Erlent

Handtóku mannréttindafrömuð

Stjórnvöld í Úsbekistan hafa handtekið mannréttindafrömuð sem greindi fréttamönnum frá því þegar úsbekskar hersveitir skutu á og drápu mótmælendur í borginni Andijan um miðjan mánuðinn. Frá þessu greina mannréttindasamtökin Huma Rights Watch og krefjast þess að manninum verði sleppt tafarlaust. Samtökin segja að yfirvöld í Úsbekistan reyni með þessu hindra að umheimurinn fái nákvæmar lýsingar á því sem gerðist 13. maí í Andijan.

Erlent

Fannst á lífi í ruslagámi

Átta ára stúlka í Flórída, sem hafði verið beitt kynferðislegu ofbeldi og grafin undir grjóti í ruslagámi, fannst á lífi í dag. Lögregluþjónn sá glitta í hönd stúlkunnar og fótlegg undir grjóthrúgu í gámnum en þá voru sjö klukkustundir liðnar frá því að tilkynnt var um hvarf hennar. Ofbeldismaðurinn, sem hefur viðurkennt glæp sinn, er sautján ára unglingur sem amma stúlkunnar hafði skotið skjólshúsi yfir.

Erlent

Gömul íbúð páfa til sölu á eBay

Íbúð sem nýkjörinn páfi, Benedikt sextándi, leigði fyrir um 40 árum nærri borginni Bonn í Þýskalandi er nú boðin til sölu á uppboðsvefnum eBay. Joseph Ratzinger, sem tók sér nafnið Benedikt sextándi eftir páfakjör, bjó í íbúðinni á árunum 1959-1963 þegar hann kenndi guðfræði við háskóla þar í borg.

Erlent

Skildu síamstvíburasystur að

Læknar í Singapúr skildu í morgun að indónesískar tvíburasystur sem voru samvaxnar á mjöðm. Þeir segja ástand þeirra stöðugt. Systurnar voru með ýmis sameiginleg líffæri og voru með samtals þrjá fætur. Þær eru tæplega eins og hálfs árs en aðgerðin tók tíu klukkustundir.

Erlent

Á fimmta tug beið bana í gær

Flugumenn al-Kaída í Írak réðu hátt settan embættismann af dögum í Bagdad í gær. Auk þess beið á fimmta tug Íraka bana í árásum víðsvegar um landið. Í Rúmeníu fögnuðu menn hins vegar frelsun þarlendra blaðamanna sem haldið hafði verið í gíslingu í tæpa tvo mánuði.

Erlent

Frusu í hel

Leit stendur enn yfir í hlíðum Andesfjalla af nítján hermönnum sem talið er að hafi orðið úti í mikilli stórhríð í fjöllunum í síðustu viku. 26 lík félaga þeirra hafa þegar fundist.

Erlent

Sprengjuárás á bæjarskrifstofu

Að minnsta kosti fimm létust og 18 særðust þegar sprengja sprakk fyrir utan skrifstofu bæjarstjóra í bænum Tuz Khurmatu í Írak í morgun. Sprengjunni hafði verið komið fyrir í bíl sem lagt hafði verið fyrir framan bæjarstjórnarskrifstofurnar en bæjarstjórann sjálfan sakaði þó ekki.

Erlent

Alífuglar bólusettir í Kína

Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að bólusetja þrjár milljónir alífugla í Quinghai-héraði í vesturhluta landsins eftir að næstum 200 gæsir fundust þar dauðar líklega að völdum fuglaflensu. Enn hefur þó enginn maður látist vegna fuglaflensu í Kína.

Erlent

Fuglaflensa dregur einn til dauða

Yfirvöld í Víetnam tilkynntu í morgun um að 46 ára gamall maður hefði látist af völdum fuglaflensu þar í landi. Alls hafa nú alls 54 manns látist af völdum veikinnar í Víetnam. Maðurinn veiktist mjög skyndilega og var lagður inn á sjúkrahús og þremur þremur dögum síðar lést hann.

