Erlent

Leitar samkomulags meðal iðnríkja

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hyggst freista þess fyrir fund átta helstu iðnríkja heims í júlí að ná samkomulagi meðal þeirra um stuðning við Afríku og baráttu gegn veðurfarsbreytingum. Frá þessu greindi skrifstofa forsætisráðherrans í dag. Í vikunni mun hann heimsækja Ítali í þessum tilgangi og þá hyggur hann einnig á ferð til Moskvu og Washington. Enn fremur hittir hann Jacques Chirac, forseta Frakklands, og Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, auk þess sem hann mun eiga myndbandsfund með forsætisráðherrum Kanada og Japans. Baráttan gegn fátækt og sjúkdómum í Afríku og viðbrögð við veðurfarsbreytingum um allan heim, sem taldar eru af mannavöldum, eru líkleg til þess að vera aðalumræðuefni fundar iðnríkjanna sem fram fer í Skotlandi 6.-8. júlí.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×