Erlent Nítján létust í flugslysi Nítján létust þegar túnísk farþegaflugvél fórst við strendur Sikileyjar í gærmorgun. Vélin var á leið frá ítölsku borginni Bari til borgarinnar Djerba í Túnis þegar hún brotlenti á Miðjarðarhafinu. Tuttugu manns lifðu slysið af. Erlent 6.8.2005 00:01 Flóð valda miklu tjóni í Búlgaríu Þrír létust og fimm þúsund þurftu að yfirgefa heimili sín í dag í suður- og vesturhluta Búlgaríu í kjölfar mikilla flóða á svæðinu. Þá hafa margar samgönguæðar rofnað og afskekktir bæir eru einangraðir. Hefur lögregla lýst yfir neyðarástandi vegna vatnavaxtanna, en vatnsyfirborðið hefur sums staðar hækkað um einn og hálfan metra umfram það sem eðlilegt þykir. Erlent 6.8.2005 00:01 Eldur í jarðlest í París Um fimmtán manns veiktust af reykeitrun þegar eldur kom upp í tveimur vögnum í neðanjarðarlestarkerfi Parísarborgar í dag. Talið er að eldurinn hafi kviknað vegna skammhlaups en hann varð ekki mikill og gekk greiðlega að slökkva hann að sögn talsmanns slökkviliðs Parísarborgar. Erlent 6.8.2005 00:01 Discovery frá alþjóðageimstöð Geimferjan Discovery sleppti í dag festum við alþjóðlegu geimstöðina og geimfararnir eru byrjaðir að undirbúa heimför sína á mánudag. Mikil spenna ríkir vegna heimferðarinnar en bandaríska geimferðastofnunin, NASA, segist fullviss um að ferjan sé örugg. Gífurlegt álag er á ferjunni þegar hún kemur inn í gufuhvolf jarðar og ytra byrði hennar hitnar yfir 1300 gráður. Erlent 6.8.2005 00:01 Sjö látnir í flugslysi við Sikiley Að minnsta kosti sjö létust og 20 slösuðust þegar flugvél á vegum Tunisair steyptist í sjóinn undan ströndum Sikileyjar í dag. Vélin var á leið frá Bari á Ítalíu til eyjarinnar Djerba við Túnis þegar flugmálayfirvöldum á Palermo-flugvelli á Sikiley barst tilkynning frá flugmönnunum um tæknibilun í vélinni. Erlent 6.8.2005 00:01 Herflugvél rauf lofthelgi Finna Varnarmálayfirvöld í Finnlandi greindu frá því í dag að rússnesk herflutningavél hefði rofið lofthelgi Finnlands seint í gærkvöld, en vélin var aðeins 100 kílómetra frá höfuðborginni Helsinki. Finnsk yfirvöld líta þetta alvarlegum augum enda deildu þau við Rússa um nokkur sams konar atvik fyrr á árinu, síðast í maí. Erlent 6.8.2005 00:01 Sjóræningjar yfirgefa matvælaskip Sómalskir sjóræningjar, sem rændu skipi á vegum Sameinuðu þjóðanna úti fyrir Sómalíu fyrir rúmum mánuði, hafa fallist á að yfirgefa skipið og sleppa áhöfninni eftir að hafa komist að samkomulagi við Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Skipið var á leið til hafnarinnar í Bossao í Sómalíu með 850 tonn af hrísgrjónum fyrir þá sem eiga um sárt að binda í landinu eftir flóðbylgjuna annan dag jóla í fyrra þegar sjóræningjarnir réðust um borð. Erlent 6.8.2005 00:01 Discovery á leið heim Geimferjan Discovery er lögð af stað aftur til jarðar eftir ferð að alþjóðlegu geimstöðinni. Ef allt gengur að óskum er búist við því að hún lendi á morgun. Erlent 6.8.2005 00:01 Garang borinn til grafar Tugþúsundir Súdana vottuðu John Garang, fyrrverandi varaforseta Súdans, virðingu sína þegar hann var borinn