Erlent Flugskeytaárás á flóttamannabúðir Ísraelski herinn skaut flugskeytum á flóttamannabúðir á Gasasvæðinu í morgun þar sem herskáir Palestínumenn undirbjuggu sprengjuárás á nálæga gyðingabyggð. Þrír Palestínumenn særðust í árásinni. Erlent 30.5.2005 00:01 Hollendingar hafni stjórnarskránni Ef fer sem horfir munu Hollendingar hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins í kosningunum sem fram fara í landinu á miðvikudag. Ný könnun á fylgi Hollendinga við stjórnarskrána sem birt var í dag sýnir að 65 prósent landsmanna séu mótfallin skránni en aðeins 20 prósent með henni. Erlent 30.5.2005 00:01 Fimm særðust í sprengingu í Kabúl Fimm særðust þegar sprengja sprakk í vegkanti í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun. Fólkið sem særðist var í leigubíl á eftir bifreið sem var full af hermönnum frá NATO og er talið að sprengjan hafi verið ætluð þeim. Erlent 30.5.2005 00:01 Sótt gegn andspyrnumönnum í Bagdad Írakski herinn hóf í dag umfangsmestu aðgerð sína frá því að Saddam Hussein var komið frá völdum, en um 40 þúsund hermenn hafa umkringt höfuðborgina Bagdad og hyggjast ganga á milli bols og höfuðs á uppreisnarmönnum í borginni. Þeir njóta aðstoðar 10 þúsund bandarískra hermanna og verður öllum leiðum til og frá borginni lokað og farið hverfi úr hverfi í leit að erlendum sem innlendum uppreisnarmönnum. Erlent 29.5.2005 00:01 Hefja átak gegn mænusótt í Jemen Stjórnvöld í Jemen greindu frá því í dag að 179 börn hefðu greinst með mænusótt í mænusóttarfaraldri sem gengur yfir landið. 108 þeirra hafa lamast vegna sjúkdómsins. Brugðist verður við þessu með átaki á landsvísu þar sem rúmlega 4,6 milljónir barna undir fimm ára aldri verða bólusettar gegn sjúkdómnum á næstu þremur dögum, en sjúkdómurinn hafði ekki gert vart við sig í landinu frá árinu 1996. Erlent 29.5.2005 00:01 Saga Sellafield öll? Nú er komið í ljós að 83.000 lítrar af mjög geislavirkum vökva láku úr ónýtri leiðslu í Thorp-kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Sellafield í allt að níu mánuði án þess að starfsmenn hennar yrðu þess áskynja. Erlent 29.5.2005 00:01 Líklega dómur í vikunni Rússneski auðkýfingurinn Míkhaíl Khodorkovskí, mun líklega komast að því í þessari viku hversu lengi hann mun fá að dúsa í fangelsi. Erlent 29.5.2005 00:01 Meiri kjörsókn en fyrir 13 árum Um tíu milljónir Frakka höfðu um hádegi greitt atkvæði um stjórnarskrá Evrópusambandsins en það er um fjórðungur þeirra sem eru á kjörskrá. Segja frönsk blöð að það sé tæplega fimm prósentustigum fleiri en kosið höfðu á sama tíma um Maastricht-samkomulagið í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1992. Erlent 29.5.2005 00:01 Með logandi vindil innanklæða Benjamin Nethanyahu, fjármálaráðherra Ísraels, veitti í dag eldheitt útvarpsviðtal í orðsins fyllstu merkingu skömmu fyrir ríkisstjórnarfund. Forsætisráðherrann fyrrverandi var að ræða við fréttamann frá útvarpi hersins þegar fréttamaðurinn sagðist skyndilega finna reykjarlykt. Netanyahu hváði en þá benti fréttamaðurinn honum á að vindill innan á jakkafötum hans stæði í ljósum logum. Erlent 29.5.2005 00:01 Tók son sinn í gíslingu Maður ruddist inn á sjúkrahús í Blekinge í Karlskrona-héraði í Svíþjóð í gær og tók son sinn í gíslingu. Hann hótaði að kveikja í sér og syninum. Erlent 29.5.2005 00:01 Kjörstaðir opnaðir í Frakklandi Þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins í Frakklandi er hafin. 