Erlent

Sótt gegn andspyrnumönnum í Bagdad

MYND/AP
Írakski herinn hóf í dag umfangsmestu aðgerð sína frá því að Saddam Hussein var komið frá völdum, en um 40 þúsund hermenn hafa umkringt höfuðborgina Bagdad og hyggjast ganga á milli bols og höfuðs á uppreisnarmönnum í borginni. Þeir njóta aðstoðar 10 þúsund bandarískra hermanna og verður öllum leiðum til og frá borginni lokað og farið hverfi úr hverfi í leit að erlendum sem innlendum uppreisnarmönnum. Ráðist var í aðgerðina, sem nefnist Elding, vegna þess að uppreisnarmenn hafa mjög hert árásir sínar frá því að ný ríkisstjórn var mynduð í landinu í lok apríl. Frá þeim tíma hafa hafa um 700 Írakar látist í bílsprengjuárásum, skotárásum og fyrirsát andspyrnumanna. Þá hafa að minnsta kosti 70 bandarískir hermenn látist á tímabilinu sem er það mannskæðasta í þeirra röðum frá því í janúar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×