Erlent

Heldur syni sínum í gíslingu

Faðir fimmtán ára drengs hefur tekið son sinn í gíslingu á sjúkrahúsi í Karlskrona í Svíþjóð og hótar að kveikja bæði í honum og sjálfum sér. Um er að ræða flóttafólk frá Aserbadsjan sem til stendur að vísa úr landi á morgun. Faðirinn kom í morgun á barnageðdeild Blekinge-sjúkrahússins þar sem sonur hans dvelur vegna kvíðaröskunar og sinnuleysis, sýndi lækni tvær stórar kókflöskur fullar af glærum vökva, trúlega eldfimum, og læsti sig inni með drenginn. Lögreglan reynir að tala um fyrir manninum með aðstoð túlks og slökkviliðið hefur verið kallað út ef allt fer á versta veg. Auk mannsins og sonar hans tekur brottvísunin til eiginkonu hans og tveggja stálpaðra barna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×