Erlent

Bóluefni sem dugar alla ævi

Vísindamenn vinna nú að þróun bóluefnis sem gæti gefið ævilanga vörn gegn hvers kyns flensu. Einungis eina sprautu þarf þá til. Líftæknistofan Acambis í Cambridge í Bretlandi hefur tilkynnt að vonir standi til þess að bóluefnið dugi jafnvel gegn hugsanlegum stökkbreytingum á flensuafbrigðum. Hafa ber þó í huga að vinnan er enn á tilraunastigi og enn nokkur ár í að hægt verði að prófa bóluefnið á mönnum. Árlega deyr að minnsta kosti hálf milljón jarðarbúa úr flensu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×