Erlent

Garang borinn til grafar

Tugþúsundir Súdana vottuðu John Garang, fyrrverandi varaforseta Súdans, virðingu sína þegar hann var borinn til grafar í borginni Juba í suðurhluta landsins í dag. Garang lést í þyrluslysi fyrir viku, aðeins þremur vikum eftir að hann tók við embætti varaforseta. Garang tók við í embættinu í kjölfar þess að skrifað var undir friðarsamninga milli Frelsishers Súdans í Suður-Súdan, sem hann fór áður fyrir, og arabískra stjórnvalda í höfuðuborginni Kartúm í janúar síðastliðnum, en fylkingarnar höfðu borist á banaspjót í rúma tvo áratugi. Í kjölfar andláts Garangs brutust út átök milli kristinna og araba í Kartúm sem hafa kostað að minnsta kosti 130 manns lífið síðustu vikuna. Kista Garangs var borin um götur Juba í dag en áður hafði verið flogið með hana um suðurhluta Súdans svo íbúar þar gætu kvatt þennan fyrrverandi leiðtoga sinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×