42 milljónir Frakka eru á kjörskrá og skoðanakannanir benda til að þeir muni hafna stjórnarskránni. Samþykki allra 25 aðildarríkja sambandsins þarf til að stjórnarskráin taki gildi en ráðgert var að það yrði strax á næsta ári. Erlent 29.5.2005 00:01 Frakkar hafna stjórnarskrá ESB Frakkar hafa hafnað stjórnarskrá Evrópusambandsins með afgerandi hætti ef marka má útgönguspár sem birtar voru skömmu eftir að kjörstöðum var lokað í París og Lyon klukkan átta að íslenskum tíma. Samkvæmt útgönguspánum neituðu á milli 55 og 58 prósent Frakka að samþykkja stjórnarskrána, en kjörsókn er sögð á bilinu 70-80 prósent. Ekki er búið að greina frá endanlegum niðurstöðum en það verður gert síðar í kvöld. Erlent 29.5.2005 00:01 Handteknir fyrir hátækninjósnir Átján manns hafa verið handteknir í Ísrael vegna gruns um iðnaðarnjósnir. Margir hinna handteknu eru háttsettir yfirmenn í ísraelskum fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækjum. Erlent 29.5.2005 00:01 Vilja samstöðu gegn hernaði Stúdentar í Suður-Kóreu vilja að íbúar Suður- og Norður-Kóreu standi saman í andstöðu gegn hernaðaráformum Bandaríkjanna á Kóreuskaga. Þúsundir stúdenta í Suður-Kóreu mótmæltu á götum úti í dag. Erlent 29.5.2005 00:01 Sex drukknuðu í brunni í Kína Sex Kínverjar úr sömu fjölskyldu drukknuðu í vatnsbrunni þegar hver björgunaraðgerðin á fætur annarri fór úrskeiðis. Þetta gerðist í Guagdong-héraði í Suður-Kína. Sá fyrsti féll ofan í brunninn þegar hann reyndi að koma fyrir nýrri vatnspumpu. Ættingi mannisins stökk til og reyndi að bjarga honum en sá sneri ekki aftur upp úr brunninum. Erlent 29.5.2005 00:01 Kosið í Líbanon í dag Íbúar Líbanons gengu til frjálsra þingkosninga í dag, þeirra fyrstu sem þar fara fram í þrjá áratugi án íhlutunar Sýrlendinga. Búist er við að niðurstaða kosninganna endurspegli ánægju Líbana með þá þróun og að flokkur sonar fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Rafiqs Hariris, vinni afgerandi sigur. Erlent 29.5.2005 00:01 Al-Zarqawi sagður stjórna gagnárás Al-Qaida samtökin í Írak greindu frá því í yfirlýsingu á Netinu í dag að leiðtogi þeirra, Abu Musab al-Zarqawi, færi fyrir gagnsókn gegn írökskum og bandarískum sem í dag hófu umfangsmikla aðgerð gegn uppreisnarmönnum í Bagdad. <em>Sunday Times</em> greindi frá því í dag að al-Zarqawi hefði hugsanlega verið fluttur til Írans vegna sára sem hann hlaut í árás Bandaríkjamanna á bílalest hans fyrir þremur vikum en stjórnvöld í Íran hafa hafnað því. Erlent 29.5.2005 00:01 Stjórnarandstæðingar bæta við sig Fyrsti hluti líbönsku þingkosninganna hófst í gær en þá var kosið í höfuðborginni Beirút. Búist er við að andstæðingar Sýrlendinga muni auka hlut sinn verulega á líbanska þinginu. Erlent 29.5.2005 00:01 Heldur syni sínum í gíslingu Faðir fimmtán ára drengs hefur tekið son sinn í gíslingu á sjúkrahúsi í Karlskrona í Svíþjóð og hótar að kveikja bæði í honum og sjálfum sér. Um er að ræða flóttafólk frá Aserbadsjan sem til stendur að vísa úr landi á morgun. Erlent 29.5.2005 00:01 Birti myndband af ítölskum gísl Afgönsk sjónvarpsstöð birti í dag myndband með ítölsku konunni Clementinu Cantoni sem rænt var í Kabúl í Afganistan fyrir um tveimur vikum. Cantoni, sem starfaði fyrir hjálparsamtökin CARE International, var á myndbandinu á milli tveggja vopnaðra manna sem beindu rifflum sínum