig að þetta var bara mjög sárt. Það er leiðinlegt að enda árið svona.“ Innlent 31.12.2025 12:31
Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Kryddsíld verður á dagskrá Sýnar klukkan 14:00 í dag og verður í opinni dagskrá hér á Vísi. Innlent 31.12.2025 12:03
Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Hinn tólf ára gamli Hafþór Freyr Jóhannsson er maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar. Hann bjargaði tveggja ára systur sinni frá drukkun þegar hún féll af bryggju um verslunarmannahelgina. Innlent 31.12.2025 11:34
Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir að myndbandsupptaka sé til af því þegar skór dóttursonar hennar voru teknir í Borgarholtsskóla fyrr á árinu. Innlent 31.12.2025 11:14
Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Tilkynnt var um alvarlega líkamsárás á Akureyri í nótt þar sem hnífi hafði verið beitt. Þrír voru handteknir vegna málsins. Innlent 31.12.2025 10:33