Erlent

Herflugvél rauf lofthelgi Finna

Varnarmálayfirvöld í Finnlandi greindu frá því í dag að rússnesk herflutningavél hefði rofið lofthelgi Finnlands seint í gærkvöld, en vélin var aðeins 100 kílómetra frá höfuðborginni Helsinki. Finnsk yfirvöld líta þetta alvarlegum augum enda deildu þau við Rússa um nokkur sams konar atvik fyrr á árinu, síðast í maí. Finnska landamæralögreglan rannsakar málið en Matti Vahanen, forsætisráðherra Finnlands, sagði við blaðamenn í dag að Rússar hefðu í vor sagst mundu fylgjast betur með vélum sínum og því myndu rússnesk yfirvöld líklega einnig líta málið alvarlegum augum. Vahanen sagði þó að Finnar myndu ekki grípa til dimplómatískra aðgerða nú þar sem sérfræðingar frá löndunum tveimur myndu ræða málið í heild sinni í haust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×