að henni en hún kallaði ekki eftir hjálp. Erlent 29.5.2005 00:01 Frakkar höfnuðu sáttmálanum Frakkar höfnuðu stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins með afgerandi hætti í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fram fór í gær. Úrslitin eru reiðarslag fyrir Jacques Chirac, forseta landsins, og draga auk þess úr líkunum á að sáttmálinn taki gildi í óbreyttri mynd. Erlent 29.5.2005 00:01 Segir al-Zarqawi hugsanlega í Íran Talsmenn stjórnvalda í Íran vísa á bug frétt í breska blaðinu <em>Sunday Times</em> að al-Zarqawi, leiðtogi al-Qaida í Írak, hafi verið fluttur alvarlega særður til Írans. Erlent 29.5.2005 00:01 Fjórðungur hefur þegar kosið Um tíu milljónir Frakka höfðu greitt atkvæði fyrir hádegi um stjórnarskrá Evrópusambandsins en það er um fjórðungur þeirra sem eru á kjörskrá. Skoðanakannanir benda til að þeir muni hafna stjórnarskránni þótt mjótt verði á munum. Samþykki allra 25 aðildarríkja Evrópusambandsins þarf til að stjórnarskráin taki gildi. Erlent 29.5.2005 00:01 Biður samlöndum sínum griða Georgi Parvanov, forseti Búlgaríu, er staddur í Líbíu til að biðja samlöndum sínum griða en þeir eru ásakaðir um að hafa smitað yfir 400 líbísk börn af HIV-veirunni. Fimmtíu þeirra eru þegar dáin. Erlent 29.5.2005 00:01 Al-Zarqawi hugsanlega í Íran Talið er að Abu Musab al-Zarqawi, leiðtogi al-Kaída Írak, hafi yfirgefið landið. 25 fórust í árásum og átökum víða um landið í gær. Erlent 29.5.2005 00:01 Klerkur drepinn í Afganistan Byssumenn myrtu í áhrifamikinn afganskan klerk og andstæðing talibana í suðurhluta Afganistans í dag. Mawlavi Abdullah Fayaz var á leið frá skrifsofu sinni í borginni Kandahar þegar tveir menn á vélhjóli óku hjá og skutu hann til bana. Hamid Karzai, forseti Afganistans, fordæmdi morðið og sagði það árás í íslam og hvatti til þess að höndum yrði komið yfir tilræðismennina hið fyrsta. Erlent 29.5.2005 00:01 Hermannaveiki í rénun í Noregi Hermannveikifaraldurinn í Fredrikstad í Noregi, sem lagt hefur fimm menn að velli, virðist í rénum. Frá því í gærmorgun hafa engir nýir sjúklingar á sjúkrahúsinu Östfold greinst með veikina. Stjórnvöld hafa fyrirskipað að öll loftræstikerfi á svæðinu skuli hreinsuð fyrir miðnætti. Erlent 29.5.2005 00:01 66% höfðu kosið klukkan fimm 66 prósent kjósenda höfðu kosið í Frakklandi um stjórnarskrá Evrópu klukkan fimm að íslenskum tíma, sjö að frönskum tíma. Frá þessu greindi innanríkisráðuneyti Frakklands áðan. Kosningaþátttaka virðist vera öllu meiri en þegar franska þjóðin greiddi atkvæði um Maastricht-sáttmálann árið 1992. Þá var heildarþátttaka tæp 70 prósent. Öllum kjörstöðum var lokað nú klukkan sex að íslenskum tíma nema í París og Lyon, en þar verður opið tveimur tímum lengur. Erlent 29.5.2005 00:01 Heimtir úr helju Þrem kanadískum fjallgöngumönnum var bjargað á laugardaginn eftir að hafa orðið næstum því úti á Logan-fjalli, hæsta fjalli landsins, en það er skammt frá landamærunum við Alaska. Erlent 29.5.2005 00:01 Konur 10% frambjóðenda í kosningum Nærri þrjú þúsund manns hyggjast sækja eftir sæti á afganska þinginu í kosningum 18. september næstkomandi. Af þeim eru einungins rétt um tíu prósent konur. Frá þessu greindi kjörstjórn í landinu í dag. Framboðsfrestur rann út á fimmtudag, en barist er um 249 sæti í Wolesi Jirga, neðri deild afganska þingsins. Erlent 29.5.2005 00:01 « ‹ ›
