Erlent

Óvenjumargar konur eiga von á sér

Óvenjumargar konur eiga von á barni í Ache-héraði í Indónesíu þar sem tugþúsundir barna fórust í flóðbylgjunni sem reið þar yfir á annan í jólum fyrir ári síðan.

Erlent

Enn brýn þörf á hjálpargögnum

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segja brýna þörf á teppum í milljónavís, plastábreiðum og fleiru til að aðstoða fórnarlömb jarðskjálftanna í Pakistan 8. október.

Erlent

Hamfaranna við Indlandshaf minnst

Þjóðir heimsins minnast þess í dag að eitt ár er liðið frá því jarðskjálfti upp á 9,1 á Richter skók Indlandshaf með þeim afleiðingum að um 280 þúsund manns fórust.

Erlent

Páfi bað fyrir fæddum og ófæddum börnum

Sinn er siður í hverju landi og jólunum er fagnað með mismunandi hætti víðsvegar á hnettinum. Á Péturstorginu í Róm flutti Benedikt páfi sextándi sína fyrstu jólamessu á miðnætti. Hann bað fyrir friði í Ísrael og minntist sérstaklega á börn, fædd og ófædd, en hann er mikill og einlægur andstæðingur fóstureyðinga.

Erlent

Hundarnir fara ekki í jólaköttinn

Það má enginn fara í jólaköttinn, ekki einu sinni hundar og það allra síst í Beverly Hills. Þar er hægt að kaupa klæðin rauð fyrir allar stærðir ferfætlinga, meðal annars jólasveinabúninga eða hreindýrabúninga fyrir þá sem finnst það meira viðeigandi.

Erlent

Tólf létust í rútuslysi í Mexíkó

Tólf fórust þegar rúta brunaði út af vegi í suðurhluta Mexíkó í gær og lenti ofan í skurði. Meðal þeirra sem týndu lífi voru tvö börn. Vitni að slysinu segja að ökumaðurinn hafi ekið allt of hratt og misst stjórn á ökutækinu með þessum afleiðingum.

Erlent

Á þriðja tug fórst í flugslysi í Kasakstan

Allir farþegar flugvélar frá Azerbaídjan og áhöfn fórust þegar vélin hrapaði skammt frá Kaspíahafsströnd Kasakstans í gærkvöldi. Meðal farþeganna voru Breti, Ástrali og Tyrki. Alls voru tuttugu og þrír um borð í vélinni, skrúfuþotu af gerðinni Antonov 140.

Erlent

Flugslys í Azerbaídsjan

Farþegaflugvél með 23 um borð fórst í Azerbaídsjan í kvöld, skömmu eftir flugtak frá höfuðborginni Baku. Engar fréttir hafa borist af því hvort einhver hafi lifað slysið af.

Erlent

Kínverjar sprengja ólöglega kínverja

Kínverskir lögregluþjónar sprengdu í dag býsnin öll af ólöglegum flugeldum, sem þeir höfðu gert upptæka. Árlega láta fjölmargir lífið í Kína, þegar ólöglegar flugeldaverksmiðjur, í íbúðahverfum, springa í loft upp.

Erlent

Verkfallsmenn fá sektir

Almenningssamgöngur í New York eru að komast í samt lag því verkfalli starfsmanna var aflýst í dag. Tjón vegna verkfallsins nemur milljónum dollara. Verkfallsmönnunum verður ekki sýnd nein miskunn og verða þeir látnir greiða háar sektir.

Erlent

Jólin undirbúin í Bagdad

Undirbúningur jólanna er nú í hámarki nánast um allan heim, þar með talið í hinu stríðshrjáða Írak. Þrátt fyrir að langstærsti hluti íbúa landsins sé íslamstrúar má finna kristið fólk hér og þar, ekki síst í höfuðborginni, Bagdad.

Erlent

Nýr forseti Póllands

Lech Kaczynski var settur í embætti forseta Póllands í morgun. Hann er íhaldsmaður sem hefur lofað að berjast gegn spillingu, lífga efnahaginn við og losa landið við drauga kommúnistaáranna.

Erlent

Ætlar að kalla tvö herlið heim

Bandaríkjastjórn hyggst kalla heim tvö herfylki frá Írak á næsta ári. Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra greindi frá þessu fyrr í dag. Bandaríkjamenn eru með 17 herfylki í Írak um þessar mundir. Ráðherrann sagði að þessi ákvörðun hefði verið tekin í ljósi þess að Írökum hefði gengið vonum framar að taka stjórn ýmissa mála í sínar hendur.

Erlent

Sharon sigrar

Nýr flokkur Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fær um helmingi fleiri þingsæti en helsti keppinautur flokksins í komandi þingkosningum, ef marka má niðurstöður nýrrar skoðunarkönnunar en kosningar fara fram í mars á næsta ári. Fær flokkur Sharons, Þjóðarábyrgðarflokkurinn, 40 af 120 þingsætum. Verkamannaflokkurinn fær hinsvegar 19 þingsæti og fyrrum flokkur Sharons, Likud, mun fá 15 þingsæti. Þegar spurt var út í það hvern kjósendur treystu best til þess að gegna embætti forsætisráðherra, sögðu aðeins 14% að Peretz væri hæfastur. 19% sögðu Benjamin Netanyahu en 46% sögðu Sharon hæfastan til starfans.

Erlent

Gefa lýtaaðgerðir í jólagjöf í Danmörku

Skartgripir og snyrtivörur virðast á útleið sem jólagjafir danskra karla til eiginkvenna sinna ef marka má dagblaðið URBAN. Í þeirra stað eru komin gjafakort í lýtaaðgerðir. Haft er eftir yfirlækni á einkasjúkrahúsi í Velje að gjafakortin hafi aldrei verið fleiri en í ár og er um að ræða allt frá hrukkuaðgerð til brjóstastækkunar.

