Erlent Frelsuðu ítalskan gísl í Palestínu Palestínskir lögreglumenn frelsuðu ítalskan gísl úr höndum gíslatökumanna eftir skotbardaga í Khan Younis á Gaza í gær. Vopnaðir menn stöðvuðu í gær rútu sem Alessandro Bernardini ferðaðist með, neyddu hann út úr rútunni og keyrðu burt með hann. Fjórum klukkustundum síðar réðust öryggissveitir palestínsku heimastjórnarinnar inn í hús í Khan Younis, hleyptu af skotum og frelsuðu Bernardini. Erlent 2.1.2006 07:45 Grunur leikur á að tyrkneskur piltur hafi verið með fuglaflensu Fjórtán ára tyrkneskur piltur sem gekkst undir rannsóknir til að athuga hvort hann væri með fuglaflensu lést í gær og systir hans liggur mjög veik á sjúkrahúsi. Niðurstöður úr rannsókninni liggja ekki fyrir og því er ekki vitað hvort drengurinn smitaðist af fuglaflensu eða ekki. Erlent 2.1.2006 07:17 Að minnsta kosti sex fórust í sprengingu í Indónesíu Sprengjan sprakk á svínakjötsmarkaði í Indónesíu morgun. Mikið fjölmenni var á markaðnum, enda almenningur að kaupa sér veislukvöld til að fagna áramótunum í kvöld. Í héraðinu hafa verið hörð átök síðustu ár á milli kristinna manna og múslima. Talið er að yfir eitt þúsund manns fallið vegna átakanna á árunum 2001 og 2002. Flest fórnarlöm þessarar árásar eru talin kristin. Engin hryðjuverkasamtök hafa lýst yfir ábyrgð á verknaðinum og hefur lögreglan lítið viljað tjá sig um málið en segir það þó vera í rannsókn. Erlent 31.12.2005 14:11 Ætla ekki að framlengja samninginn Samtök herskárra Palestínumanna sem tengjast Mahmud Abbas, forseta heimastjórnar Palestínu, segjast ekki lengur bundnar af samningi um vopnahlé í uppreisn Palestínumanna gegn Ísrael en vopnahléið rennur út á miðnætti. Helstu samtök Palestínumanna féllust snemma árs á að gera hlé á aðgerðum gegn Ísrael út þetta ár. Samtökin sögðu í tilkynningu sem send var út í síðasta mánuði að þau myndu ekki framlengja samninginn. Erlent 31.12.2005 13:49 Gíslunum sleppt Þremur breskum gíslum hefur verið sleppt á Gasasvæðinu í Palestínu. Um er að ræða Kate Burton, 24 ára gamlan hjálparstarfsmann, og foreldra hennar. Herská samtök, sem nefna sig Mujahideen herdeildirnar í Jerúsalem, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðust hafa fallist á að láta gíslana lausa eftir að hafa fengið tryggingar fyrir því að Bretar og Evrópusambandið muni vinna að því að Ísraelsmenn falli frá öryggissvæði sem þeir hafa markað á Gasasvæðinu. Breskir sendimenn segja þó engar viðræður hafa átt sér stað við mannræningjana. Erlent 31.12.2005 09:14 Jarðskjálfti í Panama Jarðskjálfti sem mældist 6,2 stig á Richter varð undan vesturströnd Panama í Mið-Ameríku í gærkvöld. Ekki hafa enn borist upplýsingar um hvort eða hversu margir féllu í skjálftanum eða af skemmdum á mannvirkjum. Skjálftinn átti upptök sín um 20 metra undir sjávarbotni nálægt borginni David. Erlent 31.12.2005 09:12 Stúlkan flutt til Bandaríkjanna Þriggja mánaða gömul íröksk stúlka, með klofinn hrygg, var í gær flutt frá Bagdad, höfuðborg Íraks til Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum til að gangast undir aðgerð. Stúlkan var flutt með herflutningavél til Kúveit og fer þaðan með farþegavél til Atlanta. Bandarískir hermenn fundu barnið fyrir þremur