Erlent

Saga Sellafield öll?

Nú er komið í ljós að 83.000 lítrar af mjög geislavirkum vökva láku úr ónýtri leiðslu í Thorp-kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Sellafield í allt að níu mánuði án þess að starfsmenn hennar yrðu þess áskynja. Breska dagblaðið The Independent on Sunday sagði í gær frá niðurstöðum skýrslu um lekann sem uppgötvaðist í síðasta mánuði en í henni eru starfsmenn Thorp-stöðvarinnar gagnrýndir fyrir aðgæsluleysi. Ráðamenn viðurkenna í samtali við blaðið að hugsanlegt sé að stöðin verði ekki opnuð framar en hún hefur verið lokuð síðan lekinn uppgötvaðist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×