Erlent

N-Kóreumenn við samningaborðið

Norður-Kórea hefur staðfest að hafa átt í viðræðum við Bandaríkin um kjarnorkuvopnaframleiðslu. Vonast til að viðræðurnar geti leitt til þess að Norður-Kórea hætti við áform sín um að hefja framleiðslu á slíkum vopnum. Lönd í kringum Norður-Kóreu hafa verið áhyggjufull að undanförnu yfir því að Norður-Kóreumenn hefji prófanir á kjarnorkuvopnum en yfirvöld í Pyongyang hafa lýst því yfir vilja til þess.

Erlent

Hart sótt að Schröder

Jafnaðarmannaflokkur Gerhards Schröders, kanslara, beið afhroð í fylkiskosningum í Nordrhein-Westfalen á sunnudaginn en flokkurinn hefur haldið þar um stjórnartaumana síðan 1966.

Erlent

Elgir valda vandræðum í Þrándheimi

Tveir elgir ollu nokkrum usla í morgunumferðinni í Þrándheimi í dag en svo virðist sem dýrin hafi villst inn í borgina. Samkvæmt <em>Aftenposten</em> fékk lögreglan í Þrándheimi fjölmargar tilkynningar frá fólki snemma í morgun um ferðir elganna tveggja á vegum sunnan miðbæjarins og munaði minnstu nokkrum sinnum að ekið yrði á þá.

Erlent

Hreyfing og hollmeti lykillinn

Hundruðum milljóna króna er varið á hverju ári í að finna út hvert leyndarmálið að háum aldri sé. Það kemur eflaust ekki á óvart að hollur matur og nægileg hreyfing sé rétta svarið en í þorpinu Bama í Kína, þar sem þessi tvö atriði eru í hávegum höfð, eru yfir 70 manns yfir eitt hundrað ára gamlir.

Erlent

Laura Bush í Mið-Austurlöndum

Laura Bush, forsetafrú Bandaríkjanna er nú á ferðalagi um Mið-Austurlönd. Hópur fólks mótmælti komu hennar harðlega þegar hún var á ferð í Jerúsalem.

Erlent

Gíslum fagnað við heimkomu

Það urðu gríðarlegir fagnaðarfundir hjá þremur rúmenskum blaðamönnum og fjölskyldum þeirra í dag þegar blaðamennirnir sneru til síns heima eftir að hafa verið í haldi uppreisnarmanna í Írak í tæpa tvo mánuði. Þremenningunum, sjónvarpsfréttamanni, kvikmyndatökumanni og blaðamanni, var rænt í Bagdad 28. mars ásamt túlki sínum og þess krafist að Rúmenar kölluðu herlið sitt frá Írak, annars yrði fólkið tekið af lífi.

Erlent

Nýr forseti Mongólíu

Nambariin Enkhbayar er nýkjörinn forseti Mongólíu. Hann er bókmenntafræðingur að mennt og sótti menntun sína til Bretlands. Hann kemur úr Byltingarflokki alþýðunnar sem er gamli kommúnistaflokkurinn í þessu fyrrverandi leppríki Sovétríkjanna.

Erlent

Úsbeskir flóttamenn aftur heim

Stjórnvöld í Kirgisistan hafa meinað flóttamönnum frá Úsbekistan að koma inn í landið en þeir leituðu þar hælis eftir að átök brutust út í Andijan og nálægum borgum í síðustu viku. Flóttamennirnir ætla því sjálfviljugir aftur til Andijan og taka þar þátt í uppreisninni gegn stjórn Islam Karimov.

Erlent

Starfsmenn BBC í verkfall

Fréttamenn og aðrir starfsmenn breska ríkisútvarpsins, BBC, hófu í morgun sólarhringsverkfall til að mótmæla fækkun starfsfólks hjá stofnuninni. Til stendur að fækka störfum um fimmtung eða um alls fjögur þúsund. Verkfallið þýðir að ýmsir þættir sem eru í beinni útsendingu hjá BBC falla niður.