vikum þegar þeir réðust inn í hús í fátækrahverfi í Bagdad og sáu að stúlkan var ekki heil. Hermennirnir hófu að vinna að því að barnið gæti gengist undir aðgerð í Bandaríkjunum og hafa heilbrigðisstofnanir og læknar í Georgíu ákveðið að taka á móti barninu án endurgjalds og gera á því aðgerð. Erlent 31.12.2005 09:09 Sex farast í sprengingu Að minnsta kosti sex manns fórust og yfir fimmtíu eru særðir eftir að sprengja sprakk á svínamarkaði í Indónesíu í dag. Hörð átök hafa verið á milli kristinna manna og múslima síðustu ár en síðustu fjórum árum hafa yfir eitt þúsund manns fallið vegna þeirra. Talið er að flest fórnarlöm þessarar árásar hafi verið kristnir. Engin hryðjuverkasamtök hafa lýst yfir ábyrgð á verknaðinum. Lögreglan hefur lítið viljað tjá sig um málið en segir það vera í rannsókn. Erlent 31.12.2005 09:07 Segir Assad hafa hótað Hariri Bashar Assad Sýrlandsforseti og fleiri háttsettir sýrlenskir embættismenn höfðu í hótunum við Rafik al-Hariri, fyrrum forsætisráðherra Líbanons, áður en hann var myrtur í febrúar síðastliðnum. Erlent 30.12.2005 21:45 Árið sekúndu lengra en venjulega Árið 2005 verður óvenjulangt því á miðnætti annað kvöld verður hlaupasekúndu bætt við árið. Klukkur heimsins ganga í samræmi við frumeindaklukkur, sem mæla tímann með mikilli nákvæmni, en jörðin hefur snúist óvenjuhægt um öxul sinn að undanförnu. Því þarf í fyrsta sinn í sjö ár að bæta sekúndu við árið til að næsta ár geti byrjað á hárréttum tíma. Erlent 30.12.2005 20:15 Hamfarir og stríð fréttir ársins Árið 2005 var ár hamfara og stríðs og margir kveðja það með litlum söknuði. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem var gerð í 27 löndum með viðtölum við rúmlega 30 þúsund manns. Erlent 30.12.2005 19:48 Snjónum kyngir niður í Evrópu Jólasnjónum beinlínis kyngir niður um alla Evrópu, á sama tíma og auð jörð ræður ríkjum í flestum landshlutum hér á fróni. Erlent 30.12.2005 17:57 Sextíu bíla árekstur í Ungverjalandi Átta ára gamall drengur lést og tíu slösuðust í sextíu bíla árekstri á harðbraut í Ungverjalandi í dag. Mjög slæm færð var á brautinni þegar áreksturinn varð. Ökumaður flutningabíls missti stjórn á bíl sínum, sem rásaði til á veginum og lenti síðan utan í vegriði. Erlent 30.12.2005 16:39 Landamærum Gaza og Egyptalands lokað Landamærum Gaza og Egyptalands var lokað í morgun, þegar palestínskir lögreglumenn réðust inn í landamærastöð og hröktu evrópska eftirlitsmenn á flótta. Erlent 30.12.2005 16:30 6 létust og 23 særðust í Írak í morgun Sex manns féllu og á þriðja tug særðust í tveimur aðskildum árásum í miðborg baghdad, höfuðborg Íraks í morgun. Erlent 30.12.2005 15:33 80 skæruliðar hafa verið felldir í herferð til að koma á friði í Kongó Hersveitir Sameinuðu þjóðanna og stjórnvalda í Kongó hafa fellt 80 skæruliða á einni viku í mikilli herferð, sem hefur það markmið að koma á friði í landinu á næstu mánuðum. Langvarandi borgarastyrjöld í Kongó er talin hafa kostað fjórar milljónir mannslífa. Erlent 30.12.2005 12:30 Kuldinn á skjálftasvæðunum í Pakistan er að verða fólkinu óbærilegur Kuldinn á skjálftasvæðum í Pakistan er að verða óbærilegur. Hundruð þúsunda manna hafast við í tjöldum og margir hafa hvorki dýnu, teppi né hlý föt. Erlent 30.12.2005 12:19 25 létust í snjóflóði í Pakistan Að minnsta kosti 25 létu lífið í Pakistan í gær er snjóflóð féll í norðvesturhluta landsins. Mikil snjókoma hefur verið á svæðinu. Björgunarsveitir og þorpsbúar eru enn í óða önn að grafa upp lík en meirihluti fólksins er þó enn ófundinn. Lögreglan segir svæðið svo afskekkt að fréttir af flóðinu hafi borist degi eftir að það féll. Erlent 30.12.2005 09:15 Hjólför í nýföllnum snjó koma upp um þjófa Nokkur snjór er nú víða í Danmörku en Danir reyna að láta það ekki raska ró sinni, ekki einu sinni þjófarnir sem halda áfram iðju sinni með misjöfnum árangri þó. Starfsmaður á bensínstöð í Nyköbing-Falster hafði samband við lögreglu vegna þess að slökkvitæki hafði verið stolið frá bensínstöðinni. Það reyndist lögreglunni auðvelt að hafa upp á þjófinum, sem var á hjóli og hafði skilið eftir sig slóð í nýföllnum snjónum. Erlent 30.12.2005 08:12 1500 lítrar af áfengi gerð upptæk í Noregi Erlent 30.12.2005 08:00 Pólskir hermenn verða í Írak til ársloka 2006 Lech Kaczynski forseti Póllands hefur samþykkt beiðni íhaldsstjórnar landsins um að halda pólskum hermönnum áfram í Írak til ársloka 2006. Um 1,500 pólskir hermenn og aðrir starfsmenn pólska hersins eru nú staðsettir í Írak. Erlent 30.12.2005 07:45 Heyrnatól iPOD geta verið hættuleg iPOD var meðal vinsælli jólagjafa þessi jólin en þeir sem nota heyrnartólin sem fylgdu með ættu að leggja við hlustir. Þessir litlu, fínlegu og flottu heyrnatól sem eru oft notuð með vasadiskóum af öllum gerðum geta nefnilega verið hættuleg, samkvæmt rannsóknum vísindamanna við Northwestern háskólann í Bandaríkjunum. Erlent 30.12.2005 07:45 NSA fylgdist með ferðum bandarískra þegna á vefsíðum Bandarísk leyniþjónusta, NSA, kom fyrir forritlingum á síðum á Netinu til að fylgjast með ferðum bandarískra þegna um vefsíður, þrátt fyrir að hafa verið bannað að gera það. Þetta þykir reginhneyksli vestan hafs og bætir gráu ofan á svart fyrir Bush forseta, sem situr þegar undir ámæli fyrir að hafa árið 2002 heimilað NSA að lesa tölvupóst og hlera síma án dómsúrskurðar. Erlent 30.12.2005 07:30 Mikil verslun á Netinu fyrir jólin vestan hafs Það er ekki alveg ljóst hver jólagjöfin í ár var, en vestan hafs eru góðar líkur á að gjafirnar hafi verið keyptar á Netinu. Þvert á spár var nefnilega sprengja í viðskiptum á Netinu fyrir jólin og er talið að aukningin hafi numið tuttugu og fimm prósentum á milli ára. Keypt var fyrir rúma átján milljarða dollara á Netinu í nóvember og desember, samkvæmt New York Times, en það jafngildir nærri tólf hundruð milljörðum króna. Þetta voru því líkast til gleðileg jól hjá Netverslunum. Erlent 30.12.2005 07:28 Mikill snjór í Danmörku Einn maður lést og þrír slösuðust alvarlega þegar tveir bílar rákust saman vegna mikillar hálku í Danmörku í gær en snjóstormur sem farið hefur yfir Mið-Evrópu undanfarið er nú kominn þangað. Slysið varð í Vordingborg, um eitt hundrað kílómetra frá Kaupmannahöfn. Erlent 30.12.2005 07:26 16 ára nemi á Flórída fór til Írak til að kynna sér ásandið það Farris Hassan er sextán ára nemi frá Flórída með mikinn áhuga á fréttamennsku. Svo mikinn að í jólafríinu ákvað hann að sökkva sér ofan