Ekki einfalt að flýta kosningum 13. október 2005 19:15 Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, kastar sprengju inn í þýsk stjórnmál með því að fara fram á að kosningar til Sambandsþingsins fari fram ári fyrr en áætlað var. Það eru þó ýmis ljón í veginum fyrir þeim áætlunum. Jafnaðarmannaflokkur Schröders galt afhroð í héraðsþingkosningum í Nordhrein-Westfalen í gær þar sem flokkurinn hefur verið við völd í tæpa fjóra áratugi. Kristilegir demókratar fengu 45 prósent atkvæða en Jafnaðarmannaflokkurinn 37 prósent. Í kjölfarið tilkynntu Schröder kanslari og Franz Muntefering, formaður Jafnaðarmannaflokksins, að kosningum til Sambandsþingsins, sem áttu að fara fram haustið 2006, yrði flýtt. Það er þó hægara sagt en gert. Til að rjúfa þing þarf vantraustsyfirlýsingu þingsins eða samþykki forsetans, Hors Köhlers. Köhler þarf að setjast niður með lögspekingum og fara vandlega yfir þýsku stjórnarskrána. Jafnvel er talið líklegt að gerðar verði á henni breytingar á þann veg að tveir þriðju hlutar þingsins nægi til að rjúfa þing. En fleira gæti staðið í veginum. Kristilegir demókratar, helsti stjórnarandstöðuflokkurinn, eru ekki spenntir fyrir erfiðum kosningaslag og vita ekki hvern þeir eiga að bjóða fram sem kanslaraefni þótt Angela Merkel þyki líklegt. Persónufylgi formanns Græningja, Joscka Fischers, er í lágmarki og fylgi flokksins helst í hendur við það. Líklegt er að þeir séu því ekkert yfir sig spenntir fyrir því að flýta kosningum. Þá er talið líklegt að þetta muni valda klofningi innan Jafnaðamannaflokks Schröders. Vinstri armurinn, sem telur Schröder hafa gert sér of dælt við viðskiptalífið á kostnað félagslegra umbóta, gæti einnig orðið honum til vandræða. Kanslarinn segir þó ekkert annað í stöðunni. Úrslitin í héraðskosningunum í gær sýni að grafið hefur undan umboði hans og ríkisstjórnarinnar. Það sé skylda hans að flýta kosningum og verði honum að ósk sinni, fara þær að öllum líkindum fram strax í haust, ári áður en kjörtímabilinu lýkur. Erlent Fréttir Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Sjá meira
Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, kastar sprengju inn í þýsk stjórnmál með því að fara fram á að kosningar til Sambandsþingsins fari fram ári fyrr en áætlað var. Það eru þó ýmis ljón í veginum fyrir þeim áætlunum. Jafnaðarmannaflokkur Schröders galt afhroð í héraðsþingkosningum í Nordhrein-Westfalen í gær þar sem flokkurinn hefur verið við völd í tæpa fjóra áratugi. Kristilegir demókratar fengu 45 prósent atkvæða en Jafnaðarmannaflokkurinn 37 prósent. Í kjölfarið tilkynntu Schröder kanslari og Franz Muntefering, formaður Jafnaðarmannaflokksins, að kosningum til Sambandsþingsins, sem áttu að fara fram haustið 2006, yrði flýtt. Það er þó hægara sagt en gert. Til að rjúfa þing þarf vantraustsyfirlýsingu þingsins eða samþykki forsetans, Hors Köhlers. Köhler þarf að setjast niður með lögspekingum og fara vandlega yfir þýsku stjórnarskrána. Jafnvel er talið líklegt að gerðar verði á henni breytingar á þann veg að tveir þriðju hlutar þingsins nægi til að rjúfa þing. En fleira gæti staðið í veginum. Kristilegir demókratar, helsti stjórnarandstöðuflokkurinn, eru ekki spenntir fyrir erfiðum kosningaslag og vita ekki hvern þeir eiga að bjóða fram sem kanslaraefni þótt Angela Merkel þyki líklegt. Persónufylgi formanns Græningja, Joscka Fischers, er í lágmarki og fylgi flokksins helst í hendur við það. Líklegt er að þeir séu því ekkert yfir sig spenntir fyrir því að flýta kosningum. Þá er talið líklegt að þetta muni valda klofningi innan Jafnaðamannaflokks Schröders. Vinstri armurinn, sem telur Schröder hafa gert sér of dælt við viðskiptalífið á kostnað félagslegra umbóta, gæti einnig orðið honum til vandræða. Kanslarinn segir þó ekkert annað í stöðunni. Úrslitin í héraðskosningunum í gær sýni að grafið hefur undan umboði hans og ríkisstjórnarinnar. Það sé skylda hans að flýta kosningum og verði honum að ósk sinni, fara þær að öllum líkindum fram strax í haust, ári áður en kjörtímabilinu lýkur.
Erlent Fréttir Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Sjá meira