Erlent

Frelsuðu ítalskan gísl í Palestínu

Palstínskir lögreglumenn fylgja Alessandro Bernardini sem þeir frelsuðu úr höndum mannræningja í gær.
Palstínskir lögreglumenn fylgja Alessandro Bernardini sem þeir frelsuðu úr höndum mannræningja í gær.

Palestínskir lögreglumenn frelsuðu ítalskan gísl úr höndum gíslatökumanna eftir skotbardaga í Khan Younis á Gaza í gær. Vopnaðir menn stöðvuðu í gær rútu sem Alessandro Bernardini ferðaðist með, neyddu hann út úr rútunni og keyrðu burt með hann. Fjórum klukkustundum síðar réðust öryggissveitir palestínsku heimastjórnarinnar inn í hús í Khan Younis, hleyptu af skotum og frelsuðu Bernardini.

Hingað til hafa palestínskar öryggissveitir veigrað sér við að ráðast til atlögu gegn mannræningjum og reynt að semja við þá en nú var ákveðið að fara að þeim með valdi. Enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér en palestínskir embættismenn telja að meðlimir fámenns hóps innan Fatah beri ábyrgð á mannráninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×