Erlent

Nýr forseti Mongólíu

Nambariin Enkhbayar er nýkjörinn forseti Mongólíu. Hann er bókmenntafræðingur að mennt og sótti menntun sína til Bretlands. Hann kemur úr Byltingarflokki alþýðunnar sem er gamli kommúnistaflokkurinn í þessu fyrrverandi leppríki Sovétríkjanna. Enkhbayar lofar því að vinna með pólitískum andstæðingum sínum að því að berjast gegn fátæktinni sem hrjáir stóran hluta mongólsku þjóðarinnar. Það ætlar hann að gera með því að efla innlenda og erlenda fjárfestingu og skapa þannig fleiri störf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×