Erlent

Stjórnarandstæðingar bæta við sig

Fyrsti hluti líbönsku þingkosninganna hófst í gær en þá var kosið í höfuðborginni Beirút. Búist er við að andstæðingar Sýrlendinga muni auka hlut sinn verulega á líbanska þinginu. Þingkosningar fara fram í Líbanon í þessum mánuði og var fyrsti hluti þeirra haldinn í Beirút í gær. Þetta eru fyrstu kosningarnar í landinu í áraraðir sem eru ekki haldnar undir vökulu auga Sýrlendinga en síðustu sýrlensku hermennirnir yfirgáfu landið á dögunum eftir mikinn þrýsting frá Líbönum sjálfum og stórs hluta alþjóðasamfélagsins í kjölfar morðsins á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons.. Kjörsókn í gær var sæmileg en að líkindum hefur dregið úr áhuga fólks á kosningunum að sjálfkjörið var í níu af þeim nítján þingsætum sem kosið var um. Úrslit munu líklega liggja fyrir í dag en fastlega er búist við að stjórnarandstöðunni muni vaxa fiskur um hrygg en hún mótmælti mjög afskiptum Sýrlendinga af líbönskum innanríkismálum. Næstu þrjá sunnudaga verður svo kosið um afganginn af þingsætunum 128.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×