til grafar í borginni Juba í suðurhluta landsins í dag. Garang lést í þyrluslysi fyrir viku, aðeins þremur vikum eftir að hann tók við embætti varaforseta. Erlent 6.8.2005 00:01 Flugvél nauðlendir við Sikiley Ítölsk öryggismálayfirvöld greindu frá því fyrir stundu að flugvél á vegum Tunisair með 35 farþega innanborðs hefði nauðlent í sjónum undan ströndum Sikileyjar. Vélin var á leið frá Bari á Ítalíu til Djerba í Túnis en um er að ræða 50 sæta vél. Fregir af slysinu eru enn litlar en Reuters-fréttastofan hefur eftir öryggismálayfirvöldum að tveir farþegar hafi sést á vængjum vélarinnar eftir að hún lenti. Björgunarlið er á leið á vettvang. Erlent 6.8.2005 00:01 Refsiaðgerðir vofa yfir Íran Refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna vofa nú yfir Íran eftir að stjórnvöld þar höfnuðu boði Evrópusambandsins um bætur fyrir að hætta að auðga úran sem hægt er að nota í kjarnorkusprengjur. Erlent 6.8.2005 00:01 Semja ekki við ESB Íranir höfnuðu í gær sáttaboði Evrópusambandsins. Mahmoud Ahmadinejad forseti Íran sagði felast í sáttatilögunni að Íran hefði ekki rétt til þess að auðga úran. Erlent 6.8.2005 00:01 Björgunaraðgerðum haldið áfram Rússneska flotanum mistókst í nótt að draga dvergkafbátinn sem sökk á Kyrrahafi á grynnri sjó. Kafbáturinn er á 190 metra dýpi og það er of djúpt til þess að sjö manna áhöfnin geti yfirgefið hann og synt upp á yfirborðið. Rússar segja að þeir haldi björgunarstarfi áfram af fullum krafti en svo virðist sem þeir bindi vonir sínar við aðstoð frá Bandaríkjamönnum og Bretum. Erlent 6.8.2005 00:01 Robin Cook alvarlega veikur Robin Cook, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, liggur alvarlega veikur á sjúkrahúsi eftir að hann hneig niður í fjallgöngu. Cook var að ganga á fjallið Ben Stack í Norðvestur-Skotlandi þegar hann veiktist og var hann fluttur með þyrlu á sjúkrahús í Inverness. Þar fóru fram lífgunaraðgerðir í 40 mínútur samkvæmt fréttavef <em>BBC</em>. Erlent 6.8.2005 00:01 Bretar og Bandaríkjamenn hjálpa Breskir og bandarískir sjóliðar komu til Kamtjaska-skaga í gærmorgun með ýmsan búnað til að aðstoða við björgun rússnesks kafbáts sem strandaði á 190 metra dýpi út af skaganum á fimmtudaginn. Strandið bar til þegar netadræsa festist í skrúfu bátsins. Erlent 6.8.2005 00:01 Robin Cook látinn Robin Cook, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, hné niður þegar hann var að ganga á fjallið Ben Stack í hálöndum Skotlands. Hann var sóttur með sjúkraþyrlu og flogið á spítala í Inverness þar sem hann lést í gær. Erlent 6.8.2005 00:01 Íranar muni ekki gefa eftir Íranar munu ekki láta undan þrýstingi Vesturlanda og þeir verða ekki kúgaðir til neinna aðgerða. Þetta sagði Mahmoud Ahmadinejad, nýkjörinn forseti Írans, í ávarpi í kjölfar þess að hann sór embættiseið á íranska þinginu í dag. Íranar deila sem kunnugt er við Evrópusambandið og Bandaríkin um kjarnorkuáætlun sína, en Bandaríkjamenn saka Írana um að nota hana sem yfirvarp fyrir kjarnorkuvopnaframleiðslu. Erlent 6.8.2005 00:01 Árásarinnar á Hiroshima minnst