Erlent

Hjólför í nýföllnum snjó koma upp um þjófa

Nokkur snjór er nú víða í Danmörku en Danir reyna að láta það ekki raska ró sinni, ekki einu sinni þjófarnir sem halda áfram iðju sinni með misjöfnum árangri þó. Starfsmaður á bensínstöð í Nyköbing-Falster hafði samband við lögreglu vegna þess að slökkvitæki hafði verið stolið frá bensínstöðinni. Það reyndist lögreglunni auðvelt að hafa upp á þjófinum, sem var á hjóli og hafði skilið eftir sig slóð í nýföllnum snjónum. Lögreglan fylgdi hjólförunum og eftir um þriggja kílómetra akstur kom lögreglan af tveimur mönnum sem voru með slökkvitækið auk annars varnings sem þeir höfðu stolið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×