Erlent

Robin Cook alvarlega veikur

Robin Cook, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, liggur alvarlega veikur á sjúkrahúsi eftir að hann hneig niður í fjallgöngu. Cook var að ganga á fjallið Ben Stack í Norðvestur-Skotlandi þegar hann veiktist og var hann fluttur með þyrlu á sjúkrahús í Inverness. Þar fóru fram lífgunaraðgerðir í 40 mínútur samkvæmt fréttavef BBC. Cook lét af embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn Tonys Blairs árið 2001 og varð forseti neðri deildar breska þingsins en sagði af sér embætti árið 2003 vegna andstöðu sinnar við Íraksstríðið. Hann hefur æ síðan gagnrýnt ríkisstjórnina harðlega fyrir aðild að því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×