Erlent

66% höfðu kosið klukkan fimm

66 prósent kjósenda höfðu kosið í Frakklandi um stjórnarskrá Evrópu klukkan fimm að íslenskum tíma, sjö að frönskum tíma. Frá þessu greindi innanríkisráðuneyti Frakklands áðan. Kosningaþátttaka virðist vera öllu meiri en þegar franska þjóðin greiddi atkvæði um Maastricht-sáttmálann árið 1992. Þá var heildarþátttaka tæp 70 prósent. Öllum kjörstöðum var lokað nú klukkan sex að íslenskum tíma nema í París og Lyon, en þar verður opið tveimur tímum lengur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×