Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Ýmsar gjalda- og skattahækkanir og aðrar breytingar taka gildi um áramótin, en fjármagnstekjuskattur vegna leigutekna gæti í ákveðnum tilfellum hækkað um tugi þúsunda á mánuði. Fjármálaráðherra vill meina að ríkisstjórnin hafi ekki hækkað skatta á „venjulegt vinnandi fólk“ og segir að áhrif á heimilin ættu ekki að vera mikil. Þá kveðst hann stoltastur af þeim breytingum sem gerðar voru á veiðigjaldinu í ár, af þeim breytingum sem gerðar hafa verið á sköttum og gjöldum á árinu. Innlent 29.12.2025 23:05
Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Föður sem lenti í bílslysi í Suður-Afríku er enn haldið sofandi í öndunarvél og langur batavegur er fram undan. Vinur hans segir slysið hafa orðið á stórhættulegum vegarkafla og aðstandendur hans standa fyrir söfnun til þess að geta stutt hann á sjúkrabeðinum. Innlent 29.12.2025 19:22
Fylgi stjórnarflokkanna dalar Miðflokkurinn mælist með tæplega 22 prósenta fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallup en hann bætir rúmum tveimur prósentustigum við sig milli mánaða. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna fellur um fjögur prósentustig frá síðasta þjóðarpúlsi og mælist nú 47 prósent. Innlent 29.12.2025 18:59
Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Víði Sigurðssyni, fréttastjóra íþróttadeildar Morgunblaðsins og mbl.is, hefur verið sagt upp störfum hjá Árvakri. Hann hefur lokið störfum hjá fjölmiðlinum eftir 26 ára starf. Innlent 29.12.2025 13:08
Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Kvikuhlaup og eldgos á Sunhnúksgígaröðinni er komið á tíma samkvæmt öllum breytum sem voru til staðar fyrir fyrri kvikuhlaup. Því gæti gosið hvað úr hverju. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir stofnunina vera í góðu sambandi við Grindvíkinga og að vel sé fylgst með þróuninni. Innlent 29.12.2025 12:54
Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Sambúðarfólk sem var ákært fyrir ólöglegan innflutning á lyfseðilsskyldum lyfjum var sýknað á þeim forsendum að það hefði verið í góðri trú um það mætti flytja lyfin inn. Upplýsingar á vefsíðu Lyfjastofnunar um lyfin eru sögð hafa verið röng. Innlent 29.12.2025 12:45
Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra sem er þessa dagana með þrjá ráðherrahatta á höfði sínu segir ekki von á breytingum í ráðherraskipan Flokks fólksins á næstunni. Hjartaaðgerð Guðmundar Inga Kristinssonar mennta- og barnamálaráðherra hafi gengið vel. Innlent 29.12.2025 12:26
Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Það stefnir allt í það að desember á landsvísu komist á lista yfir þá allra hlýjustu en hitinn nú er samt nokkuð frá sögulega hlýjum desembermánuði árið 1933. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sem segir desembermánuð 2025 líklega verða í þriðja til fjórða sæti yfir þá allra hlýjustu. Hitamet á Stykkishólmi megi teljast með stærstu veðurtíðindum ársins. Innlent 29.12.2025 11:50
Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Reykjavík eftir árekstur tveggja bifreiða á Suðurlandi í gær. Tildrög slyssins eru til rannsóknar. Innlent 29.12.2025 11:43
Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Í hádegisfréttum segjum við frá nýjum samstarfssamningi sem stjórnvöld og Geðhjálp undirrituðu í dag um rekstur á svokölluðu Skjólshúsi sem er nýtt geðheilbrigðisúrræði. Innlent 29.12.2025 11:40
Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Áramótin nálgast óðfluga og halda mörg sveitarfélög í þá hefð að hlaða í áramótabrennur. Vísir tók saman lista með helstu áramótabrennum landsins, listinn er ekki tæmandi og tekur fréttastofa fagnandi ábendingum um brennur sem ekki eru á lista. Innlent 29.12.2025 11:22
Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Flokkarnir eru nú í óða önn að undirbúa framboðslista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fara fram 16. maí á næsta ári. Björn Ingi Hrafnsson tekur fyrir að hann muni leiða lista Miðflokksins. Innlent 29.12.2025 10:52
Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Gestir á lúxushótelinu Edition við Hafnarbakkann þurftu óvænt að yfirgefa herbergi sín um eittleytið í nótt þegar að brunavarnakerfi hótelsins fór í gang með tilheyrandi látum. Um bilun í kerfinu reyndist að ræða. Innlent 29.12.2025 10:37
Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Eigið fé Vinstri grænna nam um fimmtíu milljónum króna við lok síðasta árs þrátt fyrir taprekstur á kosningaári. Flokkurinn varði rúmum 26,6 milljónum króna í kosningabaráttu sem skilaði honum engu. Innlent 29.12.2025 09:41
Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Nokkuð annríki hefur verið hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem hefur farið í 120 sjúkraflutninga síðastliðinn sólarhringinn sem telst mikið og af þeim voru þrjátíu og sjö svokölluð forgangsverkefni. Innlent 29.12.2025 08:35
Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Forsvarsmenn Sósíalistaflokksins hafa ausið ríki með gerræðislegt stjórnarfar eins og Kína, Norður-Kóreu og Rússland lofi á undanförnum misserum. Formaðurinn segir það bull að Ísland sé hluti af lýðræðisríkjum í heiminum og að „sjúkir“ fjölmiðlar ljúgi upp á óvini Bandaríkjastjórnar. Innlent 29.12.2025 08:00
Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna ráns í gærkvöldi eða nótt, þar sem þrír karlmenn eru grunaðir um að hafa ráðist á einn með höggum og spörkum og stolið af honum farsíma. Brotaþoli var fluttur á bráðamóttöku en áverkar hans eru sagðir hafa verið minniháttar. Lögregla telur sig vita hverjir voru að verki og er málið í rannsókn. Innlent 29.12.2025 06:22
Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru sendar í sjúkraflutninga á sjötta tímanum í dag vegna alvarlegs umferðarslyss á Fagurhólsmýri í Öræfunum. Innlent 28.12.2025 20:34
„Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum Íbúar Úkraínu glíma við nær daglegt rafmagnsleysi og svefnfriður er jafnan lítill þegar hvað mest lætur í árásum Rússa. Íslendingur í Kænugarði segir umfang loftárása Rússa hafa tífaldast frá því í fyrra með tilliti til fjölda vopna sem nýtt eru til árása á Úkraínu. Það sé til marks um mikla framleiðslugetu Rússa sem sé ekki aðeins áhyggjuefni fyrir Úkraínu heldur Evrópu alla. Innlent 28.12.2025 17:51
„Gamla góða Ísland, bara betra“ Formaður Miðflokksins segir velgengi flokksins í skoðanakönnun vera „pólitískri vakningu“ að þakka. Flokkurinn standi á þeirri gömlu miðju og berst fyrir gamla góða Íslandi, bara betra. Hann ræddi áherslumál Miðflokksins í Sprengisandi í morgun. Innlent 28.12.2025 16:02
Gróður farinn að grænka fyrir norðan Á Akureyri hafa þau undur og stórmerki átt sér stað að gróður er farinn að grænka milli jóla og nýárs. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir að óvenju hlýtt hafi verið í bænum síðustu daga og nokkrir runnar farnir að grænka örlítið. Innlent 28.12.2025 15:11
Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Kostnaður forsetaembættisins vegna opinberra heimsókna forsetans frá embættistöku nemur yfir tuttugu milljónum króna en enn eiga eftir að berast reikningar vegna Finnlandsferðar. Alls hafa um hundrað og tuttugu fyrirtæki og stofnanir verið með forsetanum í för. Sum þeirra hafa farið í allar ferðirnar nema eina. Innlent 28.12.2025 14:53
Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Sakamál voru í brennidepli hér á landi árið 2025. Fjögur manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt fimm létu lífið. Innlent 28.12.2025 13:01
Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Formaður Stjórnarskrárfélagsins segir það fagnaðarefni að þingmaður stjórnarmeirihlutans hafi opnað á umræðu um breytingar á stjórnarskránni. Í núverandi stjórnarskrá séu ákvæði sem séu úrelt og hættuleg. Innlent 28.12.2025 12:15