Erlent

Þrjú lík fundust í íbúð í London

Lögregla í Lundúnum rannsakar nú morð á þremur manneskjum en þær fundust látnar í íbúð í norðurhluta borgarinnar í gær. Talið er að fólkið, 62 ára karlmaður og tvær konur sem voru 27 og 34 ára, hafi verið skotið í höfuðið. Þá fannst níu mánaða barn í íbúðinni en það var heilt á húfi en þó atað blóði. Samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC, er fólkið skylt en lögregla hefur ekki gefið út neinar hugsanlegar ástæður fyrir morðunum eða hver hafi verið þarna að verki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×