í viðfangsefni sitt. Það væri ekki í frásögur færandi væri viðfangsefnið ekki Írak. Farris keypti sér flugmiða án vitundar foreldra sinna og skrópaði í skóla til að kynna sér ástandið frá fyrstu hendi. Eftir ferðalag um Kúveit og Líbanon komst Farris til Bagdad þar sem hann dvaldi í nokkra daga. Erlent 30.12.2005 07:14 Kona lést af völdum byssukúlu sem fór inn um glugga íbúðar hennar Kona lést þegar byssukúlu sem skotið var út í loftið fór inn um glugga á íbúð hennar á fimmtu hæð í New York í gær. Eiginmaður hennar sem var í öðru herbergi þegar atburðurinn gerðist, fann konu sína þar sem hún lá í blóði sínu í svefnherberginu. Nágrannar sögðust hafa séð hóp af háværum og ölvuðum mönnum á götunni fyrir neðan húsið. Lögreglan vinnur nú að því að komast hver skotmaðurinn var. Erlent 30.12.2005 07:07 Fimm látnir í eldum í Texas og Oklahoma Að minnsta kosti fimm manns hafa látið lífið í eldum sem geisað hafa í Texas og Oklahoma í Bandaríkjunum. Talið er að þeir hafi kviknað út frá fikti barna en nú þegar hafa nærri 200 hús orðið eldinum að bráð og þúsundir ekra af ræktarlandi hafa brunnið. Erlent 29.12.2005 22:26 Stórskotahríð á norðurhluta Gaza-svæðisins Ísraelar hófu í nótt stórskotahríð á norðurhluta Gaza-svæðisins, til þess að hindra að Palestínumenn geti notað það til eldflaugaárása á ísraelsk landsvæði. Í morgun tóku skriðdrekar við af stórskotaliðinu. Erlent 29.12.2005 19:14 Skæður sjúkdómur Skelfilegur sjúkdómur drepur þúsundir manna í Suður-Súdan, án þess að hjálparstofnanir fái rönd við reist. Sjúkdómurinn ræðst á ónæmiskerfið eins og alnæmi en til eru lyf við honum. Erlent 29.12.2005 19:13 « ‹ ›
Frelsuðu ítalskan gísl í Palestínu Palestínskir lögreglumenn frelsuðu ítalskan gísl úr höndum gíslatökumanna eftir skotbardaga í Khan Younis á Gaza í gær. Vopnaðir menn stöðvuðu í gær rútu sem Alessandro Bernardini ferðaðist með, neyddu hann út úr rútunni og keyrðu burt með hann. Fjórum klukkustundum síðar réðust öryggissveitir palestínsku heimastjórnarinnar inn í hús í Khan Younis, hleyptu af skotum og frelsuðu Bernardini. Erlent 2.1.2006 07:45
Grunur leikur á að tyrkneskur piltur hafi verið með fuglaflensu Fjórtán ára tyrkneskur piltur sem gekkst undir rannsóknir til að athuga hvort hann væri með fuglaflensu lést í gær og systir hans liggur mjög veik á sjúkrahúsi. Niðurstöður úr rannsókninni liggja ekki fyrir og því er ekki vitað hvort drengurinn smitaðist af fuglaflensu eða ekki. Erlent 2.1.2006 07:17
Að minnsta kosti sex fórust í sprengingu í Indónesíu Sprengjan sprakk á svínakjötsmarkaði í Indónesíu morgun. Mikið fjölmenni var á markaðnum, enda almenningur að kaupa sér veislukvöld til að fagna áramótunum í kvöld. Í héraðinu hafa verið hörð átök síðustu ár á milli kristinna manna og múslima. Talið er að yfir eitt þúsund manns fallið vegna átakanna á árunum 2001 og 2002. Flest fórnarlöm þessarar árásar eru talin kristin. Engin hryðjuverkasamtök hafa lýst yfir ábyrgð á verknaðinum og hefur lögreglan lítið viljað tjá sig um málið en segir það þó vera í rannsókn. Erlent 31.12.2005 14:11
