Konan liggur enn þungt haldin Kona liggur enn þungt haldin eftir að eldur kviknaði í íbúð hennar við Vatnsholt í Reykjanesbæ á sunnudagskvöld. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir eldsupptök enn ekki liggja fyrir. Rannsókn lögreglu miði vel. Innlent 28.1.2026 13:42
Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Atvinnuvegaráðherra hefur í samráði við fjármála- og efnahagsráðherra ákveðið að ráða Jarþrúði Ásmundsdóttur til að leiða samningaviðræður við Bændasamtök Íslands vegna endurskoðunar stuðningskerfis landbúnaðarins. Innlent 28.1.2026 13:30
Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Helgi Bjartur Þorvarðarson, sem sætir ákæru fyrir að nauðga tíu ára dreng í Hafnarfirði, er einnig ákærður fyrir að hafa greitt fyrir vændi sama kvöld. Innlent 28.1.2026 12:54
Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent 28.1.2026 12:53
Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Framboðslisti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2026 hefur verið samþykktur. Fundur félgasmanna fór fram í gærkvöldi. Innlent 28.1.2026 10:08
Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Mikið tjón varð á iðnaðarhúsnæði við Haukamýri á Húsavík þegar eldur kom upp í húsinu í morgun. Um er að ræða nokkurra fermetra iðnaðarhúsnæði en mestur eldur logaði í og við kaffistofu húsnæðisins. Slökkvistarfi er að mestu lokið en húsið verður áfram vaktað í dag og slökkt í þeim glæðum sem enn kunna að loga. Innlent 28.1.2026 09:14
Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir í svari til Dags B. Eggertssonar að þrátt fyrir að hún hafi fyrir tólf árum verið hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að Evrópusambandinu sé það ekki staðan í dag. Innlent 28.1.2026 09:09
Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Íslensk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að 27. janúar verði framvegis opinber minningardagur helfararinnar hér á landi, líkt og í nágrannalöndum. Starfshópur sem Katrín Jakobsdóttir skipaði í sinni tíð sem forsætisráðherra skilaði í gær skýrslu með tillögum um það hvernig megi minnast helfararinnar hér á landi. Hópurinn leggur meðal annars áherslu á aukna fræðslu um sögu helfararinnar og aðdragandann að henni, en gerir einnig tillögu að mögulegum breytingum á hegningarlögum og um formlega afsökunarbeiðni. Innlent 28.1.2026 08:03
Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Skjálftahrina hefur verið í gangi frá því síðdegis í gær við Lambafell sem er vestur af Þrengslum. Stærsti skjálftinn hingað til hefur mælst þrjú stig að stærð. Innlent 28.1.2026 06:35
Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og nótt og fjarlægði meðal annars „trylltan“ mann úr húsnæði félagasamtaka. Þá var ofurölvi útlendingur vistaður í fangaklefa þar sem hann gat ekki gert grein fyrir sér, „hvað þá sýslað með eigin hagsmuni“. Innlent 28.1.2026 06:19
Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Hundurinn Úlfgrímur Lokason í eigu Margrétar Víkingsdóttur er allur. Hann fékk að kveðja á heimili Margrétar, nánar tiltekið uppi í rúmi þar sem tveir dýralæknar aðstoðuðu hana við að aflífa hundinn. Margrét segir hafa verið sárt að kveðja hundinn og segir Íslendinga aftarlega á merinni þegar kemur að því að hugsa um gæludýr. Innlent 27.1.2026 21:57
Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Tveir sinueldar kviknuðu á höfuðborgarsvæðinu í kvöld og einn eldur kviknaði í gámi við skóla. Þetta gerðist á mjög stuttum tíma en vel gekk að slökkva eldana. Innlent 27.1.2026 21:09
Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Ný þýsk heimildarmynd sýnir frá daglegu lífi fanga og fangavarða á Litla-Hrauni. Meðal fanga sem birtast í myndinni eru dæmdir morðingjar og fangar sem hlotið hafa þunga dóma fyrir gróf ofbeldisbrot. Innlent 27.1.2026 20:13
Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Ástandinu í Minneapolis er líkt við púðurtunnu og mikil ólga er í Bandaríkjunum vegna aðgerða innflytjendaeftirlitsins. Við rýnum í stöðuna Vestanhafs með sérfræðingi í bandarískum stjórnmálum. Innlent 27.1.2026 18:09
Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur engar kveðjur fengið frá flokksforystunni í Samfylkingunni eftir prófkjörið um helgina þar sem hún laut í lægra haldi gegn Pétur Marteinssyni í oddvitaslag. Hún segist spennt fyrir komandi baráttu og hlakka til að kynnast Pétri betur. Innlent 27.1.2026 17:40
Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Magnús Davíð Norðdahl borgarfulltrúi Pírata sækist ekki eftir sæti á framboðslista Pírata í sveitarstjórnarkosningunum í maí. Við lok kjörtímabils ætlar hann að segja skilið við þátttöku í skipulögðu stjórnmálastarfi og þar með einnig samtökum Pírata. Þetta tilkynnti Magnús á Facebook-síðu sinni í dag. Innlent 27.1.2026 15:27
Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu Tveir óháðir sérfræðingar meta að engin leið hafi verið til að fullyrða að andlát fjögurra einstaklinga árið 2023 hafi verið í beinu orsakasamhengi við Covid-19 bólusetningu. Andlát einstaklinganna voru skráð í dánarmeinarskrá vegna bólusetninga við Covid-19. Öll fjögur sem létust voru íbúar hjúkrunarheimila og hafa dánarvottorð þeirra nú verið uppfærð. Innlent 27.1.2026 15:05
„Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Nýr félags- og húsnæðismálaráðherra segist „einfaldlega ósammála“ gagnrýni fjármála- og efnahagsráðuneytisins á fyrirhugaða tengingu almannatryggingakerfisins við launavísitölu. Innlent 27.1.2026 15:04
Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Miðflokkurinn byrjaði í fyrradag að kynna fólk á lista flokksins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og hyggst halda áfram að kynna einn frambjóðenda á dag á næstu dögum. Ekki liggur endanlega fyrir hvenær fullur listi verður kynntur eða hulunni svipt af því hver verður oddviti flokksins í Reykjavík. Innlent 27.1.2026 14:41
Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Aukin veikindaforföll hjá hinu opinbera eru ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála heldur kerfislægra. Þetta segir hagfræðingur hjá BHM sem stóð að nýrri greiningu á veikindaforföllum og streitu á vinnumarkaði á Íslandi í samanburði við þróunina á Norðurlöndum. Innlent 27.1.2026 14:30
Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Tveir voru handteknir af lögreglu í Þorlákshöfn í gær grunaðir um kannabisræktun. Innlent 27.1.2026 14:21
Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Brynjar Níelsson lögmaður kom inn sem varaþingmaður á Alþingi í dag, þá fyrir Guðlaug Þór Þórðarson, og lét ekki bjóða sér það tvisvar; hann henti sér umsvifalaust í óundirbúnar fyrirspurnir. Brynjar átti erindi við Ragnar Þór Ingólfsson félags- og húsnæðismálaráðherra og þá með vísan til fortíðar hans hjá verkalýðshreyfingunni en Ragnar var formaður VR. Innlent 27.1.2026 14:18
Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Dómsmálaráðherra segist hafa óskað eftir upplýsingum um aðstæður hælisleitenda í Króatíu í kjölfar umfjöllunar um fimm manna fjölskyldu sem vísað var frá Íslandi. Fjölskyldufaðirinn dvelur í lokaðri móttökustöð en móðirin er ein með börnin þrjú. Innlent 27.1.2026 14:14
Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segist ekki hafa tekið ákvörðun um að skipa Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur sem sendiherra en sögusagnir þess efnis hafa verið á kreiki undanfarið. Hún segir að missir yrði af Þórdísi Kolbrúnu á þingi ef hún hyrfi til annarra starfa. Innlent 27.1.2026 12:57
Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ætlar að taka 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík sem hún tryggði sér í prófkjöri flokksins á laugardaginn, þegar hún tapaði slagnum um oddvitasætið. Hún óskar Pétri Marteinssyni aftur til hamingju með sigurinn og öllum þeim sem tryggðu sér sæti á lista og segist áfram ætla að vinna í þágu borgarinnar á grundvelli hugsjóna sinna og jafnaðarstefnunnar. Innlent 27.1.2026 12:55