Erlent

Laura Bush fékk óblíðar móttökur

Ekki voru allir jafn hrifnir af Lauru Bush, forsetafrú Bandaríkjanna, þegar hún heimsótti helga staði gyðinga og múslíma í Jerúsalem í gær. Þegar hún stakk bréfmiða í Grátmúrinn kröfðust mótmælendur þess að Ísraelsmaðurinn Jonathan Pollard, sem setið hefur í fangelsi í Bandaríkjunum frá árinu 1987 fyrir njósnir, yrði látinn laus. Við Al-Aqsa moskuna á Musterishæðinni sögðu múslímar að forsetafrúin væri ekki velkomin. Laura Bush fór að Grátmúrnum í fylgd Gilu, eiginkonu Moshes Katsavs, forseta Ísraels. Laura Bush kom til Ísraels frá Jórdaníu þar sem hún sat ráðstefnu á vegum samtakanna World Economic Forum þar sem hún hvatti leiðtoga arabaríkja til að auka réttindi kvenna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×