Erlent

Klerkur drepinn í Afganistan

Byssumenn myrtu í áhrifamikinn afganskan klerk og andstæðing talibana í suðurhluta Afganistans í dag. Mawlavi Abdullah Fayaz var á leið frá skrifsofu sinni í borginni Kandahar þegar tveir menn á vélhjóli óku hjá og skutu hann til bana. Hamid Karzai, forseti Afganistans, fordæmdi morðið og sagði það árás í íslam og hvatti til þess að höndum yrði komið yfir tilræðismennina hið fyrsta. Klerkurinn Fayaz hafði í síðustu viku flutt ræðu þar sem hann réðst harkalega á Mohammad Mullah Omar, leiðtoga uppreisnarmanna talibana í Afganistan, en þeir hafa barist hatrammlega við afganskar og bandarískar hersveitir að undanförnu eftir að hafa lýst yfir heilögu stríði gegn ríkisstjórn Karzais.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×