Erlent

Með logandi vindil innanklæða

Benjamin Nethanyahu, fjármálaráðherra Ísraels, veitti í dag eldheitt útvarpsviðtal í orðsins fyllstu merkingu skömmu fyrir ríkisstjórnarfund. Forsætisráðherrann fyrrverandi var að ræða við fréttamann frá útvarpi hersins þegar fréttamaðurinn sagðist skyndilega finna reykjarlykt. Netanyahu hváði en þá benti fréttamaðurinn honum á að vindill innan á jakkafötum hans stæði í ljósum logum. Eitthvað var Netanyahu seinn til því hann fleygði vindlinum ekki á gólfið fyrr en annar ráðherra sem kom aðvífandi sagði honum að gera það. Aðspurður hvers vegna hann hefði kveikt á vindlinum og geymt hann í jakkavasanum svaraði fjármálaráðherrann því til að það væri bannað að reykja í byggingunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×