Gærdagurinn var tilfinningaþrunginn í borginni Hiroshima í Japan. Um 55 þúsund manns minntust þess að sextíu ár er liðin frá því að kjarnorkusprengjunni var varpað á borgina. Borgarstjórinn í Hiroshima var ómyrkur í máli. Erlent 6.8.2005 00:01 Komu kafbáti ekki á grynningar Rússneska flotanum mistókst í nótt að draga dvergkafbátinn sem sökk á Kyrrahafi á grynnri sjó. Kafbáturinn er á 190 metra dýpi og það er of djúpt til þess að sjö manna áhöfn geti yfirgefið hann og synt upp á yfirborðið. Bæði breski og bandaríski flotinn hafa sent sérstaka björgunarkafbáta til aðstoðar Rússum og er vonast til að þeir geti náð til dvergkafbátsins áður en loftbirgðir áhafnarinnar þrjóta. Erlent 6.8.2005 00:01 Robin Cook látinn Robin Cook, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands lést í dag. Cook, sem var 59 ára gamall, var í fjallgöngu með nokkrum félögum sínum þegar hann skyndilega hné niður og lést skömmu síðar á sjúkrahúsi. Cook var utanríkisráðherra frá 1997 og 2001 og var mikið í sviðsljósinu eftir það vegna harðrar andstöðu sinnar við ríkisstjórn Tonys Blairs út af Íraksstríðinu. Erlent 6.8.2005 00:01 Setur til sölu! Dýrasta hús í heimi er til sölu. Um er að ræða setur í Norður-Surrey á Bretlandi sem hægt er að kaupa fyrir litlar 70 milljónir punda, nærri átta milljarða króna. Það er fréttavefur fjármálatímaritsins <em>Forbes</em> sem metur setrið það dýrasta á jarðarkringlunni og segir það m.a. þremur milljörðum króna dýrara en það dýrasta í Bandaríkjunum. Erlent 6.8.2005 00:01 Minnast fórnarlamba í Hiroshima Tugþúsundir manna víðs vegar að úr heiminum eru komnir til Hiroshima í Japan, til þess að minnast þess að í dag eru 60 ár síðan kjarnorkusprengju var varpað á borgina. Erlent 6.8.2005 00:01 Þrjú lík fundust í íbúð í London Lögregla í Lundúnum rannsakar nú morð á þremur manneskjum en þær fundust látnar í íbúð í norðurhluta borgarinnar í gær. Talið er að fólkið, 62 ára karlmaður og tvær konur sem voru 27 og 34 ára, hafi verið skotið í höfuðið. Þá fannst níu mánaða barn í íbúðinni en það var heilt á húfi en þó atað blóði. Samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins, <em>BBC</em>, er fólkið skylt en lögregla hefur ekki gefið út neinar hugsanlegar ástæður fyrir morðunum. Erlent 6.8.2005 00:01 Fimm enn saknað eftir flugslys Nú er orðið ljóst að 14 létust og 20 slösuðust þegar flugvél Tunisair hrapaði í sjóinn undan ströndum Sikileyjar í dag. Fimm er enn saknað en ekki er ljóst hverrar þjóðar fólkið er. Vélin, sem er tveggja hreyfla, af gerðinni ATR-42 og tekur 50 manns í sæti, var á leið frá Bari á Ítalíu til eyjarinnar Djerba við Túnis þegar flugmálayfirvöldum á Palermo-flugvelli á Sikiley barst tilkynning frá flugmönnunum um tæknibilun í vélinni. Erlent 6.8.2005 00:01 Óttast súrefnisskort í kafbáti Óttast er að áhöfn rússnesks kafbáts, sem situr fastur á hafsbotni 70 kílómetra úti fyrir Kyrrahafsströnd Rússlands, hafi einungis súrefni sem endist þeim í sólarhring. Björgunarskip eru á leið á slysstað. Erlent 5.8.2005 00:01 Viðvaranir mannréttindahópa Talsmenn