Erlent

Flugvél nauðlendir við Sikiley

Ítölsk öryggismálayfirvöld greindu frá því fyrir stundu að flugvél á vegum Tunisair með 35 farþega innanborðs hefði nauðlent í sjónum undan ströndum Sikileyjar. Vélin var á leið frá Bari á Ítalíu til Djerba í Túnis en um er að ræða 50 sæta vél. Fregir af slysinu eru enn litlar en Reuters-fréttastofan hefur eftir öryggismálayfirvöldum að tveir farþegar hafi sést á vængjum vélarinnar eftir að hún lenti. Björgunarlið er á leið á vettvang.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×