Erlent

Tugir látnir eftir gassprengingu í Kína

Að minnsta kosti fjörutíu og tveir létust í gassprengingu í göngum í Suðvestur-Kína í gær. Flestir hinna látnum voru verkamenn sem unnu að gerð ganganna og þá slösuðust að minnsta kosti ellefu í sprengingunni. Björgunarmenn leita enn að fólki á staðnum en óttast er að tala látinna kunni að hækka.

Erlent

Segjast hafa stöðvað eiturflekk í ánni Bei

Yfirvöld í suðurhluta Kína segja að vatnsból íbúa í borginni Guangzhou muni ekki mengast af kadmíumi eins og óttast var þar sem tekist hafi að stöðva eiturflekkinn í ánni Bei við stíflu. Eiturefnið lak frá málmbræðslu og út í ána á dögunum og þurfti að loka fyrir vatnið í nokkrum borgum við ána af þeim sökum.

Erlent

Castro segir methagvöxt á Kúbu í ár

Methagvöxtur er á Kúbu. Fidel Castro, forseti kommúnistaríkisins, segir að umtalsverður efnahagsbati hafi orðið á síðustu misserum og að Kúba hafi náð sér eftir efnahagskreppu. Á þessu ári sé hagvöxturinn meðal annars nærri tólf prósent.

Erlent

Eldur í höll í St. Pétursborg

Eldur kom upp í einni af nítjándu aldar höllum St. Pétursborgar í Rússlandi í nótt. Engan sakaði en skemmdir urðu miklar. Byggingin var í miklu uppáhaldi Alexanders annars prins en höllin var nýlega endurnýjuð að stórum hluta. Ekki er vitað hvað olli eldinum og er málið er nú í rannsókn.

Erlent

Maður ákærður fyrir aðild að misheppnuðum hryðjuverkum

Lögreglan í Lundúnum ákærði í gær 23 ára karlmann fyrir aðild að tilraun til hryðjuverks í borginni þann 21. júlí síðastliðinn. Maðurinn, sem er frá Tottenham, var handtekinn á Gatwick-flugvelli á þriðjudaginn er hann kom frá Addis Ababa í Eþíópíu. Tíu aðrir hafa verið ákærðir í tengslum við málið sem verður tekið fyrir í september.

Erlent

Lík í skurði í Brussel af fyrrverandi ráðherra í Rúanda

Lík sem fannst í skipaskurði í Brussel fyrir viku er af Juvenal Uwilingmana, fyrrverandi ráðherra í Rúanda. Alþjóðlegur glæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna vegna Rúanda ákærði í sumar ráðherrann fyrir þjóðarmorð í Rúanda árið 1994 en hann var þá yfirmaður þjóðgarða í landinu.

Erlent

Framlenging föðurlandslaga ekki ótímabundin

Einhver umdeildustu lög seinni ára í Bandaríkjunum eru hin svokölluðu föðurlandslög, lög sem veita stjórnvöldum miklar og rúmar heimildir í baráttunni gegn hryðjuverkum. Stjórn Bush forseta berst nú fyrir því að lögin, sem voru tímabundin, verði framlengd. Í gærkvöldi hafnaði þó fulltrúadeild Bandaríkjaþings því að lögin yrðu ótímabundin og framlengdi gildistíma þeirra um mánuð.

Erlent

Minna en helmingur fjár sem þörf er á kominn til Kasmír

Minna en helmingur þess fjár sem þörf er á í Kasmír hefur skilað sér og talsmenn hjálparstofnana þar ítrekuðu í gær nauðsyn þess að gripið yrði til aðgerða þegar í stað. Þeir segja annars stórhættu á því að tugþúsundir farist nú þegar vetur er genginn í garð.

Erlent

Jarðlestir ganga á ný í New York

Þriggja daga allsherjarverkfalli starfsfólks í almenningssamgöngum í New York lauk í gær eftir að forystumenn stéttarfélags þess samþykktu að störf skyldu hafin á ný þrátt fyrir að ekki hafi enn náðst nýr kjarasamningur. Jarðlestir hófu að ganga strax á miðnætti í gær en nokkurn tíma tekur að koma öllu kerfinu í gang aftur.

Erlent

Ekki náðaður

Dómsmálayfirvöld í Michigan í Bandaríkjunum höfnuðu í dag beiðni Jacks Kevorkians um náðun. Hann á ekki rétt á reynslulausn fyrr en 2007 en Kevorkian var árið 1999 dæmdur í 10-25 ára fangelsi fyrir líknardráp. Kevorkian þjáist af háum blóðþrýstingi, gigt og lifrarbólgu C. Náðunarnefnd Michigan samþykkti með sjö atkvæðum gegn tveimur að beina þeim tilmælum til ríkisstjórans, Jennifer Granholm, að hafna beiðninni. Kevorkian er 77 ára, fyrrverandi læknir. Hann var dæmdur fyrir að gefa manni, sem þjáðist af Lou Gehrig-sjúkdómi, banvæna sprautu árið 1998

Erlent

Hefja störf að nýju

Verkalýðsfélag starfsmanna í almenningssamgöngum í New York hefur fallist á að félagsmenn hefji störf að nýju. Sáttasemjarar New York-ríkis greindu frá þessu fyrir stundu og sögðu að forystumenn verkalýðsfélagsins og yfirvöld samgangna hefðu fallist á að hefja viðræður um nýjan kjarasamning starfsmanna. Borgarstjóri hefur sagt afar mikilvægt að samgöngukerfið leggist ekki af en viðskipti vegna verkfalls hafa snarminnkað síðust þrjá daga.

Erlent