Erlent

Svíar andvígir NATO aðild

<font face="Helv"> </font>Andstæðingum þess að Svíþjóð sæki um aðild að Atlantshafsbandalaginu fer fjölgandi. Ný könnun sýnir að tæpur helmingur sænskra kjósenda er andvígur aðild en fylgjendur eru ekki nema 20 af hundraði og hefur fækkað um tvö prósentustig frá 2003.

Erlent

Sprengingar í bíóum í Nýju-Delí

Að minnsta kosti tveir létu lífið og tugir slösuðust þegar tvær sprengjur sprungu í tveimur kvikmyndahúsum í  Nýju-Delí, höfuðborg Indlands, í morgun. Sprengjurnar sprungu með fimmtán mínútna millibili en verið var að sýna sömu myndina í bíóunum tveimur, umdeilda trúarmynd sem fordæmd hefur verið af trúarleiðtogum sikha.

Erlent

Alifuglar bólusettir í Kína

Kínversk stjórnvöld hafa flutt meira en þrjár milljónir skammta af bóluefni gegn fuglaflensu til afskekkts svæðis í landinu eftir að farfuglar fundust dauðir af völdum veirunnar.

Erlent

Stemma stigu við ofdrykkju

Breskum krám og börum verður bannað að vera með svokallað <em>happy hour</em> til að koma í veg fyrir að viðskiptavinirnir verði ofurölvaðir. <em>Happy hour</em> er nokkurs konar útsala á ákveðnum drykkjum á ákveðnum tímum en við slíkar aðstæður freistast margur gesturinn til að drekka meira en hann þolir. Slík ofdrykkja er orðin að meiri háttar vandamáli í Bretlandi og hefur hún leitt til þess að ákveðin svæði í miðborgum eru þannig að aðrir koma ekki þangað á þessum tíma.

Erlent

Karpað um kjarnorkumálin

Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hvöttu í gær Írana til að sýna sveigjanleika við samningaborðið í viðræðum um kjarnorkumál sem haldnar verða síðar í vikunni.

Erlent

Leitar samkomulags meðal iðnríkja

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hyggst freista þess fyrir fund átta helstu iðnríkja heims í júlí að ná samkomulagi meðal þeirra um stuðning við Afríku og baráttu gegn veðurfarsbreytingum. Frá þessu greindi skrifstofa forsætisráðherrans í dag. Í vikunni mun hann heimsækja Ítali í þessum tilgangi og þá hyggur hann einnig á ferð til Moskvu og Washington.

Erlent

Ekki einfalt að flýta kosningum

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, kastar sprengju inn í þýsk stjórnmál með því að fara fram á að kosningar til Sambandsþingsins fari fram ári fyrr en áætlað var. Það eru þó ýmis ljón í veginum fyrir þeim áætlunum.

Erlent

Bílsprengja sprakk við veitingahús

Bílsprengja var sprengd við veitingastað í Norður-Bagdad í dag með þeim afleiðingum að fjórir létust og yfir hundrað særðust. Sprengjan sprakk um hádegisbil að staðartíma þegar fjölmargir gestir snæddu þar hádegisverð, en hann er vinsæll meðal sjíta.

Erlent

Laura Bush fékk óblíðar móttökur

Ekki voru allir jafn hrifnir af Lauru Bush, forsetafrú Bandaríkjanna, þegar hún heimsótti helga staði gyðinga og múslíma í Jerúsalem í gær. Þegar hún stakk bréfmiða í Grátmúrinn kröfðust mótmælendur þess að Ísraelsmaðurinn Jonathan Pollard, sem setið hefur í fangelsi í Bandaríkjunum frá árinu 1987 fyrir njósnir, yrði látinn laus.

Erlent

Fannst grafin lifandi

Átta ára stúlka fannst grafin lifandi í endurvinnslugámi í Lake Worth í Flórída í gær. Lögrelgumaður sá móta fyrir hönd hennar í gámnum og gróf hana því upp. Telpan hafði verið misnotuð kynferðislega og ljóst að hún var skilin eftir til að deyja. Því má telja kraftaverki líkast að hún hafi fundist.

Erlent