Árásarinnar á Hiroshima minnst 6. ágúst 2005 00:01 Japanar minntust þess í gær að 60 ár eru liðin frá því að fyrsta kjarnorkusprengjan, sem notuð var í hernaði, sprakk yfir borginni Hiroshima. Klukkan 8.15, þann 6. ágúst árið 1945, varpaði bandaríska herflugvélin Enola Gay sprengjunni á borgina. Hún sprakk um hálfum kílómetra fyrir ofan hana með þeim afleiðingum að 140 þúsund manns létust og borgin varð ein rjúkandi rúst. Alls bjuggu 350 þúsund manns í borginni á þessum tíma. Þremur dögum síðar vörpuðu Bandaríkjamenn annarri kjarnorkusprengju á borgina Nagasaki með þeim afleiðingum að um 80 þúsund manns létust. 15. ágúst árið 1945 gáfust Japanar upp og seinni heimsstyrjöldinni var þar með lokið. Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, ávarpaði um 55 þúsund manns sem tóku þátt í minningarathöfinni í gær. Hann vottaði hinum látnu virðingu sína og sagði Japana ætla að vera leiðandi afl í baráttunni gegn kjarnorkuhernaði. Tadatoshi Akiba, borgarstjóri Hiroshima, var ómyrkur í máli. Hann bað kjarnorkuveldin að eyða vopnum sínum. Í ræðu sinni beindi hann spjótum sínum helst gegn Bandaríkjamönnum og Rússum sem hann sagði vera að stofna mannlegri tilveru í hættu með stefnu sinni í kjarnorkumálum. Gærdagurinn var tilfinningaþrunginn í Hiroshima. Fjöldi friðarsinna hrópaði slagorð gegn kjarnorkuveldunum. Eitt þúsund friðardúfum var sleppt við Atómhvelfinguna svokölluðu, en það er bygging sem lagðist í rúst við sprenginguna og hefur verið varðveitt þannig. Byggingin er á heimsminjaskrá UNESCO. Þá fleyttu tugir þúsunda manna ljóskerjum eftir á sem rennur í gegnum borgina. Ljóskerin eiga að tákna sálir þeirra sem létust í sprengingunni. Þótt talið sé að um 140 þúsund manns hafi látist strax eða nokkrum mánuðum eftir að sprengingin varð er tala fórnarlambanna mun hærri í dag. Japönsk stjórnvöld telja nú að ríflega 240 þúsund manns hafi látist vegna sprengingarinnar. Á hverju ári bætist við þessa tölu því þeir sem látast, til dæmis, af völdum krabbameins sem rekja má til geislavirkninnar sem varð þegar sprengjan sprakk, eru taldir til fórnarlamba árásarinnar. Í dag búa nærri þrjár milljónir manna í Hiroshima. Erlent Fréttir Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Japanar minntust þess í gær að 60 ár eru liðin frá því að fyrsta kjarnorkusprengjan, sem notuð var í hernaði, sprakk yfir borginni Hiroshima. Klukkan 8.15, þann 6. ágúst árið 1945, varpaði bandaríska herflugvélin Enola Gay sprengjunni á borgina. Hún sprakk um hálfum kílómetra fyrir ofan hana með þeim afleiðingum að 140 þúsund manns létust og borgin varð ein rjúkandi rúst. Alls bjuggu 350 þúsund manns í borginni á þessum tíma. Þremur dögum síðar vörpuðu Bandaríkjamenn annarri kjarnorkusprengju á borgina Nagasaki með þeim afleiðingum að um 80 þúsund manns létust. 15. ágúst árið 1945 gáfust Japanar upp og seinni heimsstyrjöldinni var þar með lokið. Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, ávarpaði um 55 þúsund manns sem tóku þátt í minningarathöfinni í gær. Hann vottaði hinum látnu virðingu sína og sagði Japana ætla að vera leiðandi afl í baráttunni gegn kjarnorkuhernaði. Tadatoshi Akiba, borgarstjóri Hiroshima, var ómyrkur í máli. Hann bað kjarnorkuveldin að eyða vopnum sínum. Í ræðu sinni beindi hann spjótum sínum helst gegn Bandaríkjamönnum og Rússum sem hann sagði vera að stofna mannlegri tilveru í hættu með stefnu sinni í kjarnorkumálum. Gærdagurinn var tilfinningaþrunginn í Hiroshima. Fjöldi friðarsinna hrópaði slagorð gegn kjarnorkuveldunum. Eitt þúsund friðardúfum var sleppt við Atómhvelfinguna svokölluðu, en það er bygging sem lagðist í rúst við sprenginguna og hefur verið varðveitt þannig. Byggingin er á heimsminjaskrá UNESCO. Þá fleyttu tugir þúsunda manna ljóskerjum eftir á sem rennur í gegnum borgina. Ljóskerin eiga að tákna sálir þeirra sem létust í sprengingunni. Þótt talið sé að um 140 þúsund manns hafi látist strax eða nokkrum mánuðum eftir að sprengingin varð er tala fórnarlambanna mun hærri í dag. Japönsk stjórnvöld telja nú að ríflega 240 þúsund manns hafi látist vegna sprengingarinnar. Á hverju ári bætist við þessa tölu því þeir sem látast, til dæmis, af völdum krabbameins sem rekja má til geislavirkninnar sem varð þegar sprengjan sprakk, eru taldir til fórnarlamba árásarinnar. Í dag búa nærri þrjár milljónir manna í Hiroshima.
Erlent Fréttir Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira