Erlent

Gíslum fagnað við heimkomu

Það urðu gríðarlegir fagnaðarfundir hjá þremur rúmenskum blaðamönnum og fjölskyldum þeirra í dag þegar blaðamennirnir sneru til síns heima eftir að hafa verið í haldi uppreisnarmanna í Írak í tæpa tvo mánuði. Þremenningunum, sjónvarpsfréttamanni, kvikmyndatökumanni og blaðamanni, var rænt í Bagdad 28. mars ásamt túlki sínum og þess krafist að Rúmenar kölluðu herlið sitt frá Írak, annars yrði fólkið tekið af lífi. Þessu hafnaði ríkisstjórn Rúmeníu alfarið en forseti landsins, Traian Basescu, vann að lausn fólksins og var þeim loks sleppt í gær. Ekki hefur verið gefið upp hvers vegna þeim var sleppt en forsetinn neitaði að lausnargjald hefði verið greitt fyrir fjórmenningana. Arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera birti í gær myndband sem á hafa verið frá hópnum sem rændi fjórmenningunum. Þar skýrir einn mannræingjanna að að hópurinn hafi sleppt gíslunum að beiðni sádi-arabíska klerksins Salman al-Odeh og múslíma í Rúmeníu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×