Flugskeytaárás á flóttamannabúðir Ísraelski herinn skaut flugskeytum á flóttamannabúðir á Gasasvæðinu í morgun þar sem herskáir Palestínumenn undirbjuggu sprengjuárás á nálæga gyðingabyggð. Þrír Palestínumenn særðust í árásinni. Erlent 30.5.2005 00:01
Hollendingar hafni stjórnarskránni Ef fer sem horfir munu Hollendingar hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins í kosningunum sem fram fara í landinu á miðvikudag. Ný könnun á fylgi Hollendinga við stjórnarskrána sem birt var í dag sýnir að 65 prósent landsmanna séu mótfallin skránni en aðeins 20 prósent með henni. Erlent 30.5.2005 00:01
Fimm særðust í sprengingu í Kabúl Fimm særðust þegar sprengja sprakk í vegkanti í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun. Fólkið sem særðist var í leigubíl á eftir bifreið sem var full af hermönnum frá NATO og er talið að sprengjan hafi verið ætluð þeim. Erlent 30.5.2005 00:01
Sótt gegn andspyrnumönnum í Bagdad Írakski herinn hóf í dag umfangsmestu aðgerð sína frá því að Saddam Hussein var komið frá völdum, en um 40 þúsund hermenn hafa umkringt höfuðborgina Bagdad og hyggjast ganga á milli bols og höfuðs á uppreisnarmönnum í borginni. Þeir njóta aðstoðar 10 þúsund bandarískra hermanna og verður öllum leiðum til og frá borginni lokað og farið hverfi úr hverfi í leit að erlendum sem innlendum uppreisnarmönnum. Erlent 29.5.2005 00:01
Hefja átak gegn mænusótt í Jemen Stjórnvöld í Jemen greindu frá því í dag að 179 börn hefðu greinst með mænusótt í mænusóttarfaraldri sem gengur yfir landið. 108 þeirra hafa lamast vegna sjúkdómsins. Brugðist verður við þessu með átaki á landsvísu þar sem rúmlega 4,6 milljónir barna undir fimm ára aldri verða bólusettar gegn sjúkdómnum á næstu þremur dögum, en sjúkdómurinn hafði ekki gert vart við sig í landinu frá árinu 1996. Erlent 29.5.2005 00:01
Saga Sellafield öll? Nú er komið í ljós að 83.000 lítrar af mjög geislavirkum vökva láku úr ónýtri leiðslu í Thorp-kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Sellafield í allt að níu mánuði án þess að starfsmenn hennar yrðu þess áskynja. Erlent 29.5.2005 00:01
Líklega dómur í vikunni Rússneski auðkýfingurinn Míkhaíl Khodorkovskí, mun líklega komast að því í þessari viku hversu lengi hann mun fá að dúsa í fangelsi. Erlent 29.5.2005 00:01
Meiri kjörsókn en fyrir 13 árum Um tíu milljónir Frakka höfðu um hádegi greitt atkvæði um stjórnarskrá Evrópusambandsins en það er um fjórðungur þeirra sem eru á kjörskrá. Segja frönsk blöð að það sé tæplega fimm prósentustigum fleiri en kosið höfðu á sama tíma um Maastricht-samkomulagið í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1992. Erlent 29.5.2005 00:01
Með logandi vindil innanklæða Benjamin Nethanyahu, fjármálaráðherra Ísraels, veitti í dag eldheitt útvarpsviðtal í orðsins fyllstu merkingu skömmu fyrir ríkisstjórnarfund. Forsætisráðherrann fyrrverandi var að ræða við fréttamann frá útvarpi hersins þegar fréttamaðurinn sagðist skyndilega finna reykjarlykt. Netanyahu hváði en þá benti fréttamaðurinn honum á að vindill innan á jakkafötum hans stæði í ljósum logum. Erlent 29.5.2005 00:01
Tók son sinn í gíslingu Maður ruddist inn á sjúkrahús í Blekinge í Karlskrona-héraði í Svíþjóð í gær og tók son sinn í gíslingu. Hann hótaði að kveikja í sér og syninum. Erlent 29.5.2005 00:01