mannréttinahópa í Bretlandi tóku í gær ekki vel í tilkynningu Blairs um hertar aðgerðir gegn hryðjuverkum. Shami Chakrabarti, framkvæmdastjóri mannréttindahópsins Liberty, sagði að ekki væri hægt að samþykkja hugmyndir Blairs um að senda fólk til ríkja þar sem það á hættu að verða pyntað. Erlent 5.8.2005 00:01 Sjö kafbátasjómenn í lífshættu Sjö rússneskir kafbátasjómenn voru í lífshættu í gærkvöldi eftir að kafbáturinn þeirra festi skrúfuna í netadræsu og sökk til botns á um 190 metra dýpi út af Kamtjaska-skaga í gær. Erlent 5.8.2005 00:01 Deilt um ákvarðanir fyrir flugslys Hart er deilt um hver hafi tekið þá ákvörðun að þota flugfélagsins Air France skyldi lenda í Toronto á þriðjudag þrátt fyrir gífurlegt óveður, úrhelli og þrumuveður. Segja Kanadamenn að það hafi verið flugstjóri vélarinnar sem hafi tekið endanlega ákvörðun en Air France bendir á flugumferðarstjóra í Toronto. Flugritar vélarinnar eru nú til rannsóknar og er búist við niðurstöðum í næstu viku. Erlent 5.8.2005 00:01 Bóluefni sem dugar alla ævi Vísindamenn vinna nú að þróun bóluefnis sem gæti gefið ævilanga vörn gegn hvers kyns flensu. Einungis eina sprautu þarf þá til. Erlent 5.8.2005 00:01 Tilræðismaður yfirheyrður í Róm Breskir lögreglumenn halda til Rómar á þriðjudaginn kemur til að yfirheyra Hamdi Issac, einn fjórmenninganna sem sagðir eru hafa staðið á bak við í misheppnaðar sprengjuárásir í Lundúnum 21. júlí. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildarmanni innan dómskerfis Ítalíu. Erlent 5.8.2005 00:01 « ‹ ›
Nítján létust í flugslysi Nítján létust þegar túnísk farþegaflugvél fórst við strendur Sikileyjar í gærmorgun. Vélin var á leið frá ítölsku borginni Bari til borgarinnar Djerba í Túnis þegar hún brotlenti á Miðjarðarhafinu. Tuttugu manns lifðu slysið af. Erlent 6.8.2005 00:01
Flóð valda miklu tjóni í Búlgaríu Þrír létust og fimm þúsund þurftu að yfirgefa heimili sín í dag í suður- og vesturhluta Búlgaríu í kjölfar mikilla flóða á svæðinu. Þá hafa margar samgönguæðar rofnað og afskekktir bæir eru einangraðir. Hefur lögregla lýst yfir neyðarástandi vegna vatnavaxtanna, en vatnsyfirborðið hefur sums staðar hækkað um einn og hálfan metra umfram það sem eðlilegt þykir. Erlent 6.8.2005 00:01
Eldur í jarðlest í París Um fimmtán manns veiktust af reykeitrun þegar eldur kom upp í tveimur vögnum í neðanjarðarlestarkerfi Parísarborgar í dag. Talið er að eldurinn hafi kviknað vegna skammhlaups en hann varð ekki mikill og gekk greiðlega að slökkva hann að sögn talsmanns slökkviliðs Parísarborgar. Erlent 6.8.2005 00:01
Discovery frá alþjóðageimstöð Geimferjan Discovery sleppti í dag festum við alþjóðlegu geimstöðina og geimfararnir eru byrjaðir að undirbúa heimför sína á mánudag. Mikil spenna ríkir vegna heimferðarinnar en bandaríska geimferðastofnunin, NASA, segist fullviss um að ferjan sé örugg. Gífurlegt álag er á ferjunni þegar hún kemur inn í gufuhvolf jarðar og ytra byrði hennar hitnar yfir 1300 gráður. Erlent 6.8.2005 00:01
