Erlent

Semja ekki við ESB

Íranir höfnuðu í gær sáttaboði Evrópusambandsins. Mahmoud Ahmadinejad forseti Íran sagði felast í sáttatilögunni að Íran hefði ekki rétt til þess að auðga úran. Úran sem er lítið auðgað er nýtt í kjarnaofna kjarnorkuvera en sé það auðgað meira er það nothæft í kjarnorkusprengjur. Ahmadinejad sagði við embættistöku sína í síðasta mánuði að kjarnorkuver þyrftu til að svara orkuþörf landsins en ekki stæði til að nýta úran til að búa til sprengjur. Ýmisir forkólfar vesturlanda hafa þó staðhæft að Íranir áætli að koma sér upp kjarnavopnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×