Ætla ekki að framlengja samninginn Samtök herskárra Palestínumanna sem tengjast Mahmud Abbas, forseta heimastjórnar Palestínu, segjast ekki lengur bundnar af samningi um vopnahlé í uppreisn Palestínumanna gegn Ísrael en vopnahléið rennur út á miðnætti. Helstu samtök Palestínumanna féllust snemma árs á að gera hlé á aðgerðum gegn Ísrael út þetta ár. Samtökin sögðu í tilkynningu sem send var út í síðasta mánuði að þau myndu ekki framlengja samninginn. Erlent 31.12.2005 13:49
Gíslunum sleppt Þremur breskum gíslum hefur verið sleppt á Gasasvæðinu í Palestínu. Um er að ræða Kate Burton, 24 ára gamlan hjálparstarfsmann, og foreldra hennar. Herská samtök, sem nefna sig Mujahideen herdeildirnar í Jerúsalem, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðust hafa fallist á að láta gíslana lausa eftir að hafa fengið tryggingar fyrir því að Bretar og Evrópusambandið muni vinna að því að Ísraelsmenn falli frá öryggissvæði sem þeir hafa markað á Gasasvæðinu. Breskir sendimenn segja þó engar viðræður hafa átt sér stað við mannræningjana. Erlent 31.12.2005 09:14
Jarðskjálfti í Panama Jarðskjálfti sem mældist 6,2 stig á Richter varð undan vesturströnd Panama í Mið-Ameríku í gærkvöld. Ekki hafa enn borist upplýsingar um hvort eða hversu margir féllu í skjálftanum eða af skemmdum á mannvirkjum. Skjálftinn átti upptök sín um 20 metra undir sjávarbotni nálægt borginni David. Erlent 31.12.2005 09:12
Stúlkan flutt til Bandaríkjanna Þriggja mánaða gömul íröksk stúlka, með klofinn hrygg, var í gær flutt frá Bagdad, höfuðborg Íraks til Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum til að gangast undir aðgerð. Stúlkan var flutt með herflutningavél til Kúveit og fer þaðan með farþegavél til Atlanta. Bandarískir hermenn fundu barnið fyrir þremur vikum þegar þeir réðust inn í hús í fátækrahverfi í Bagdad og sáu að stúlkan var ekki heil. Hermennirnir hófu að vinna að því að barnið gæti gengist undir aðgerð í Bandaríkjunum og hafa heilbrigðisstofnanir og læknar í Georgíu ákveðið að taka á móti barninu án endurgjalds og gera á því aðgerð. Erlent 31.12.2005 09:09
Sex farast í sprengingu Að minnsta kosti sex manns fórust og yfir fimmtíu eru særðir eftir að sprengja sprakk á svínamarkaði í Indónesíu í dag. Hörð átök hafa verið á milli kristinna manna og múslima síðustu ár en síðustu fjórum árum hafa yfir eitt þúsund manns fallið vegna þeirra. Talið er að flest fórnarlöm þessarar árásar hafi verið kristnir. Engin hryðjuverkasamtök hafa lýst yfir ábyrgð á verknaðinum. Lögreglan hefur lítið viljað tjá sig um málið en segir það vera í rannsókn. Erlent 31.12.2005 09:07
Segir Assad hafa hótað Hariri Bashar Assad Sýrlandsforseti og fleiri háttsettir sýrlenskir embættismenn höfðu í hótunum við Rafik al-Hariri, fyrrum forsætisráðherra Líbanons, áður en hann var myrtur í febrúar síðastliðnum. Erlent 30.12.2005 21:45
Árið sekúndu lengra en venjulega Árið 2005 verður óvenjulangt því á miðnætti annað kvöld verður hlaupasekúndu bætt við árið. Klukkur heimsins ganga í samræmi við frumeindaklukkur, sem mæla tímann með mikilli nákvæmni, en jörðin hefur snúist óvenjuhægt um öxul sinn að undanförnu. Því þarf í fyrsta sinn í sjö ár að bæta sekúndu við árið til að næsta ár geti byrjað á hárréttum tíma. Erlent 30.12.2005 20:15
