Erlent

Stúlkan flutt til Bandaríkjanna

Þriggja mánaða gömul íröksk stúlka, með klofinn hrygg, var í gær flutt frá Bagdad, höfuðborg Íraks til Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum til að gangast undir aðgerð. Stúlkan var flutt með herflutningavél til Kúveit og fer þaðan með farþegavél til Atlanta. Bandarískir hermenn fundu barnið fyrir þremur vikum þegar þeir réðust inn í hús í fátækrahverfi í Bagdad og sáu að stúlkan var ekki heil. Hermennirnir hófu að vinna að því að barnið gæti gengist undir aðgerð í Bandaríkjunum og hafa heilbrigðisstofnanir og læknar í Georgíu ákveðið að taka á móti barninu án endurgjalds og gera á því aðgerð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×