Erlent

Kosið í Líbanon í dag

Íbúar Líbanons gengu til frjálsra þingkosninga í dag, þeirra fyrstu sem þar fara fram í þrjá áratugi án íhlutunar Sýrlendinga. Búist er við að niðurstaða kosninganna endurspegli ánægju Líbana með þá þróun og að flokkur sonar fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Rafiqs Hariris, vinni afgerandi sigur. Hariri var ráðinn af dögum og í kjölfar morðsins beittu Líbanar og alþjóðasamfélagið Sýrlendinga mikilli pressu um að hverfa með herlið sitt frá landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×