Erlent

Fannst grafin lifandi

Átta ára stúlka fannst grafin lifandi í endurvinnslugámi í Lake Worth í Flórída í gær. Lögrelgumaður sá móta fyrir hönd hennar í gámnum og gróf hana því upp. Telpan hafði verið misnotuð kynferðislega og ljóst að hún var skilin eftir til að deyja. Því má telja kraftaverki líkast að hún hafi fundist. Stúlkan var vel á sig komin eftir atvikum. Hún gat sagt til árásarmannsins sem var handtekinn í kjölfarið fyrir nauðgun og morðtilraun. Hann er einungis 17 ára en engu að síður verður réttað yfir honum sem fullorðnum manni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×