Hamfarir og stríð fréttir ársins Árið 2005 var ár hamfara og stríðs og margir kveðja það með litlum söknuði. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem var gerð í 27 löndum með viðtölum við rúmlega 30 þúsund manns. Erlent 30.12.2005 19:48
Snjónum kyngir niður í Evrópu Jólasnjónum beinlínis kyngir niður um alla Evrópu, á sama tíma og auð jörð ræður ríkjum í flestum landshlutum hér á fróni. Erlent 30.12.2005 17:57
Sextíu bíla árekstur í Ungverjalandi Átta ára gamall drengur lést og tíu slösuðust í sextíu bíla árekstri á harðbraut í Ungverjalandi í dag. Mjög slæm færð var á brautinni þegar áreksturinn varð. Ökumaður flutningabíls missti stjórn á bíl sínum, sem rásaði til á veginum og lenti síðan utan í vegriði. Erlent 30.12.2005 16:39
Landamærum Gaza og Egyptalands lokað Landamærum Gaza og Egyptalands var lokað í morgun, þegar palestínskir lögreglumenn réðust inn í landamærastöð og hröktu evrópska eftirlitsmenn á flótta. Erlent 30.12.2005 16:30
6 létust og 23 særðust í Írak í morgun Sex manns féllu og á þriðja tug særðust í tveimur aðskildum árásum í miðborg baghdad, höfuðborg Íraks í morgun. Erlent 30.12.2005 15:33
80 skæruliðar hafa verið felldir í herferð til að koma á friði í Kongó Hersveitir Sameinuðu þjóðanna og stjórnvalda í Kongó hafa fellt 80 skæruliða á einni viku í mikilli herferð, sem hefur það markmið að koma á friði í landinu á næstu mánuðum. Langvarandi borgarastyrjöld í Kongó er talin hafa kostað fjórar milljónir mannslífa. Erlent 30.12.2005 12:30
Kuldinn á skjálftasvæðunum í Pakistan er að verða fólkinu óbærilegur Kuldinn á skjálftasvæðum í Pakistan er að verða óbærilegur. Hundruð þúsunda manna hafast við í tjöldum og margir hafa hvorki dýnu, teppi né hlý föt. Erlent 30.12.2005 12:19
25 létust í snjóflóði í Pakistan Að minnsta kosti 25 létu lífið í Pakistan í gær er snjóflóð féll í norðvesturhluta landsins. Mikil snjókoma hefur verið á svæðinu. Björgunarsveitir og þorpsbúar eru enn í óða önn að grafa upp lík en meirihluti fólksins er þó enn ófundinn. Lögreglan segir svæðið svo afskekkt að fréttir af flóðinu hafi borist degi eftir að það féll. Erlent 30.12.2005 09:15
Hjólför í nýföllnum snjó koma upp um þjófa Nokkur snjór er nú víða í Danmörku en Danir reyna að láta það ekki raska ró sinni, ekki einu sinni þjófarnir sem halda áfram iðju sinni með misjöfnum árangri þó. Starfsmaður á bensínstöð í Nyköbing-Falster hafði samband við lögreglu vegna þess að slökkvitæki hafði verið stolið frá bensínstöðinni. Það reyndist lögreglunni auðvelt að hafa upp á þjófinum, sem var á hjóli og hafði skilið eftir sig slóð í nýföllnum snjónum. Erlent 30.12.2005 08:12
Pólskir hermenn verða í Írak til ársloka 2006 Lech Kaczynski forseti Póllands hefur samþykkt beiðni íhaldsstjórnar landsins um að halda pólskum hermönnum áfram í Írak til ársloka 2006. Um 1,500 pólskir hermenn og aðrir starfsmenn pólska hersins eru nú staðsettir í Írak. Erlent 30.12.2005 07:45
Heyrnatól iPOD geta verið hættuleg iPOD var meðal vinsælli jólagjafa þessi jólin en þeir sem nota heyrnartólin sem fylgdu með ættu að leggja við hlustir. Þessir litlu, fínlegu og flottu heyrnatól sem eru oft notuð með vasadiskóum af öllum gerðum geta nefnilega verið hættuleg, samkvæmt rannsóknum vísindamanna við Northwestern háskólann í Bandaríkjunum. Erlent 30.12.2005 07:45
