Erlent

Robin Cook látinn

Robin Cook, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands lést í dag. Cook, sem var 59 ára gamall, var í fjallgöngu með nokkrum félögum sínum þegar hann skyndilega hné niður og lést skömmu síðar á sjúkrahúsi. Cook var utanríkisráðherra frá 1997 og 2001 og var mikið í sviðsljósinu eftir það vegna harðrar andstöðu sinnar við ríkisstjórn Tonys Blairs út af Íraksstríðinu. Árið 2003 sagði hann af sér forsæti í neðri deild breska þingsins, þegar breska ríkisstjórnin ákvað að taka þátt í innrásinni í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×