Erlent

Flóð valda miklu tjóni í Búlgaríu

Þrír létust og fimm þúsund þurftu að yfirgefa heimili sín í dag í suður- og vesturhluta Búlgaríu í kjölfar mikilla flóða á svæðinu. Þá hafa margar samgönguæðar rofnað og afskekktir bæir eru einangraðir. Hefur lögregla lýst yfir neyðarástandi vegna vatnavaxtanna, en vatnsyfirborðið hefur sums staðar hækkað um einn og hálfan metra umfram það sem eðlilegt þykir. Miklar rigningar hafa verið mestan hluta sumars í Búlgaríu og Rúmeníu og hafa tugir farist í löndunum tveimur í flóðum af þeirra völdum auk þess sem tjón á samgöngumannvirkjum og uppskeru nemur hundruðum milljóna evra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×