Erlent

Svíar andvígir NATO aðild

Andstæðingum þess að Svíþjóð sæki um aðild að Atlantshafsbandalaginu fer fjölgandi. Ný könnun sýnir að tæpur helmingur sænskra kjósenda er andvígur aðild en fylgjendur eru ekki nema 20 af hundraði og hefur fækkað um tvö prósentustig frá 2003. Árlegur öryggismálafundur NATO hófst í bænum Åre í Svíþjóð í morgun, en hann sækja margir helstu leiðtogar ríkja bandalagsins. Gunnar Gunnarsson, fastafulltrúi Íslands hjá NATO, sækir fundinn fyrir Íslands hönd. Miklar öryggisráðstafanir eru gerðar vegna fundarins og verða um 1.700 lögreglumenn til taks á fundarstað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×