Erlent

Að minnsta kosti sex fórust í sprengingu í Indónesíu

Sprengjan sprakk á svínakjötsmarkaði í Indónesíu í morgun. Mikið fjölmenni var á markaðnum, enda almenningur að kaupa sér veislukvöld til að fagna áramótunum í kvöld. Í héraðinu hafa verið hörð átök síðustu ár á milli kristinna manna og múslima. Talið er að yfir eitt þúsund manns fallið vegna átakanna á árunum 2001 og 2002. Flest fórnarlöm þessarar árásar eru talin kristin. Engin hryðjuverkasamtök hafa lýst yfir ábyrgð á verknaðinum og hefur lögreglan lítið viljað tjá sig um málið en segir það þó vera í rannsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×