Ekki einfalt að flýta kosningum 13. október 2005 19:15 Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, kastar sprengju inn í þýsk stjórnmál með því að fara fram á að kosningar til Sambandsþingsins fari fram ári fyrr en áætlað var. Það eru þó ýmis ljón í veginum fyrir þeim áætlunum. Jafnaðarmannaflokkur Schröders galt afhroð í héraðsþingkosningum í Nordhrein-Westfalen í gær þar sem flokkurinn hefur verið við völd í tæpa fjóra áratugi. Kristilegir demókratar fengu 45 prósent atkvæða en Jafnaðarmannaflokkurinn 37 prósent. Í kjölfarið tilkynntu Schröder kanslari og Franz Muntefering, formaður Jafnaðarmannaflokksins, að kosningum til Sambandsþingsins, sem áttu að fara fram haustið 2006, yrði flýtt. Það er þó hægara sagt en gert. Til að rjúfa þing þarf vantraustsyfirlýsingu þingsins eða samþykki forsetans, Hors Köhlers. Köhler þarf að setjast niður með lögspekingum og fara vandlega yfir þýsku stjórnarskrána. Jafnvel er talið líklegt að gerðar verði á henni breytingar á þann veg að tveir þriðju hlutar þingsins nægi til að rjúfa þing. En fleira gæti staðið í veginum. Kristilegir demókratar, helsti stjórnarandstöðuflokkurinn, eru ekki spenntir fyrir erfiðum kosningaslag og vita ekki hvern þeir eiga að bjóða fram sem kanslaraefni þótt Angela Merkel þyki líklegt. Persónufylgi formanns Græningja, Joscka Fischers, er í lágmarki og fylgi flokksins helst í hendur við það. Líklegt er að þeir séu því ekkert yfir sig spenntir fyrir því að flýta kosningum. Þá er talið líklegt að þetta muni valda klofningi innan Jafnaðamannaflokks Schröders. Vinstri armurinn, sem telur Schröder hafa gert sér of dælt við viðskiptalífið á kostnað félagslegra umbóta, gæti einnig orðið honum til vandræða. Kanslarinn segir þó ekkert annað í stöðunni. Úrslitin í héraðskosningunum í gær sýni að grafið hefur undan umboði hans og ríkisstjórnarinnar. Það sé skylda hans að flýta kosningum og verði honum að ósk sinni, fara þær að öllum líkindum fram strax í haust, ári áður en kjörtímabilinu lýkur. Erlent Fréttir Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, kastar sprengju inn í þýsk stjórnmál með því að fara fram á að kosningar til Sambandsþingsins fari fram ári fyrr en áætlað var. Það eru þó ýmis ljón í veginum fyrir þeim áætlunum. Jafnaðarmannaflokkur Schröders galt afhroð í héraðsþingkosningum í Nordhrein-Westfalen í gær þar sem flokkurinn hefur verið við völd í tæpa fjóra áratugi. Kristilegir demókratar fengu 45 prósent atkvæða en Jafnaðarmannaflokkurinn 37 prósent. Í kjölfarið tilkynntu Schröder kanslari og Franz Muntefering, formaður Jafnaðarmannaflokksins, að kosningum til Sambandsþingsins, sem áttu að fara fram haustið 2006, yrði flýtt. Það er þó hægara sagt en gert. Til að rjúfa þing þarf vantraustsyfirlýsingu þingsins eða samþykki forsetans, Hors Köhlers. Köhler þarf að setjast niður með lögspekingum og fara vandlega yfir þýsku stjórnarskrána. Jafnvel er talið líklegt að gerðar verði á henni breytingar á þann veg að tveir þriðju hlutar þingsins nægi til að rjúfa þing. En fleira gæti staðið í veginum. Kristilegir demókratar, helsti stjórnarandstöðuflokkurinn, eru ekki spenntir fyrir erfiðum kosningaslag og vita ekki hvern þeir eiga að bjóða fram sem kanslaraefni þótt Angela Merkel þyki líklegt. Persónufylgi formanns Græningja, Joscka Fischers, er í lágmarki og fylgi flokksins helst í hendur við það. Líklegt er að þeir séu því ekkert yfir sig spenntir fyrir því að flýta kosningum. Þá er talið líklegt að þetta muni valda klofningi innan Jafnaðamannaflokks Schröders. Vinstri armurinn, sem telur Schröder hafa gert sér of dælt við viðskiptalífið á kostnað félagslegra umbóta, gæti einnig orðið honum til vandræða. Kanslarinn segir þó ekkert annað í stöðunni. Úrslitin í héraðskosningunum í gær sýni að grafið hefur undan umboði hans og ríkisstjórnarinnar. Það sé skylda hans að flýta kosningum og verði honum að ósk sinni, fara þær að öllum líkindum fram strax í haust, ári áður en kjörtímabilinu lýkur.
Erlent Fréttir Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira