Erlent

Handteknir fyrir hátækninjósnir

Átján manns hafa verið handteknir í Ísrael vegna gruns um iðnaðarnjósnir. Margir hinna handteknu eru háttsettir yfirmenn í ísraelskum fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækjum. Þeim er gefið að sök að hafa með sérstökum forritum, svonefndum Trójuhestum, brotist inn í tölvur hjá keppinautum sínum og sölsað þannig undir sig viðkvæm gögn. Ekki liggur fyrir hversu mikinn ágóða fólkið hafði af sínum meintu glæpum en lögregla telur að um mikið fé sé að ræða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×