Sjö látnir í flugslysi við Sikiley Að minnsta kosti sjö létust og 20 slösuðust þegar flugvél á vegum Tunisair steyptist í sjóinn undan ströndum Sikileyjar í dag. Vélin var á leið frá Bari á Ítalíu til eyjarinnar Djerba við Túnis þegar flugmálayfirvöldum á Palermo-flugvelli á Sikiley barst tilkynning frá flugmönnunum um tæknibilun í vélinni. Erlent 6.8.2005 00:01
Herflugvél rauf lofthelgi Finna Varnarmálayfirvöld í Finnlandi greindu frá því í dag að rússnesk herflutningavél hefði rofið lofthelgi Finnlands seint í gærkvöld, en vélin var aðeins 100 kílómetra frá höfuðborginni Helsinki. Finnsk yfirvöld líta þetta alvarlegum augum enda deildu þau við Rússa um nokkur sams konar atvik fyrr á árinu, síðast í maí. Erlent 6.8.2005 00:01
Sjóræningjar yfirgefa matvælaskip Sómalskir sjóræningjar, sem rændu skipi á vegum Sameinuðu þjóðanna úti fyrir Sómalíu fyrir rúmum mánuði, hafa fallist á að yfirgefa skipið og sleppa áhöfninni eftir að hafa komist að samkomulagi við Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Skipið var á leið til hafnarinnar í Bossao í Sómalíu með 850 tonn af hrísgrjónum fyrir þá sem eiga um sárt að binda í landinu eftir flóðbylgjuna annan dag jóla í fyrra þegar sjóræningjarnir réðust um borð. Erlent 6.8.2005 00:01
Discovery á leið heim Geimferjan Discovery er lögð af stað aftur til jarðar eftir ferð að alþjóðlegu geimstöðinni. Ef allt gengur að óskum er búist við því að hún lendi á morgun. Erlent 6.8.2005 00:01
Garang borinn til grafar Tugþúsundir Súdana vottuðu John Garang, fyrrverandi varaforseta Súdans, virðingu sína þegar hann var borinn til grafar í borginni Juba í suðurhluta landsins í dag. Garang lést í þyrluslysi fyrir viku, aðeins þremur vikum eftir að hann tók við embætti varaforseta. Erlent 6.8.2005 00:01
Flugvél nauðlendir við Sikiley Ítölsk öryggismálayfirvöld greindu frá því fyrir stundu að flugvél á vegum Tunisair með 35 farþega innanborðs hefði nauðlent í sjónum undan ströndum Sikileyjar. Vélin var á leið frá Bari á Ítalíu til Djerba í Túnis en um er að ræða 50 sæta vél. Fregir af slysinu eru enn litlar en Reuters-fréttastofan hefur eftir öryggismálayfirvöldum að tveir farþegar hafi sést á vængjum vélarinnar eftir að hún lenti. Björgunarlið er á leið á vettvang. Erlent 6.8.2005 00:01
Refsiaðgerðir vofa yfir Íran Refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna vofa nú yfir Íran eftir að stjórnvöld þar höfnuðu boði Evrópusambandsins um bætur fyrir að hætta að auðga úran sem hægt er að nota í kjarnorkusprengjur. Erlent 6.8.2005 00:01
Semja ekki við ESB Íranir höfnuðu í gær sáttaboði Evrópusambandsins. Mahmoud Ahmadinejad forseti Íran sagði felast í sáttatilögunni að Íran hefði ekki rétt til þess að auðga úran. Erlent 6.8.2005 00:01
Björgunaraðgerðum haldið áfram Rússneska flotanum mistókst í nótt að draga dvergkafbátinn sem sökk á Kyrrahafi á grynnri sjó. Kafbáturinn er á 190 metra dýpi og það er of djúpt til þess að sjö manna áhöfnin geti yfirgefið hann og synt upp á yfirborðið. Rússar segja að þeir haldi björgunarstarfi áfram af fullum krafti en svo virðist sem þeir bindi vonir sínar við aðstoð frá Bandaríkjamönnum og Bretum. Erlent 6.8.2005 00:01
