Erlent

Úsbeskir flóttamenn aftur heim

Stjórnvöld í Kirgisistan hafa meinað flóttamönnum frá Úsbekistan að koma inn í landið en þeir leituðu þar hælis eftir að átök brutust út í Andijan og nálægum borgum í síðustu viku. Flóttamennirnir ætla því sjálfviljugir aftur til Andijan og taka þar þátt í uppreisninni gegn stjórn Islam Karimov. Flóttamennirnir hafa haldið til í búðum Kirgisistanmegin við landamærin undanfarið en stjórnvöld í Kirgisistan virðast hafa ætlað að reka fólkið heim vegna þrýstings frá stjórnvöldum í Tashkent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×