Erlent

Stemma stigu við ofdrykkju

Breskum krám og börum verður bannað að vera með svokallað happy hour til að koma í veg fyrir að viðskiptavinirnir verði ofurölvaðir. Happy hour er nokkurs konar útsala á ákveðnum drykkjum á ákveðnum tímum en við slíkar aðstæður freistast margur gesturinn til að drekka meira en hann þolir. Slík ofdrykkja er orðin að meiri háttar vandamáli í Bretlandi og hefur hún leitt til þess að ákveðin svæði í miðborgum eru þannig að aðrir koma ekki þangað á þessum tíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×