Erlent

Discovery frá alþjóðageimstöð

Geimferjan Discovery sleppti í dag festum við alþjóðlegu geimstöðina og geimfararnir eru byrjaðir að undirbúa heimför sína á mánudag. Mikil spenna ríkir vegna heimferðarinnar en bandaríska geimferðastofnunin, NASA, segist fullviss um að ferjan sé örugg. Gífurlegt álag er á ferjunni þegar hún kemur inn í gufuhvolf jarðar og ytra byrði hennar hitnar yfir 1300 gráður. Skrokkurinn er varinn með sérstökum keramikhitaflísum og ef einhvers staðar er gat á þeim eru geimfararnir sjö dauðadæmdir. Það voru einmitt brotnar hitahlífar sem ollu því að geimferjan Columbia sundraðist í lendingu árið 2003.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×