NSA fylgdist með ferðum bandarískra þegna á vefsíðum Bandarísk leyniþjónusta, NSA, kom fyrir forritlingum á síðum á Netinu til að fylgjast með ferðum bandarískra þegna um vefsíður, þrátt fyrir að hafa verið bannað að gera það. Þetta þykir reginhneyksli vestan hafs og bætir gráu ofan á svart fyrir Bush forseta, sem situr þegar undir ámæli fyrir að hafa árið 2002 heimilað NSA að lesa tölvupóst og hlera síma án dómsúrskurðar. Erlent 30.12.2005 07:30
Mikil verslun á Netinu fyrir jólin vestan hafs Það er ekki alveg ljóst hver jólagjöfin í ár var, en vestan hafs eru góðar líkur á að gjafirnar hafi verið keyptar á Netinu. Þvert á spár var nefnilega sprengja í viðskiptum á Netinu fyrir jólin og er talið að aukningin hafi numið tuttugu og fimm prósentum á milli ára. Keypt var fyrir rúma átján milljarða dollara á Netinu í nóvember og desember, samkvæmt New York Times, en það jafngildir nærri tólf hundruð milljörðum króna. Þetta voru því líkast til gleðileg jól hjá Netverslunum. Erlent 30.12.2005 07:28
Mikill snjór í Danmörku Einn maður lést og þrír slösuðust alvarlega þegar tveir bílar rákust saman vegna mikillar hálku í Danmörku í gær en snjóstormur sem farið hefur yfir Mið-Evrópu undanfarið er nú kominn þangað. Slysið varð í Vordingborg, um eitt hundrað kílómetra frá Kaupmannahöfn. Erlent 30.12.2005 07:26
16 ára nemi á Flórída fór til Írak til að kynna sér ásandið það Farris Hassan er sextán ára nemi frá Flórída með mikinn áhuga á fréttamennsku. Svo mikinn að í jólafríinu ákvað hann að sökkva sér ofan í viðfangsefni sitt. Það væri ekki í frásögur færandi væri viðfangsefnið ekki Írak. Farris keypti sér flugmiða án vitundar foreldra sinna og skrópaði í skóla til að kynna sér ástandið frá fyrstu hendi. Eftir ferðalag um Kúveit og Líbanon komst Farris til Bagdad þar sem hann dvaldi í nokkra daga. Erlent 30.12.2005 07:14
Kona lést af völdum byssukúlu sem fór inn um glugga íbúðar hennar Kona lést þegar byssukúlu sem skotið var út í loftið fór inn um glugga á íbúð hennar á fimmtu hæð í New York í gær. Eiginmaður hennar sem var í öðru herbergi þegar atburðurinn gerðist, fann konu sína þar sem hún lá í blóði sínu í svefnherberginu. Nágrannar sögðust hafa séð hóp af háværum og ölvuðum mönnum á götunni fyrir neðan húsið. Lögreglan vinnur nú að því að komast hver skotmaðurinn var. Erlent 30.12.2005 07:07
Fimm látnir í eldum í Texas og Oklahoma Að minnsta kosti fimm manns hafa látið lífið í eldum sem geisað hafa í Texas og Oklahoma í Bandaríkjunum. Talið er að þeir hafi kviknað út frá fikti barna en nú þegar hafa nærri 200 hús orðið eldinum að bráð og þúsundir ekra af ræktarlandi hafa brunnið. Erlent 29.12.2005 22:26
Stórskotahríð á norðurhluta Gaza-svæðisins Ísraelar hófu í nótt stórskotahríð á norðurhluta Gaza-svæðisins, til þess að hindra að Palestínumenn geti notað það til eldflaugaárása á ísraelsk landsvæði. Í morgun tóku skriðdrekar við af stórskotaliðinu. Erlent 29.12.2005 19:14
Skæður sjúkdómur Skelfilegur sjúkdómur drepur þúsundir manna í Suður-Súdan, án þess að hjálparstofnanir fái rönd við reist. Sjúkdómurinn ræðst á ónæmiskerfið eins og alnæmi en til eru lyf við honum. Erlent 29.12.2005 19:13