Erlent

Rúmenarnir komnir heim

Mikill fögnuður ríkti í Búkarest í Rúmeníu í gær vegna heimkomu þriggja blaða- og fréttamanna sem látnir voru lausir úr haldi mannræningja deginum áður. Þeim hafði verið rænt í Bagdad 28. mars síðastliðinn og kröfðust ræningjarnir að Rúmenar kölluðu hersveitir sínar heim frá Írak. Við þeim kröfum var ekki orðið en engu að síður var þremenningunum sleppt. Traian Basescu, forseti Rúmeníu, lofaði þolgæði þremenninganna í móttökuræðu sinni og þakkaði rúmenskum aröbum sérstaklega sem lögðu sitt af mörkum til að fá þá lausa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×