Erlent

Grunur leikur á að tyrkneskur piltur hafi verið með fuglaflensu

MYND/AP

Fjórtán ára tyrkneskur piltur sem gekkst undir rannsóknir til að athuga hvort hann væri með fuglaflensu lést í gær og systir hans liggur mjög veik á sjúkrahúsi. Niðurstöður úr rannsókninni liggja ekki fyrir og því er ekki vitað hvort drengurinn smitaðist af fuglaflensu eða ekki. Sé um fuglaflensu að ræða er þetta fyrsta andlátið í Evrópu af völdum sjúkdómsins. Fuglar í Tyrklandi, Rúmeníu, Rússlandi og Króatíu hafa greinst með fuglaflensu að undanförnu en enn hafa engin tilfelli verið staðfest í fólki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×