Kjörstaðir opnaðir í Frakklandi Þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins í Frakklandi er hafin. 42 milljónir Frakka eru á kjörskrá og skoðanakannanir benda til að þeir muni hafna stjórnarskránni. Samþykki allra 25 aðildarríkja sambandsins þarf til að stjórnarskráin taki gildi en ráðgert var að það yrði strax á næsta ári. Erlent 29.5.2005 00:01
Frakkar hafna stjórnarskrá ESB Frakkar hafa hafnað stjórnarskrá Evrópusambandsins með afgerandi hætti ef marka má útgönguspár sem birtar voru skömmu eftir að kjörstöðum var lokað í París og Lyon klukkan átta að íslenskum tíma. Samkvæmt útgönguspánum neituðu á milli 55 og 58 prósent Frakka að samþykkja stjórnarskrána, en kjörsókn er sögð á bilinu 70-80 prósent. Ekki er búið að greina frá endanlegum niðurstöðum en það verður gert síðar í kvöld. Erlent 29.5.2005 00:01
Handteknir fyrir hátækninjósnir Átján manns hafa verið handteknir í Ísrael vegna gruns um iðnaðarnjósnir. Margir hinna handteknu eru háttsettir yfirmenn í ísraelskum fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækjum. Erlent 29.5.2005 00:01
Vilja samstöðu gegn hernaði Stúdentar í Suður-Kóreu vilja að íbúar Suður- og Norður-Kóreu standi saman í andstöðu gegn hernaðaráformum Bandaríkjanna á Kóreuskaga. Þúsundir stúdenta í Suður-Kóreu mótmæltu á götum úti í dag. Erlent 29.5.2005 00:01
Sex drukknuðu í brunni í Kína Sex Kínverjar úr sömu fjölskyldu drukknuðu í vatnsbrunni þegar hver björgunaraðgerðin á fætur annarri fór úrskeiðis. Þetta gerðist í Guagdong-héraði í Suður-Kína. Sá fyrsti féll ofan í brunninn þegar hann reyndi að koma fyrir nýrri vatnspumpu. Ættingi mannisins stökk til og reyndi að bjarga honum en sá sneri ekki aftur upp úr brunninum. Erlent 29.5.2005 00:01
Kosið í Líbanon í dag Íbúar Líbanons gengu til frjálsra þingkosninga í dag, þeirra fyrstu sem þar fara fram í þrjá áratugi án íhlutunar Sýrlendinga. Búist er við að niðurstaða kosninganna endurspegli ánægju Líbana með þá þróun og að flokkur sonar fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Rafiqs Hariris, vinni afgerandi sigur. Erlent 29.5.2005 00:01
Al-Zarqawi sagður stjórna gagnárás Al-Qaida samtökin í Írak greindu frá því í yfirlýsingu á Netinu í dag að leiðtogi þeirra, Abu Musab al-Zarqawi, færi fyrir gagnsókn gegn írökskum og bandarískum sem í dag hófu umfangsmikla aðgerð gegn uppreisnarmönnum í Bagdad. <em>Sunday Times</em> greindi frá því í dag að al-Zarqawi hefði hugsanlega verið fluttur til Írans vegna sára sem hann hlaut í árás Bandaríkjamanna á bílalest hans fyrir þremur vikum en stjórnvöld í Íran hafa hafnað því. Erlent 29.5.2005 00:01
Stjórnarandstæðingar bæta við sig Fyrsti hluti líbönsku þingkosninganna hófst í gær en þá var kosið í höfuðborginni Beirút. Búist er við að andstæðingar Sýrlendinga muni auka hlut sinn verulega á líbanska þinginu. Erlent 29.5.2005 00:01
Heldur syni sínum í gíslingu Faðir fimmtán ára drengs hefur tekið son sinn í gíslingu á sjúkrahúsi í Karlskrona í Svíþjóð og hótar að kveikja bæði í honum og sjálfum sér. Um er að ræða flóttafólk frá Aserbadsjan sem til stendur að vísa úr landi á morgun. Erlent 29.5.2005 00:01
Birti myndband af ítölskum gísl Afgönsk sjónvarpsstöð birti í dag myndband með ítölsku konunni Clementinu Cantoni sem rænt var í Kabúl í Afganistan fyrir um tveimur vikum. Cantoni, sem starfaði fyrir hjálparsamtökin CARE International, var á myndbandinu á milli tveggja vopnaðra manna sem beindu rifflum sínum að henni en hún kallaði ekki eftir hjálp. Erlent 29.5.2005 00:01
Frakkar höfnuðu sáttmálanum Frakkar höfnuðu stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins með afgerandi hætti í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fram fór í gær. Úrslitin eru reiðarslag fyrir Jacques Chirac, forseta landsins, og draga auk þess úr líkunum á að sáttmálinn taki gildi í óbreyttri mynd. Erlent 29.5.2005 00:01
Segir al-Zarqawi hugsanlega í Íran Talsmenn stjórnvalda í Íran vísa á bug frétt í breska blaðinu <em>Sunday Times</em> að al-Zarqawi, leiðtogi al-Qaida í Írak, hafi verið fluttur alvarlega særður til Írans. Erlent 29.5.2005 00:01
Fjórðungur hefur þegar kosið Um tíu milljónir Frakka höfðu greitt atkvæði fyrir hádegi um stjórnarskrá Evrópusambandsins en það er um fjórðungur þeirra sem eru á kjörskrá. Skoðanakannanir benda til að þeir muni hafna stjórnarskránni þótt mjótt verði á munum. Samþykki allra 25 aðildarríkja Evrópusambandsins þarf til að stjórnarskráin taki gildi. Erlent 29.5.2005 00:01
Biður samlöndum sínum griða Georgi Parvanov, forseti Búlgaríu, er staddur í Líbíu til að biðja samlöndum sínum griða en þeir eru ásakaðir um að hafa smitað yfir 400 líbísk börn af HIV-veirunni. Fimmtíu þeirra eru þegar dáin. Erlent 29.5.2005 00:01
Al-Zarqawi hugsanlega í Íran Talið er að Abu Musab al-Zarqawi, leiðtogi al-Kaída Írak, hafi yfirgefið landið. 25 fórust í árásum og átökum víða um landið í gær. Erlent 29.5.2005 00:01
Klerkur drepinn í Afganistan Byssumenn myrtu í áhrifamikinn afganskan klerk og andstæðing talibana í suðurhluta Afganistans í dag. Mawlavi Abdullah Fayaz var á leið frá skrifsofu sinni í borginni Kandahar þegar tveir menn á vélhjóli óku hjá og skutu hann til bana. Hamid Karzai, forseti Afganistans, fordæmdi morðið og sagði það árás í íslam og hvatti til þess að höndum yrði komið yfir tilræðismennina hið fyrsta. Erlent 29.5.2005 00:01
Hermannaveiki í rénun í Noregi Hermannveikifaraldurinn í Fredrikstad í Noregi, sem lagt hefur fimm menn að velli, virðist í rénum. Frá því í gærmorgun hafa engir nýir sjúklingar á sjúkrahúsinu Östfold greinst með veikina. Stjórnvöld hafa fyrirskipað að öll loftræstikerfi á svæðinu skuli hreinsuð fyrir miðnætti. Erlent 29.5.2005 00:01
66% höfðu kosið klukkan fimm 66 prósent kjósenda höfðu kosið í Frakklandi um stjórnarskrá Evrópu klukkan fimm að íslenskum tíma, sjö að frönskum tíma. Frá þessu greindi innanríkisráðuneyti Frakklands áðan. Kosningaþátttaka virðist vera öllu meiri en þegar franska þjóðin greiddi atkvæði um Maastricht-sáttmálann árið 1992. Þá var heildarþátttaka tæp 70 prósent. Öllum kjörstöðum var lokað nú klukkan sex að íslenskum tíma nema í París og Lyon, en þar verður opið tveimur tímum lengur. Erlent 29.5.2005 00:01
Heimtir úr helju Þrem kanadískum fjallgöngumönnum var bjargað á laugardaginn eftir að hafa orðið næstum því úti á Logan-fjalli, hæsta fjalli landsins, en það er skammt frá landamærunum við Alaska. Erlent 29.5.2005 00:01
Konur 10% frambjóðenda í kosningum Nærri þrjú þúsund manns hyggjast sækja eftir sæti á afganska þinginu í kosningum 18. september næstkomandi. Af þeim eru einungins rétt um tíu prósent konur. Frá þessu greindi kjörstjórn í landinu í dag. Framboðsfrestur rann út á fimmtudag, en barist er um 249 sæti í Wolesi Jirga, neðri deild afganska þingsins. Erlent 29.5.2005 00:01
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent