Erlent

Birti myndband af ítölskum gísl

Afgönsk sjónvarpsstöð birti í dag myndband með ítölsku konunni Clementinu Cantoni sem rænt var í Kabúl í Afganistan fyrir um tveimur vikum. Cantoni, sem starfaði fyrir hjálparsamtökin CARE International, var á myndbandinu á milli tveggja vopnaðra manna sem beindu rifflum sínum að henni en hún kallaði ekki eftir hjálp. Það var einkarekna sjónvarpsstöðin Tolo TV sem birti myndirnar en hún tilgreindi ekki hvernig hún hefði komist yfir þær. Fjórir vopnaðir menn rændu Clementinu Cantoni 16. maí síðastliðinn eftir að hafa stöðvað bifreið hennar í miðborg Kabúl en talið er að mannræningarnir séu glæpamenn en ekki uppreisnarmenn.Yfirvöld í Afganistan segja fjölmarga aðila vinna að lausn Cantoni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×