Robin Cook alvarlega veikur Robin Cook, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, liggur alvarlega veikur á sjúkrahúsi eftir að hann hneig niður í fjallgöngu. Cook var að ganga á fjallið Ben Stack í Norðvestur-Skotlandi þegar hann veiktist og var hann fluttur með þyrlu á sjúkrahús í Inverness. Þar fóru fram lífgunaraðgerðir í 40 mínútur samkvæmt fréttavef <em>BBC</em>. Erlent 6.8.2005 00:01
Bretar og Bandaríkjamenn hjálpa Breskir og bandarískir sjóliðar komu til Kamtjaska-skaga í gærmorgun með ýmsan búnað til að aðstoða við björgun rússnesks kafbáts sem strandaði á 190 metra dýpi út af skaganum á fimmtudaginn. Strandið bar til þegar netadræsa festist í skrúfu bátsins. Erlent 6.8.2005 00:01
Robin Cook látinn Robin Cook, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, hné niður þegar hann var að ganga á fjallið Ben Stack í hálöndum Skotlands. Hann var sóttur með sjúkraþyrlu og flogið á spítala í Inverness þar sem hann lést í gær. Erlent 6.8.2005 00:01
Íranar muni ekki gefa eftir Íranar munu ekki láta undan þrýstingi Vesturlanda og þeir verða ekki kúgaðir til neinna aðgerða. Þetta sagði Mahmoud Ahmadinejad, nýkjörinn forseti Írans, í ávarpi í kjölfar þess að hann sór embættiseið á íranska þinginu í dag. Íranar deila sem kunnugt er við Evrópusambandið og Bandaríkin um kjarnorkuáætlun sína, en Bandaríkjamenn saka Írana um að nota hana sem yfirvarp fyrir kjarnorkuvopnaframleiðslu. Erlent 6.8.2005 00:01
Árásarinnar á Hiroshima minnst Gærdagurinn var tilfinningaþrunginn í borginni Hiroshima í Japan. Um 55 þúsund manns minntust þess að sextíu ár er liðin frá því að kjarnorkusprengjunni var varpað á borgina. Borgarstjórinn í Hiroshima var ómyrkur í máli. Erlent 6.8.2005 00:01
Komu kafbáti ekki á grynningar Rússneska flotanum mistókst í nótt að draga dvergkafbátinn sem sökk á Kyrrahafi á grynnri sjó. Kafbáturinn er á 190 metra dýpi og það er of djúpt til þess að sjö manna áhöfn geti yfirgefið hann og synt upp á yfirborðið. Bæði breski og bandaríski flotinn hafa sent sérstaka björgunarkafbáta til aðstoðar Rússum og er vonast til að þeir geti náð til dvergkafbátsins áður en loftbirgðir áhafnarinnar þrjóta. Erlent 6.8.2005 00:01
Robin Cook látinn Robin Cook, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands lést í dag. Cook, sem var 59 ára gamall, var í fjallgöngu með nokkrum félögum sínum þegar hann skyndilega hné niður og lést skömmu síðar á sjúkrahúsi. Cook var utanríkisráðherra frá 1997 og 2001 og var mikið í sviðsljósinu eftir það vegna harðrar andstöðu sinnar við ríkisstjórn Tonys Blairs út af Íraksstríðinu. Erlent 6.8.2005 00:01
Setur til sölu! Dýrasta hús í heimi er til sölu. Um er að ræða setur í Norður-Surrey á Bretlandi sem hægt er að kaupa fyrir litlar 70 milljónir punda, nærri átta milljarða króna. Það er fréttavefur fjármálatímaritsins <em>Forbes</em> sem metur setrið það dýrasta á jarðarkringlunni og segir það m.a. þremur milljörðum króna dýrara en það dýrasta í Bandaríkjunum. Erlent 6.8.2005 00:01
