Erlent

Frakkar hafna stjórnarskrá ESB

Frakkar hafa hafnað stjórnarskrá Evrópusambandsins með afgerandi hætti ef marka má útgönguspár sem birtar voru skömmu eftir að kjörstöðum var lokað í París og Lyon klukkan átta að íslenskum tíma. Samkvæmt útgönguspánum neituðu á milli 55 og 58 prósent Frakka að samþykkja stjórnarskrána, en kjörsókn er sögð á bilinu 70-80 prósent. Ekki er búið að greina frá endanlegum niðurstöðum en það verður gert síðar í kvöld. Ljóst er að höfnunin er mikið áfall fyrir Evrópusambandið og segja sumir að úrslitin geti boðað endalok stjórnarskrárinnar. Sky-fréttastofan greinir frá því að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hyggist fara fram á skyndifund með öðrum leiðtogum ríkja Evrópusambandsins þar sem rætt verður hvort hægt sé að bjarga stjórnarskránni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×