Erlent

Fækkar í sænskum framhaldsskólum

Svíar hafa vaxandi áhyggjur af því að ungmennum sem ekki ljúka framhaldsskólanámi fer stöðugt fjölgandi. Þrír af hverjum tíu Svíum um tvítugt hafa ekki lokið framhaldsnámi samkvæmt nýrri könnun en samasvarandi tala var tveir af hverjum tíu í upphafi tíunda áratugarins. Þá voru það um 20 þúsund ungmenni í hverjum árgangi sem ekki kláruðu framhaldsskólanám en nú er þessi tala um 30 þúsund.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×