Minnast fórnarlamba í Hiroshima Tugþúsundir manna víðs vegar að úr heiminum eru komnir til Hiroshima í Japan, til þess að minnast þess að í dag eru 60 ár síðan kjarnorkusprengju var varpað á borgina. Erlent 6.8.2005 00:01
Þrjú lík fundust í íbúð í London Lögregla í Lundúnum rannsakar nú morð á þremur manneskjum en þær fundust látnar í íbúð í norðurhluta borgarinnar í gær. Talið er að fólkið, 62 ára karlmaður og tvær konur sem voru 27 og 34 ára, hafi verið skotið í höfuðið. Þá fannst níu mánaða barn í íbúðinni en það var heilt á húfi en þó atað blóði. Samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins, <em>BBC</em>, er fólkið skylt en lögregla hefur ekki gefið út neinar hugsanlegar ástæður fyrir morðunum. Erlent 6.8.2005 00:01
Fimm enn saknað eftir flugslys Nú er orðið ljóst að 14 létust og 20 slösuðust þegar flugvél Tunisair hrapaði í sjóinn undan ströndum Sikileyjar í dag. Fimm er enn saknað en ekki er ljóst hverrar þjóðar fólkið er. Vélin, sem er tveggja hreyfla, af gerðinni ATR-42 og tekur 50 manns í sæti, var á leið frá Bari á Ítalíu til eyjarinnar Djerba við Túnis þegar flugmálayfirvöldum á Palermo-flugvelli á Sikiley barst tilkynning frá flugmönnunum um tæknibilun í vélinni. Erlent 6.8.2005 00:01
Óttast súrefnisskort í kafbáti Óttast er að áhöfn rússnesks kafbáts, sem situr fastur á hafsbotni 70 kílómetra úti fyrir Kyrrahafsströnd Rússlands, hafi einungis súrefni sem endist þeim í sólarhring. Björgunarskip eru á leið á slysstað. Erlent 5.8.2005 00:01
Viðvaranir mannréttindahópa Talsmenn mannréttinahópa í Bretlandi tóku í gær ekki vel í tilkynningu Blairs um hertar aðgerðir gegn hryðjuverkum. Shami Chakrabarti, framkvæmdastjóri mannréttindahópsins Liberty, sagði að ekki væri hægt að samþykkja hugmyndir Blairs um að senda fólk til ríkja þar sem það á hættu að verða pyntað. Erlent 5.8.2005 00:01
Sjö kafbátasjómenn í lífshættu Sjö rússneskir kafbátasjómenn voru í lífshættu í gærkvöldi eftir að kafbáturinn þeirra festi skrúfuna í netadræsu og sökk til botns á um 190 metra dýpi út af Kamtjaska-skaga í gær. Erlent 5.8.2005 00:01
Deilt um ákvarðanir fyrir flugslys Hart er deilt um hver hafi tekið þá ákvörðun að þota flugfélagsins Air France skyldi lenda í Toronto á þriðjudag þrátt fyrir gífurlegt óveður, úrhelli og þrumuveður. Segja Kanadamenn að það hafi verið flugstjóri vélarinnar sem hafi tekið endanlega ákvörðun en Air France bendir á flugumferðarstjóra í Toronto. Flugritar vélarinnar eru nú til rannsóknar og er búist við niðurstöðum í næstu viku. Erlent 5.8.2005 00:01
Bóluefni sem dugar alla ævi Vísindamenn vinna nú að þróun bóluefnis sem gæti gefið ævilanga vörn gegn hvers kyns flensu. Einungis eina sprautu þarf þá til. Erlent 5.8.2005 00:01
Tilræðismaður yfirheyrður í Róm Breskir lögreglumenn halda til Rómar á þriðjudaginn kemur til að yfirheyra Hamdi Issac, einn fjórmenninganna sem sagðir eru hafa staðið á bak við í misheppnaðar sprengjuárásir í Lundúnum 21. júlí. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildarmanni innan dómskerfis Ítalíu. Erlent 5.8.2005 00:01