Erlent

Laura Bush í Mið-Austurlöndum

Laura Bush, forsetafrú Bandaríkjanna er nú á ferðalagi um Mið-Austurlönd. Hópur fólks mótmælti komu hennar harðlega þegar hún var á ferð í Jerúsalem. Það voru bæði gyðingar og múslimar sem stóðu fyrir mótmælunum. Að sögn komu mótmælin henni ekki á óvart og að hún hefði beinlínis búist við slíku þar sem öllum væri ljóst þvílík spenna ríkti á milli trúarhópa á svæðinu. Laura er nú í Egyptalandi þar sem hún hitti Suzanne Mubarak forsetafrú en þær ræddu sérstaklega um mikilvægi þess að lesa fyrir börn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×