Erlent

Komu kafbáti ekki á grynningar

Rússneska flotanum mistókst í nótt að draga dvergkafbátinn sem sökk á Kyrrahafi á grynnri sjó. Kafbáturinn er á 190 metra dýpi og það er of djúpt til þess að sjö manna áhöfn geti yfirgefið hann og synt upp á yfirborðið. Bæði breski og bandaríski flotinn hafa sent sérstaka björgunarkafbáta til aðstoðar Rússum og er vonast til að þeir geti náð til dvergkafbátsins áður en loftbirgðir áhafnarinnar þrjóta. Nokkuð misvísandi upplýsingar hafa borist um loftbirgðirnar, en talið er að þær endist í sólarhring til viðbótar. Kafbáturinn sökk þegar netadræsa flæktist í skrúfu hans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×