Erlent

Setur til sölu!

Dýrasta hús í heimi er til sölu. Um er að ræða setur í Norður-Surrey á Bretlandi sem hægt er að kaupa fyrir litlar 70 milljónir punda, nærri átta milljarða króna. Það er fréttavefur fjármálatímaritsins Forbes sem metur setrið það dýrasta á jarðarkringlunni og segir það m.a. þremur milljörðum króna dýrara en það dýrasta í Bandaríkjunum. Hér er ekki um neitt kotbýli að ræða því þar er að finna 103 herbergi, bíó- og keilusali, þyrlupall og bílageymslu fyrir átta eðalvagna, en landið er alls 58 hektarar. Þar að auki eru nágrannarnir ekki af verri endanum því sjálf drottningin sjálf býr í Windsor-kastala ekki langt frá og Sir Elton John býr einnig í næsta nágrenni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×